Morgunblaðið - 09.01.2017, Síða 16

Morgunblaðið - 09.01.2017, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Eftirfar-andi fréttbirtist á mbl.is nýlega: Svartsýnar spár Englandsbanka um efnahagsleg áhrif þess að breskir kjósendur sam- þykktu að segja skilið við Evrópusambandið voru ekki á rökum reistar. Þetta viður- kenndi aðalhagfræðingur bankans, Andy Haldane, á fundi á vegum bresku hug- veitunnar Institute for Government í London, höfuð- borg Bretlands, á fimmtu- daginn. Fjallað er um málið á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph en þar segir að Haldane hafi viðurkennt rangar spár Englandsbanka á sama tíma og nýjar hag- tölur sýndu að mestur vöxtur hafi verið í bresku efnahags- lífi á síðasta ári af þeim ríkj- um heimsins sem standa best að vígi efnahagslega, þvert á svartsýnar hagspár. Þannig sýna nýjar tölur að vöxtur í þjónustuviðskiptum hafi ekki verið meiri undan- farna 17 mánuði og met- hækkun á vísitölu hlutabréfa í stærstu bresku fyrirtækj- unum í sjötta sinn í röð á fimmtudaginn sem er mesta samfellda hækkun hennar undanfarna tvo áratugi. Haldane sagði þá gagnrýni sem sett hefði verið fram á hagfræðinga á undanförnum árum eiga rétt á sér í ljósi þess að þeim hefði mistekist að spá fyrir um alþjóðlegu fjármálakrísuna og haft rangt fyrir sér um efnahags- legar afleiðingar þess að Bretar kysu að yfirgefa Evrópusambandið.“ Þessar fréttir um „brexit- spárnar“ og hina alþjóðlegu hagfræðiblindu í aðdraganda fjármálakreppunnar 2007-8 hafa kallað á miklar umræð- ur og fjörlegar vangaveltur. Almennasta skýringin virðist beinast að því að í heimi hag- fræðinnar hafi ofurtrú á reikniverki og formúlufræð- um orðið algjörlega ofan á og skákað til hliðar mörgum mikilvægum þáttum, þar á meðal heilbrigðri skynsemi, sem reynslan hefur sýnt að var algjört glapræði. Í upphafi ferils Thatcher sem forsætisráðherra, sem gjörbreytti Bretlandi og kom landinu úr viðvarandi hæga- gangi og krepputakti, skrif- uðu hundruð breskra hag- fræðinga undir plagg þar sem fullyrt var að stefna Thatcher myndi leiða Breta út í hrein- ar ógöngur. Virt- ist fara framhjá þessum fjölmenna hópi há- menntaðra að Bretland var þá þegar í viðvarandi efna- hagslegum erfiðleikum. Það sem er sérstaklega eftirtekt- arvert við fréttina um „brexit“ er að nú skuli dóm- greindarleysið viðurkennt og beðist afsökunar á því. Áður hafði aðalbankastjóri Englandsbanka, Mark Carney, stigið stutt og hik- andi skref í þessa átt enda varð hann að hverfa til baka með áætlun sína um vaxta- lækkanir til að „bjarga stöð- unni eftir brexit.“ Banka- stjórinn gaf til kynna að hann gæti látið af störfum fyrr en stefnt hafði verið að, en það tilboð var ekki þegið nema að hluta til. Cameron forsætisráðherra og Osborne fjármálaráðherra tóku á sínum tíma yfirvegaða ákvörðun um að setja í gang öflugustu gerð af hræðslu- áróðri, til að tryggja að Bret- ar þyrðu ekki að ákveða út- göngu úr ESB. Allir þeir sem voru fyrirfram líklegastir tóku þátt í þeim leik og því miður sumir fleiri. Meðal þeirra var fjöldi virtra hag- fræðinga, sem aftur mættu yfirlætisfullir með listann sinn. Allir þessir eiga enn eftir að biðjast afsökunar. Þessi herferð, „Project Fear,“ minnti mjög á ofsann í bar- áttunni um „icesave“ á Ís- landi. Sá hræðsluáróður var í rauninni enn hatrammari og öfgafyllri en hinn breski og þótti mönnum þó nóg um ofsann þar. Eins og flestir muna enn var Ríkisútvarpið undirleik- ari, kórstjóri, trumbuslagari og kvartett í herferðinni, enda þjónustulund þeirra við Jóhönnustjórnina viðbrugð- ið. Þessi „stofnun í þjóðar- þágu“ hefur enn ekki borið við að biðjast afsökunar á siðlausri framgöngu sinni, fremur en fræðingar, for- stjórar og álitsgjafar um kerfið þvert og endilangt, sem létu ekki sitt eftir liggja. En hinar erlendu afsakanir, á sambærilegum gjörðum, gera hlut þeirra allra, sem vondur var fyrir, enn verri núna. Þátttaka hagfræðinga í áróðursstríðum og glámskyggni á fjármálakreppu veikir þá mjög } Afsökun þar, afneitun hér F yrir rúmlega ári setti ég fram á þessum vettvangi „Völvuspá“ mína um það sem myndi gerast á árinu 2016. Þar spáði ég ýmsu, meðal annars um að verðandi Íslandsmeistarar í knattspyrnu myndu hafa meira en 44 stig að loknu móti og að þjálfari yrði rekinn og annar ráðinn í hans stað. Fyrri hlutinn rættist ekki, en það munaði þó bara einu stigi. Þjálfari var síðan vissulega rekinn og annar ráðinn í hans stað. Sagði ég ekki! Telst það með, ef ég segi eftir á hvaða þjálfara ég var að hugsa um? Þá spáði ég því að um haustið myndi „hver einasta ríkisstofnun á landinu kvarta undan því að hún fái ekki næga fjármögnun, jafnvel þegar bent er á það að viðkomandi stofnun hafi aldrei fengið meiri peninga“. Fyrir utan það að haustkosningarnar færðu tímarammann aðeins síðar á dagatalið held ég að þessi spá hafi svo sannarlega ræst. Leyfi ég mér að spá því að sama verði upp á teningnum í haust, algjörlega óháð því hvaða flokkar að endingu ná saman um myndun ríkis- stjórnar. Ég hafði þó langmest rétt fyrir mér þegar ég spáði því að Ríkisútvarpið myndi „nota hálfrar aldar afmæli Sjón- varpsins sem afsökun til þess að endursýna eins mikið af gömlu efni og það kemst upp með.“ Eins og Skrámur, ein af fyrstu stjörnum Sjónvarpsins hefði orðað það: „Boj o boj!“ Ekki grunaði mig hversu sannspár ég yrði með þetta atriði. RÚV fór hreinlega yfir um í end- ursýningum á gömlu efni á árinu. Skemmtiþátturinn „Sjónvarp í 50 ár“ virðist nú hreinlega hafa gengið í 50 ár, og verður efni hans eflaust endursýnt á komandi árum. Hvert einasta ár sjónvarpsins var rifjað upp í sér- stökum þætti, og allt spilað sem fannst um hvert ár fyrir sig. Hvert ár, nema 2016. Það mátti bíða áramótaannálsins, og jafnvel það gat ekki dekkað nema brot af öllu því efni sem birt- ist á stöð eitt á síðasta ári. Ég get hreinlega ekki beðið eftir því að RÚV átti sig á því hvílík gullnáma er þar á ferðinni, og á ég von á því að bráðum verði þættinum „Sjónvarp í fimmtíu og eitt ár“ hleypt af stokk- unum, bara til þess að redda þessu fyrir okkur. Hver veit, kannski getum við fengið að sjá Wintris-fyrirsátina einu sinni enn? En hádegisverðurinn er ekkert ókeypis, og almenningssjónvarp ekki heldur. 16.800 krónur þarf ég að reiða fram síðar á árinu fyrir þá ánægju að horfa á gamalt sjónvarpsefni í bland við hlutdræga fréttaskýr- ingaþætti, skandinavískar sakamálaseríur og íþróttalýs- ingar. Ég veit að þeim krónum yrði bara eytt í einhvern óþarfa ef ég fengi að ráðstafa þeim sjálfur, kannski í sjónvarpsstöðvar sem eru nær áhugasviði mínu, eða sem framleiða meira af nýju efni en gömlu? Ég leyfi mér að spá því að það muni hins vegar ekkert breytast í þessum efnum á árinu 2017. Eða 2018. Eða næstu ár þar á eftir. sgs@mbl.is Stefán Gunnar Sveinsson Pistill Sjónvarp í fimmtíu og eitt ár! STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Hlutabréf í japanska bíla-framleiðandanumToyota lækkuðu í verðií lok síðustu viku eftir að Donald Trump, væntanlegur forseti Bandaríkjanna, virtist hóta að setja innflutningstolla á bíla frá fyrirtækinu vegna áforma þess um að reisa bílaverksmiðju í Mexíkó. „Toyota Motor segist ætla að reisa nýja verksmiðju í Baja, Mexíkó, til að smíða Corolla-bíla fyrir Bandaríkin. ALLS EKKI! Reisið verksmiðjur í Bandaríkj- unum eða greiðið háa landamæra- skatta,“ skrifaði Trump á Twitter, samfélagsvefnum sem hann notar gjarnan til að koma skoðunum og stefnumálum sínum á framfæri. Trump var með þessu „tísti“ að bregðast við yfirlýsingu Hiro- shige Seko, viðskiptaráðherra Jap- ans, sem sagði að japanski bílaiðn- aðurinn hefði stuðlað að því að skapa 1,5 milljónir starfa í Banda- ríkjunum og ný ríkisstjórn Banda- ríkjanna yrði að skilja að japanskir bílaframleiðendur hefðu lagt mikið af mörkum til að styrkja banda- rískan efnahag. Tíst Trumps var raunar óná- kvæmt því Toyota hefur þegar reist verksmiðju í Baja skammt frá landamærum Mexíkó og Kalíforníu og þar eru framleiddir Tacoma- pallbílar. Fyrirtækið boðaði hins vegar fyrir tæpu ári, að önnur verksmiðja yrði reist í Guanajuato- fylki í Mexíkó og framleiðsla gæti hafist þar árið 2019. Framkvæmdir við verksmiðjuna hófust í nóv- ember sl. 136 þúsund vinna hjá Toyota í Bandaríkjunum Toyota sagði í yfirlýsingu eftir tíst Trumps, að fyrirtækið hlakk- aði til að vinna með nýrri ríkis- stjórn Bandaríkjanna við að tryggja hagsmuni neytenda og bílaframleiðenda. Ný verksmiðja í Guanajuato í Mexíkó muni ekki leiða til þess að framleiðsla dragist saman eða starfsmönnum fyrir- tækisins fækki í Bandaríkjunum. Nú starfa um 136 þúsund Banda- ríkjamenn í 10 verksmiðjum Toyota í landinu. Í kosningabaráttunni fyrir for- setakosningarnar í nóvember á síð- asta ári lagði Trump m.a. áherslu á að flytja framleiðslustörf aftur til Bandaríkjanna. Sagðist hann ætla að berjast gegn óheiðarlegum við- skiptaaðferðum sem hefðu skaðað landið. Ford hættir við Bandaríski bílaframleiðandinn Ford tilkynnti í síðustu viku að hætt hefði verið við áform um að reisa bílaverksmiðju í Mexíkó eftir að Trump gagnrýndi þau. Trump hefur einnig gagnrýnt bílafram- leiðandann General Motors fyrir að flytja bíla, framleidda í Mexíkó, til Bandaríkjanna. GM segir raun- ar að um afar fáa bíla sé að ræða. Carlos Ghosn, forstjóri bíla- framleiðandans Nissan, sagði á föstudag að allir bílaframleiðendur myndu fylgjast náið með þróun og hugsanlegum breytingum á norðuramerísku regluverki í kjöl- far þess að Trump tekur við emb- ætti forseta Bandaríkjanna 20. jan- úar. „Ef NAFTA tekur breyt- ingum munum við að sjálfsögðu laga okkur að nýjum reglum,“ sagði Ghosn við blaðamenn á bíla- sýningu í Las Vegas. NAFTA er fríversl- unarsamningur milli Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada. Trump hefur sagt að hann vilji endur- skoða þann samning eða jafnvel segja honum upp. Trump storkar bíla- verksmiðjum með tísti AFP Toyota Gestir í sýningarsal Toyota í Tókýó í síðustu viku. Hlutabréf fyrir- tækisins lækkuðu eftir tíst Trumps um fyrirhugaða verksmiðju í Mexíkó. Trump lýsti því ítrekað yfir í kosningabaráttunni á síðasta ári að hann vildi láta reisa vegg á landamærum Bandaríkj- anna og Mexíkó og að Mexíkó- stjórn yrði neydd til að greiða fyrir þá framkvæmd. Nú hafa stuðningsmenn Trumps í Bandaríkjaþingi gefið til kynna, að sótt verði um fjárveitingu fyrir slíkri framkvæmd við fjár- lagagerð nú í apríl því það liggi á. Trump tísti að Mexíkóstjórn yrði neydd til að greiða þenn- an kostnað við veggjarbygg- inguna síðar. „Efnahagur Mexíkó er háður bandarískum neytendum. Donald Trump er með öll hæstu trompin í þessu máli,“ sagði Chris Collins, þing- maður repú- blikana, við CNN. Trump vill fjárveitingu MEXÍKÓVEGGUR Donald Trump

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.