Morgunblaðið - 09.01.2017, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2017
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Skákþing Reykjavíkur hófst í gær í húsnæði
Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Skákþing-
ið er níu umferðir og verður teflt alla sunnudaga
og miðvikudaga í janúar, auk miðvikudagsins 1.
febrúar og föstudagsins 3. febrúar. Teflt er eftir
svissnesku kerfi.
Sigurvegarinn hlýtur peningaverðlaun, 120
þúsund krónur, sá sem lendir í öðru sæti fær 60
þúsund krónur og fyrir þriðja sætið eru í verð-
laun þrjátíu þúsund krónur. Skákþing Akureyr-
ar hófst einnig í gær. Þar verða tefldar sjö eða
níu umferðir, fer allt eftir þátttöku.
Árlegt Skákþing Reykjavíkur hófst í gær í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skákmenn brjóta heilann í janúar
SVIÐSLJÓS
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Varaformaður Sjómannasambands
Íslands ætlast til þess að fá umræðu
á samningafundi með útvegsmönn-
um í dag um öll þau atriði sem al-
mennir sjómenn telja vanta inn í
kjarasamninga og að hægt verði að
ljúka samningum á þeim nótum.
Jens Garðar Helgason, formaður
Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi,
segir samtökin mótfallin lögum á
deiluna.
Samninganefndir sjómanna á
fiskiskipum og útvegsmanna hittist á
fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan
13 í dag. „Ég hef góðar væntingar
um það,“ sagði Konráð Þ. Alfreðs-
son, formaður Sjómannafélags Eyja-
fjarðar og varaformaður Sjómanna-
sambands Íslands, þegar hann var
spurður hvort hann teldi að líkur
væru á árangri. „Ég er bjartsýnn að
eðlisfari og tel að menn ætli sér að
leysa þetta verkfall. Við erum að fara
að ræða saman og það er mikilvæg-
ast,“ segir Konráð.
Í ljós kom þegar sjómannafélögin
funduðu með félagsmönnum milli
jóla og nýárs að sjómenn vilja fá
bætur fyrir sjómannaafsláttinn.
Konráð segir mjög ósanngjarnt að
hann skyldi tekinn af. Þeir telja rök
fyrir því að breyta olíuverðstengingu
en samkvæmt henni gefa sjómenn
eftir hlut til að standa undir olíu-
kostnaði. Þá leggja þeir áherslu á að
fá frítt fæði og að útgerðirnar leggi
til vinnufatnað í stað fæðis- og fata-
peninga sem duga misjafnlega fyrir
kostnaði. Þá vilja þeir að útgerðin
taki þátt í fjarskiptakostnaði svo sjó-
menn geti haft samband heim.
Verðum að semja
Jens Garðar segir að samninga-
nefnd SFS sé að fara yfir kröfur sjó-
manna. Hann segir best að svara
fulltrúum sjómanna beint, hjá ríkis-
sáttasemjara, en ekki í fjölmiðlum.
„Staðan er alvarleg þegar mörg
þúsund sjómenn auk landverkafólks
sitja heima. Það hefur mikil áhrif á
samfélögin, starfsfólk fyrirtækjanna
og þjóðarbúið í heild. Það er hins-
vegar alveg skýrt af okkar hálfu að
við erum mótfallnir því að sett verði
lög á sjómenn. Við verðum að semja
og standa undir þeirri ábyrgð að
gera það,“ segir Jens Garðar um
þann möguleika að sett verði lög á
deiluna.
Konráð segir að ekki hafi verið
rætt við samninganefnd sjómanna
að til greina kæmi að setja lög á deil-
una. „Það yrði vitlausasta aðgerð
sem hægt væri að grípa til. Ég tel að
þeir sem stjórna landinu í dag átti
sig á því að það borgar sig ekki.“
Báðir aðilar mótfallnir lögum
Sjómenn krefjast bóta fyrir sjómannaafslátt, lækkun á olíuverðstengingu og frís fæðis, vinnufatnaðar og
lækkunar á fjarskiptakostnaði „Tel að menn ætli sér að leysa þetta verkfall,“ segir varaformaður SSÍ
Konráð
Alfreðsson
Jens Garðar
Helgason
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Takmarka verður námsval nemenda
Verkfræði- og náttúruvísindasviðs
Háskóla Íslands vegna fjárskorts að
sögn Hilmars Braga Janussonar,
forseta fræðasviðsins. Dæmi eru um
að nemendur í meistaranámi þurfi
að skrá sig í ný námskeið þar sem
hætt hefur verið við kennslu í áföng-
um sem þeir höfðu þegar valið.
Meistaranemi í verkfræði sagði við
Morgunblaðið að helmingur áfanga
hans hefði verið felldur niður og
hann þyrfti því að velja sér nýja
áfanga fyrir haustönnina, við það
riðlaðist allt skipulag annarinnar.
Hilmar Bragi segir þetta óhjá-
kvæmilegt enda fjárhagsleg staða
sviðsins slæm.
„Við erum með dýrt nám þar sem
námið er bæði verklegt og bóklegt,
margar rannsóknir fara fram á svið-
inu og nemendur skiptast niður á
margar deildir. Það var því engra
annarra kosta völ en að draga saman
seglin,“ segir Hilmar og bendir á að
reynt hafi verið að raska námsvali
nemenda sem minnst.
Skortur er á tæknimenntuðu fólki
með bakgrunn í raunvísindum á
vinnumarkaði að sögn Hilmars.
„Undirfjármögnun stjórnvalda til
frekari menntunar á þessu sviði
kemur sér ekki bara illa fyrir háskól-
ann heldur samfélagið allt.“
Dregið verður úr námsvali
vegna undirfjármögnunar
Hætta við nám-
skeið á raunvís-
indasviði HÍ
Morgunblaðið/Ómar
Vísindi Takmarka á nám nemenda í
verkfræði og raunvísindum.
Benedikt Jóhann-
esson, formaður
efnahags- og við-
skiptanefndar Al-
þingis, segir gott
að búið sé að
kortleggja af-
landseignir Ís-
lendinga, eins vel
og hægt er, eins
og reynt er að
gera í skýrslu
sem unnin var fyrir fjármálaráð-
herra. Þegar komin sé mynd af um-
fanginu verði auðveldara að bregð-
ast við.
Hann reiknar með að boðað verði
til fundar í nefndinni í vikunni til að
fá kynningu á efni skýrslunnar, eins
og Katrín Jakobsdóttir, formaður
VG, hefur óskað eftir.
Katrín segir í færslu á sam-
skiptavefnum Facebook að margt
þurfi að skoða í framhaldinu. Til að
mynda hvort þörf sé á að bæta lög-
gjöf frekar varðandi skattsvik og
notkun skattaskjóla. Benedikt tekur
fram að það sé stefna Viðreisnar og
verði stefna nýrrar ríkisstjórnar að
koma í veg fyrir skattsvik af öllu
tagi.
Gagnrýnt hefur verið að fjármála-
ráðherra birti ekki skýrsluna strax
og hún barst ráðuneytinu. Benedikt
tekur fram að hann hafi ekki vitað af
skýrslunni fyrr en fyrir helgi, þegar
hún var birt. Almennt sé best að
birta gögn sem allra fyrst.
Skýrsla um aflands-
eignir verður kynnt
á nefndarfundi
Benedikt
Jóhannesson
„Við mótmælum því að hafa
ekki sömu réttindi og annað
vinnandi fólk og gefum skýr
skilaboð um það að við mætum
ekki um borð ef það verða sett
lög á okkur,“ segir m.a. í til-
kynningu á samskiptamiðlinum
Facebook þar sem sjómenn eru
hvattir til að mæta á fund við
Karphúsið klukkan 13 í dag,
þegar samningafundur hefst.
Mæta ekki
um borð
SJÓMENN MÓTMÆLA
Ákvörðun Póst-
og fjarskipta-
stofnunar að 365
miðlar ehf. greiði
100 þúsund krón-
ur í dagsektir
vegna vanefnda á
uppbyggingu far-
símadreifikerfis á
grundvelli útboðs
stofnunarinnar
verður kærð til
úrskurðarnefndar fjarskipta- og
póstmála.
„Við erum ósammála niðurstöðu
stofnunarinnar og teljum ákvörðun
hennar hvorki standast lög né þá
skilmála sem félagið er bundið af,“
segir Sævar Freyr Þráinsson, for-
stjóri 365.
„Það er ótrúlegt að við fáum ekki
svigrúm til að ljúka viðræðum við
Vodafone en þær hafa sett upp-
byggingarplön á dreifikerfum okkar
í bið. Þá er rétt að benda á að við
uppfyllum uppbyggingarkröfur
Póst- og fjarskiptastofnunar með
heildsölusamningi við Símann enda
útboðið á sínum tíma tæknilega
óháð, þ.e. við getum nýtt hvaða
tækni sem er eða samninga við önn-
ur fyrirtæki til að uppfylla upp-
byggingarkröfur útboðsins,“ segir
Sævar Freyr.
Mál 365 miðla fyrir
úrskurðarnefnd
Ósammála Póst- og fjarskiptastofnun
Sævar Freyr
Þráinsson