Morgunblaðið - 09.01.2017, Page 1
M Á N U D A G U R 9. J A N Ú A R 2 0 1 7
Stofnað 1913 7. tölublað 105. árgangur
ER ALLTAF
AÐ LÆRA
EITTHVAÐ NÝTT
Í LEIT AÐ
FÁRÁNLEGRI
FULLKOMNUN
STORKAR BÍLA-
VERKSMIÐJUM
A GUIDE TO THE PERFECT HUMAN 26 DONALD TRUMP 16LOGI Í BLOOMBERG 12
Titringur í Japan vegna tísts
verðandi Bandaríkjaforseta
„Við höfum aldrei selt jafnmikið
af gjafabréfum og í ár. Það er gam-
an hvað landinn er áhugasamur um
þyrluferðir,“ sagði Birgir Ómar
Haraldsson, eigandi þyrluflug-
félagsins Norðurflugs.
Norðurflug verður tíu ára á
þessu ári og er elsta þyrluflug-
félagið á Íslandi. Birgir sagði að
söluaukningin hjá fyrirtækinu staf-
aði ekki einungis af ferðamanna-
straumnum heldur sæktu Íslend-
ingar í auknum mæli í háloftin.
„Mér finnst aukin meðvitund um
verðið og skemmtanagildið í þessu.
Fólk hefur áttað sig á því að það
geti farið í þyrlu og fengið freyði-
vín fyrir 30 þúsund kall.“
Þá er einnig orðið vinsælt að
bera upp bónorðið á fjallstindi, að
sögn Birgis Ómars. tfh@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þyrluferð Flogið er frá Reykjavíkurborg
upp á fjallstinda á suðvesturhorninu.
Aldrei verið selt jafn
mikið af gjafabréf-
um í þyrluferðir
Fjórir eru látnir og minnst 15
manns eru særðir eftir hryðju-
verkaárás í Jerúsalem í gær. Árás-
armaðurinn ók flutningabíl inn í
hóp hermanna sem voru að koma út
úr rútu við götuna Armon HaNat-
ziv í gamla hluta borgarinnar. Með-
al látinna eru þrjár konur og einn
karlmaður. Þá er einn lífshættu-
lega særður.
Talsmaður Hamas-samtakanna
hefur fagnað árásinni og hvetur
Palestínumenn til að halda áfram
andstöðu sinni gegn Ísrael.
Hermenn skutu árásamanninn á
vettvangi. »15
Hamas hvetur til
frekari andstöðu
Mannanafnanefnd hefur hafnað
umsókn um að nafnið Hel verði
fært á mannanafnaskrá, á grund-
velli ákvæðis mannanafnalaga um
að eiginnafn megi ekki vera þannig
að það geti orðið nafnbera til ama.
Í norrænni goðafræði er Hel
gyðja dauðraheimsins Heljar og
eitt þriggja barna ássins Loka, en
hin tvö eru Miðgarðsormurinn og
Fenrisúlfur.
Helgi Áss Grétarsson, dósent við
lagadeild Háskóla Íslands, situr í
nefndinni, en hann segir að ákvæð-
ið komi sjaldan til álita og því sé
beitt af mikilli varkárni.
Hann segir að fjögur atriði hafi
komið fram í rökstuðningi nefnd-
arinnar fyrir höfnun, en fyrsta at-
riðið varðar merkingu nafnsins,
þ.e. vísun þess til dauðans og
dauðaríkis Heljar.
„Í öðru lagi er ákvæðið útskýrt í
greinargerð með frumvarpi sem
varð að mannanafnalögum og þar
er sérstaklega tiltekið að nafnið
Hel eigi að vera bannað ásamt fleiri
nöfnum,“ segir Helgi.
Í þriðja lagi var vísað til nefndar-
álits allsherjar- og menntamála-
nefndar Alþingis frá árinu 2015 um
frumvarp Óttars Proppé, þing-
manns Bjartrar framtíðar, um að
mannanafnalög skyldu felld úr
gildi, en frumvarpið var ekki sam-
þykkt á Alþingi.
Í álitinu komu fram sjónarmið
um að nauðsynlegt væri að ríkis-
valdið gæti gripið inn í ef nafn gæti
haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd og
sjálfsvitund einstaklinga.
Fjórða atriðið laut að fordæmis-
áhrifum annarra úrskurða nefnd-
arinnar og var t.d. vísað til þess að
nafninu Satanía hefur áður verið
hafnað og var það talið vísa til
sömu hughrifa og nafnið Hel, þ.e.
til dauða og undirheima. jbe@mbl.is
Óheimilt að lögum að heita Hel
Teikning/Ásgeir Jón Ásgeirsson
Hel Systkinin þrjú prýða plötu-
umslag Skálmaldar frá árinu 2012.
Talið geta valdið nafnbera ama Vísar til sömu hughrifa og nafnið Satanía
Mótmælendur
skutu að lög-
reglu úr línu-
byssu þegar mót-
mælin á Austur-
velli árið 2009
stóðu sem hæst.
Þetta kemur
fram í grein lög-
reglumanns í
Lögreglublaðinu,
en hann stóð
sjálfur vörð við Alþingishúsið.
Í greininni segir líka að góðkunn-
ingjar lögreglu hafi séð tækifæri í
mótmælunum og að vísbendingar
hafi verið um að ungt fólk hafi haft
aðra hvata til þátttöku í mótmæl-
unum en aðrir sem kröfðust afsagn-
ar ríkisstjórnarinnar. »10
Ógnuðu lögreglu
með línubyssu
Mótmæli Lög-
reglan stóð vörð.
Stefán Einar Stefánsson
ses@mbl.is
Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks,
Bjartrar framtíðar og Viðreisnar
mun ekki leggja fram tillögu á Al-
þingi varðandi mögulega umsókn Ís-
lands um aðild að Evrópusamband-
inu á núverandi kjörtímabili.
Þetta kemur fram í drögum að
stjórnarsáttmála sem formenn
flokkanna þriggja hafa kynnt fyrir
þingflokkum sínum. Þó er með
nokkuð almennu orðalagi opnað fyr-
ir þann möguleika að þingmenn
stjórnarmeirihlutans geti stutt þing-
mál varðandi umsóknarferli að Evr-
ópusambandinu, komi slíkt mál fram
„undir lok kjörtímabilsins,“ eins og
það mun vera orðað í sáttmáladrög-
unum. Ekki virðist þó liggja fyrir
nákvæm skilgreining á því við hvaða
dagsetningu skuli miðað með orða-
laginu undir lok kjörtímabilsins.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins munu einnig hafa verið
kynntar tillögur að skiptingu ráðu-
neyta milli flokkanna. Þar mun
Sjálfstæðisflokkur fá forsætisráðu-
neyti, innanríkisráðuneyti, mennta-
og menningarmálaráðuneyti og
utanríkisráðuneyti og ráðherra iðn-
aðar- og viðskiptamála í atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneyti, Við-
reisn mun fá ráðherra sjávarútvegs-
og landbúnaðarmála í því sama
ráðuneyti ásamt fjármálaráðuneyti,
og ráðuneyti félags- og húsnæðis-
mála í velferðarráðuneyti. Björt
framtíð mun hins vegar skipa ráð-
herra heilbrigðismála í því ráðuneyti
ásamt umhverfis- og auðlindaráðu-
neyti.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að það hafi mætt töluverðri and-
stöðu meðal þingmanna Sjálfstæð-
isflokksins af landsbyggðinni að
ráðuneyti sjávarútvegs- og landbún-
aðarmála félli Viðreisn í skaut.
Evrópumálin sett á ís
Ný ríkisstjórn ekki með aðildarumsókn á dagskrá Opnað á möguleika að
þingmenn styðji ESB-mál Andstaða við að Viðreisn fái atvinnuvegaráðuneyti
Ráðherrastólar
» Talið er fullvíst að Bjarni
Benediktsson verði forsætis-
ráðherra í nýrri ríkisstjórn.
» Rætt hefur verið um Bene-
dikt Jóhannesson sem fjár-
málaráðherra og Óttar Proppé
sem heilbrigðisráðherra. Önn-
ur skipan liggur ekki fyrir.
» Ekki hefur verið gerð tillaga
um breytingar á skipan stjórn-
arráðsins.
MNý ríkisstjórn »… 4
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Innganga Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, átti í smá vanda við að komast inn á þingflokksskrifstofur Alþingis í gær en tókst það að lokum.