Morgunblaðið - 09.01.2017, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2017
Vertu upplýstur!
blattafram.is
FELST
AÐGERÐALEYSI ÞITT
Í AÐ SAMÞYKKJA
KYNFERÐISOFBELDI?
Sogavegi við Réttarholtsveg
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek í 60 ár
Mangójógúrt
Ástæða þess að þú átt að velja lífræna jógúrt:
Lífrænar
mjólkurvörur
• Engin aukaefni
• Meira af Omega-3
fitusýrum
• Meira er af CLA
fitusýrum sem byggja
upp vöðva og bein
• Ekkert undanrennuduft
• Án manngerðra
transfitusýra
www.biobu.is
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Í fyrsta tölublaði Læknablaðsins á
nýju ári veltir Björn Gunnarsson,
barna-, svæfinga- og gjörgæslu-
læknir, því fyrir sér hvort nota megi
þyrlur í auknum mæli við sjúkra-
flutninga. Segir Björn í grein sinni
að sjúkraflug sé mikilvægur hlekkur
í bráðaþjónustu utan spítala og komi
fyrst og fremst að gagni þegar það
styttir tímann þangað til alvarlega
veikir og slasaðir fá sérhæfða lækn-
ishjálp.
„Oft skiptir þar mestu að við-
bragðstími og flutningstími sé sem
stystur, til dæmis þegar sjúklingur
er með heilaslag vegna blóðþurrð-
ar,“ segir í grein Björns. Hann veltir
því svo fyrir sér hvort þyrlur geti
komið í stað sjúkrabíla við ákveðnar
aðstæður.
„Því til stuðnings nefni ég dæmi úr
nýlegri rannsókn, þar sem fram kom
að einungis tveir af 56 sjúklingum á
suðursvæði með brátt hjartadrep
með ST-hækkunum voru fluttir með
þyrlu, þrátt fyrir að tími (miðgildi)
frá frystu samskiptum að kransæða-
víkkun væri 157 mínútur og í ein-
ungis 12% tilfella skemmri en 120
mínútur. Æskilegt er að þessi tími sé
ekki lengri en 90-120 mínútur,“ segir
Björn ennfremur í grein sinni.
Þá bendir hann á að lítil notkun á
þyrlum við sjúkraflutninga kunni að
skýrast af löngum viðbragðstíma og
viðtekinni venju að kalla eingöngu út
þyrlu þegar þörf er brýn.
„Kannski er kominn tími til breyt-
inga, til dæmis að hafa bundna
þyrluvakt og sérstaka sjúkraþyrlu á
Suðurlandi, eins og hugmyndir eru
uppi um!“
Kemur ekki stað flugvéla
Sigurður E. Sigurðsson læknir,
framkvæmdastjóri lækninga á
Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir að
þyrlur komi ekki í stað sjúkraflug-
véla en geti leyst sjúkrabíla af hólmi
við ákveðnar aðstæður.
„Við verðum að gæta okkar í þess-
ari umræðu að rugla ekki saman
sjúkraflugi milli landshluta og
sjúkraflutningum á staðbundnu
svæði. Þyrlur geta verið góð viðbót
við sjúkraflutninga, t.d. á stöðum
eins og Suðurlandi þar sem byggð er
dreifð og mikill fjöldi býr og ferðast
um,“ segir Sigurður en hann hefur
bæði starfað sem læknir í sjúkraflugi
og á þyrlum Landhelgisgæslunnar.
„Þegar sjúklingur er sendur t.d.
héðan frá Akureyri til Reykjavíkur
er oftast betra að hann fara með
sjúkraflugvél. Bæði er flugvélin búin
búnaði sem þyrlur hafa ekki, t.d.
jafnþrýstibúnaði, auk þess sem hún
flýgur hraðar og kemst yfir hálendið
í nærri því öllum veðrum sem þyrlan
gerir ekki.“
Sigurður segir flugvélina og þyrl-
una bæta hvor aðra upp enda þyrlan
gott björgunartæki og almennt betri
í styttri sjúkraflutningum.
„Mér finnst vert að skoða frekari
notkun á þyrlum við styttra sjúkra-
flug, t.d. innan Suðurlandsins, og þá
sem viðbót við þau tæki sem við höf-
um í dag.“
Þyrlur henta vel í styttra sjúkraflug
Koma ekki í stað sjúkraflugvéla en nýta má þær líkt og sjúkrabíl á takmörkuðu svæði Kanna
mætti að hafa bundna þyrluvakt og sérstaka sjúkraþyrlu á Suðurlandi til að stytta viðbragðstíma
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þyrluflug Landhelgisgæslan hefur á að skipa þremur þyrlum, sem oft eru notaðar í neyðartilvikum.
Sjúklingar þurfa oft að komast
með hraði undir hendur sér-
fræðinga þar sem sérhæfð að-
staða er fyrir hendi. Oft er þá
um mínútuspursmál að ræða
líkt og segir í grein Björns
Gunnarssonar læknis. Ferða-
mönnum hefur fjölgað gífurlega
en þeir voru tæplega 1,8 millj-
ónir á liðnu ári og fara flestir
um Suðurland. Rekstur sjúkra-
þyrlu á Suðurlandi gæti því ver-
ið óhjákvæmilegur á næstu ár-
um.
Þyrla fyrir
Suðurlandið
FERÐAMÖNNUM FJÖLGAR