Morgunblaðið - 09.01.2017, Side 12

Morgunblaðið - 09.01.2017, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2017 Hildur Loftsdóttir hildurl@mbl.is Ég hef séð MichaelBloomberg nokkrumsinnum en ég hef ekkihitt hann persónulega. Ég held hann sé mjög fínn gaur og mér fannst hann standa sig vel sem borgarstjóri New York-borgar,“ segir Logi Bragason, sem vinnur í höfuðstöðvum Bloomberg þar í borg. „En einu sinni hitti ég Geir H. Haarde í þessu hringlaga herbergi hér,“ segir Logi og bendir á biðher- bergi með sérstökum rúðum sem gera fólki erfitt að sjá þar inn. „Það var rétt eftir hrun og Geir var að koma í sjónvarpsviðtal út af því. Það var íslenskt fylgdarlið með honum og vopnaðir verðir biðu fyrir utan herbergið. Sjálfur var hann frekar stressaður, skiljanlega.“ 325.000 áskrifendur „Aðalsöluvara Bloomberg er hin svokallaða áskrift að fjármála- upplýsingum. Í byrjun voru fjár- málaforritin í áskriftinni sem voru keyrð á sérstökum Bloomberg- vélbúnaði. Núna notast áskrifendur, sem eru um 325.000 talsins, bara við sínar eigin tölvur til þess að komast í Bloomberg-forritin. Þar er fjallað um allt mögulegt sem er tengt fjár- málum og fyrir nokkrum árum fór Bloomberg inn á tvo nýja markaði; stjórnmálin og lögfræðinga,“ út- skýrir Logi, sem hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan hann útskrifaðist með B.Sc. í tölvunarfræði fyrir 15 árum. „Mestallan tímann hef ég for- ritað fjármálaforrit notuð af verð- bréfamiðlurum en er nýkominn í nýjan vinnuhóp sem er að vinna að annars konar verkefni.“ Logi útskýrir að starfsfólk fyrirtækisins skiptist í þrennt; for- ritara, sölufólk og stjórnendur sem stýra því að hverju forritararnir vinna. „Sölufólkið kemst að þörfum „Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt“ Logi Bragason hefur unnið hjá fjármálaupplýsingarisanum Bloomberg í New York í fimmtán ár, en það er einn vinsælasti vinnustaður í heimi fyrir forritara. Þar viðheldur hann næstmest notaða forriti fyrirtækisins og segir verkefnin enda- laust krefjandi og skemmtileg. Í vinnunni Logi lætur ekki framhjá neinum fara að hann er Íslendingur. Risi Þrjár af 54 hæðum í höfuðstöðvum Bloomberg í New York. Ný fyrirlestrarröð hefst í Bókasafni Seltjarnarness í dag mánudag 9. janúar undir yfirskriftinni Eldhús- dagar, en á þeim fyrirlestrum ætla ýmsir sérfræðingar að fjalla um hagnýt og heilsusamleg ráð innan veggja heimilisins. Í tilkynningu kemur fram að súrkálsmeistarinn Dagný Hermannsdóttir ætli að ríða á vaðið í dag kl 17.30 og bjóða gest- um í ferðalag um undraheima súr- kálsins. Hún ætlar að varpa ljósi á sannleikann um hollustu og vin- sældir mjólkursúrs grænmetis, en sýrt grænmeti er meinhollt og neysla þess getur hresst upp á þarmaflóruna. Margir tengja súrkál við eitthvað fremur ólystugt en sýrt grænmeti getur verið mikið sælkerafóður og býður upp á nýjar víddir í mat- argerð, sem gestir fá að kynnast af eigin raun á staðnum. Eldhúsdagar verða haldnir mánaðarlega í Bóka- safni Seltjarnarness og eru allir vel- komnir og aðgangur ókeypis. Eldhúsdagar á bókasafni Seltjarnarness Morgunblaðið/Golli Súrt Dagný Hermannsdóttir er meistari þegar kemur að því að sýra grænmeti. Má bjóða ykkur í ferðalag um undraheima súrkálsins? Að syngja í kór er bæði skemmtilegt og uppbyggjandi og nú er tækifæri fyrir stráka á aldrinum 8-14 ára til að prófa það. Drengjakór Reykjavíkur hefur opnað fyrir nýja söngvara og eru nokkur laus pláss. Upplýsingar fást með því að senda tölvupóst á: drengjakor.reykjavikur@gmail.com eða með því að fara á Facebook-síðu kórsins: Drengjakór Reykjavíkur. Opið fyrir fleiri söngvara í Drengjakór Reykjavíkur Strákar prófið að syngja í kór! Kátir Piltarnir í Drengjakór Reykjavíkur brugðu sér í fjöruna. Fílsungi sem hefur fengið nafnið „Clear Sky“, eða Heiður himinn, skaðaðist á fæti í Taílandi fyrir þrem- ur mánuðum en hlúð er vel að skepn- unni af dýralæknum og fílahirðum sem þjálfa nú dýrið til gangs að nýju og gera það ofan í vatni. Heiður him- inn missti framan af fætinum þegar hann lenti í snöru. Þessi sex mánaða fílsungi er sá fyrsti til að fá svokall- aða vatnslæknismeðferð á þessum ágæta dýraspítala, sem er í nokkurra tíma fjarlægð frá Bangkok. Vonandi gengur vel hjá þeim. Litli fílsunginn Heiður himinn missti framan af fæti Fíll í göngu- þjálfun í vatni AFP EXPLORE WITHOUT LIMITS ® ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK SÍMI: 540 4900 NETFANG: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.com VÖNDUÐ JEPPADEKK FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT DEKK UNDIR FLESTAR GERÐIR JEPPA OG JEPPLINGA. STÆRÐIR FRÁ 29-44 TOMMU. ÖLL ALMENN DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMABÓKANIR Í SÍMA 540 4900

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.