Fréttablaðið - 19.07.2017, Blaðsíða 28
Milkhouse samanstendur af þeim Victori Karli Magnússyni, Auðuni Orra Sigurvinssyni, Andrési Þór Þorvarðarsyni, Katr
ínu Helgu Ólafsdóttur og Sævari Andra
Sigurðarsyni. „Hljómsveitin Milkhouse
var stofnuð vorið 2012. Meðlimir hennar
voru þá í 10. bekk en þekktust fyrir, þar
sem þau voru nemendur í grunnskólum í
Hafnarfirði og öll í Tónlistarskóla Hafnar
fjarðar,“ segir Victor spurður út í hljóm
sveitina sem hann er meðlimur í.
„Rætur tónsmíðanna liggja í djassi en
nýir áhrifavaldur og aukin reynsla hefur
fært tónlistina einhvert allt annað. Erfitt
er að máta hana við tiltekna tónlistar
stefnu en e.t.v. mætti staðsetja hana á
vegamótum listarokks og drauma
popps. Áhrifavaldarnir eru margir, enda
meðlimirnir fimm,“ segir Victor um Milk
house sem var valin Hljómsveit fólksins á
úrslitakvöldi Músíktilrauna 2014.
Í síðustu viku gaf bandið út sína fyrstu
breiðskífu sem ber heitið Painted Mirr
ors. „Painted Mirrors er tólf laga plata.
Lögin eru mörg hver ólík en þrátt fyrir
það er heildarsvipur á plötunni; eitthvert
samhengi sem situr eftir. Lögin fjalla um
mannleg samskipti og sambönd: sam
bönd vina, fjölskyldna og elskhuga. Enn
fremur fjalla þau um hvernig við sem ein
staklingar smíðum eigin sjálfsmynd eftir
því hvaða sambönd við kjósum að rækta
eða ekki. Titill plötunnar vísar að ein
hverju leyti í það. Einstaklingurinn reynir
eftir bestu getu að mála eða skapa spegil
mynd sína, en er þó ávallt berskjaldaður
fyrir því hvernig samfélagið sér hann,“
útskýrir Victor.
Gífurleg vinna að baki
Aðspurður hvernig hafi gengið að vinna
þessa fyrstu plötu hljómsveitarinnar segir
Victor: „Það gekk vel. Vinnan sem liggur
að baki er gífurleg, en sú vinna var bæði
gefandi og skemmtileg. Ætlunin var að
vinna þetta af mikilli vandvirkni og það
tókst, einkum vegna frábærra samstarfs
félaga, en þeir Gestur Sveinsson og Tómas
Guðmundsson stýrðu upptökum og
eftirvinnslu. Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir
hannaði plötuumslagið og Agnar Freyr
Stefánsson sá um umbrotið, og vorum við
afar ánægð með útkomuna. Afmynduð
brjóstmynd prýðir umslagið, en mann
eskjan er sett saman úr andlitum allra
hljómsveitarmeðlima og vísar aftur að
einhverju leyti í titil plötunnar,“ útskýrir
Victor. Hann segir þau öll í hljómsveit
inni vera mjög stolt af afurðinni. „Ég er
sérlega stoltur af þeirri staðreynd að
allir aðstandendur plötunnar eru ungir.
Hljómsveitin, upptökustjórar, graf
ískir listamenn, við erum öll um tvítugt.
Grósku er bersýnilega að finna í íslensku
listalífi, ef þú spyrð mig.“
Til viðbótar við plötuútgáfuna sendi
hljómsveitin líka frá sér tónlistarmynd
band við lagið Say My Name. „Tónlist
armyndbandið við Say My Name var
frumsýnt í síðustu viku, þegar platan
kom út. Myndbandið segir sögu tveggja
einstaklinga, en sjón er sögu ríkari,“ segir
Victor sem hvetur áhugasama til að horfa
á myndbandið á YouTube.
Hvað er svo fram undan?
„Við höldum útgáfutónleika í Iðnó á
föstudaginn þar sem hópur tónlistar
manna mun spila með okkur. Miðar eru
til sölu á Tix.is og í Iðnó. Svo eru fleiri
tónlistarmyndbönd væntanleg á næstu
vikum og mánuðum.“
gudnyhronn@365.is
Fyrsta platan komin út
eftir fimm ára starfsemi
Hljómsveitin Milkhouse var að gefa út sína fyrstu breiðskífu. Bandið hefur verið starf-
andi í fimm ár þrátt fyrir frekar ungan aldur hljómsveitarmeðlima en þau eru öll fædd
árið 1996. Nýja platan ber heitið Painted Mirrors og fjallar um samskipti og sambönd.
Milkhouse var stofnuð þegar meðlimir voru í 10. bekk. MYND/BOLLI MAGNÚSSON
Ég er sérlega stoltur af
þeirri staðreynd að allir
aðstandendur plötunnar eru
ungir.
Merkisatburðir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Þóra Guðrún Stefánsdóttir
Dalbraut 20,
lést í faðmi fjölskyldunnar á
Vífilsstöðum þann 14. júlí. Útför
hennar fer fram frá Laugarneskirkju
mánudaginn 24. júlí kl. 13.00.
Þóra Ólafsdóttir
Stefán Ólafsson Ingunn Magnúsdóttir
Kolbrún Ólafsdóttir Magnús Sigurðsson
Sigrún Ólafsdóttir Fjalar Kristjánsson
Sólrún Ólafsdóttir Gunnar Sigmundsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar innilegustu þakkir til þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
andláts elsku sonar okkar og bróður,
Óðins Einarssonar
og sérstakar þakkir til Sverris
Einarssonar, besta vinar Óðins.
Einar Ingvarsson
Sigrún Rosenberg
Ingvar Einarsson
Katarína Einarsdóttir
Hjartanlegar þakkir til ykkar allra
sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við fráfall og útför okkar ástkæra
Ingibjörns Guðjónssonar
líffræðings,
Sílakvísl 17, Reykjavík.
Stuðningur ykkar hefur verið okkur mjög dýrmætur
styrkur. Sérstaklega vildum við færa Eysteini Orra
Gunnarssyni sjúkrahúspresti þakkir fyrir ómetanlega
aðstoð.
Eydís Þórunn Guðmundsdóttir
Baltasar Jón Ingibjörnsson
Þorlákur Flóki Ingibjörnsson
Guðjón Atli Auðunsson Guðbjörg Jórunn Sigurjónsd.
Auður Guðjónsdóttir Brynjar Pétursson Young
Júlía Sif Guðjónsdóttir
Erla Hlöðversdóttir Guðmundur Jónsson
Ingibjörg Þorbergsdóttir
Eyrún María Guðmundsd. Gunnar Már Gestsson
Guðrún Dúna Guðmundsd. Einþór Þorsteinsson
Bjarki Guðmundsson
Þórunn Jónsdóttir
Guðríður Jónsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og vinur,
Halldór Þórðarson
Litla-Fljóti,
verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju
fimmtudaginn 20. júlí kl. 14.00. Jarðsett
verður á Torfastöðum. Blóm og kransar
vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans
er bent á Björgunarsveit Biskupstungna eða
Lauf, félag flogaveikra.
Jóhannes, Tyrfingur, Björg, Kristín, Einar og fjölskyldur.
Maðurinn minn,
Axel Sigurðsson
Miðleiti 7, Reykjavík,
lést á heimili sínu 3. júlí síðastliðinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hins látna.
Inda Dan Benjamínsdóttir
Ástkær faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Guðmundur Þórhallsson
bókbindari,
lést á Hrafnistu í Reykjavík 8. júlí.
Útför hans fer fram frá Garðakirkju
föstudaginn 21. júlí kl. 13.
Magnea Guðmundsdóttir Kjartan Ólafsson
Guðjón Guðmundsson Elísabet Sigurðardóttir
Rannveig S. Guðmundsdóttir Þorgrímur Guðmundsson
Þórhallur Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkæri sonur okkar,
Guðni Baldursson
Grandavegi 3, Reykjavík,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
8. júlí 2017. Útför hans fer fram frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 20. júlí
kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en
þeim sem vildu minnast hans er bent á HIV Ísland
(áður Alnæmissamtökin), kt. 541288-1129,
bankanr. 0513-26-603485.
Baldur H. Aspar Þóra Guðnadóttir
1255 Bardagi var háður á Þveráreyrum í Eyjafirði, Þverár-
fundur. Þar áttust við hundruð manna og á annan tug
manna féll, þeirra á meðal Eyjólfur ofsi Þorsteinsson.
1627 Tyrkjaráninu lauk. Ræningjar frá Algeirsborg héldu
heim á leið eftir að hafa numið á brott allt að fjögur
hundruð manns, myrt fjörutíu og rænt miklum fjármunum.
1813 Gengið var á hæsta tind Íslands, Hvannadalshnúk
í Öræfajökli, í fyrsta sinn. Það gerði Hans Frisak, norskur
landmælingamaður, og fylgdarmaður hans, Jón Árnason
hreppstjóri.
1953 Minnisvarði um Stephan G. Stephansson skáld var
afhjúpaður við há-
tíðlega athöfn við
Arnarstapa í Vatns-
skarði í Skagafirði en
þá voru um hundrað
ár frá fæðingu hans.
1968 Jónas Jóns-
son frá Hriflu lést
83 ára. Hann var
lengi skólastjóri
Samvinnuskólans,
alþingismaður í
rúman aldarfjórð-
ung, dómsmálaráð-
herra 1927-32 og
formaður Fram-
sóknarflokksins
1934-44. Jónas
skrifaði mikið um
sagnfræði og stjórn-
mál.
1 9 . j ú l í 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R16 t í M A M ó t ∙ F R É t t A B l A Ð I Ð
tímamót
1
9
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:5
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
5
7
-1
0
D
8
1
D
5
7
-0
F
9
C
1
D
5
7
-0
E
6
0
1
D
5
7
-0
D
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
1
8
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K