Morgunblaðið - 09.01.2017, Side 22

Morgunblaðið - 09.01.2017, Side 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2017 Jóhannes Felixson bakarameistari er 50 ára í dag og hélt upp á af-mælið sitt í gær í Turninum og mættu rúmlega 100 manns.Fyrirtæki hans, Jói Fel, fagnar einnig 20 ára stórafmæli á árinu, en það var stofnað árið 1997. „Við erum komin með fimm útibú og um 80 manns í vinnu og ég ætla að halda upp á afmæli mitt og fyrirtækisins allt árið. Ég var búinn að ákveða að hætta að skrifa allar þessar bækur og gera þessa sjónvarpsþætti og taka þátt í félagsmálum áður en ég yrði fimmtugur því ég hélt ég yrði svo rosalega gamall þá. En ég hafði m.a. verið formaður Landssamtaka bakarameistara og var prófdóm- ari til margra ára í Menntaskólanum í Kópavogi. Ég sagði skilið við þetta allt fyrir tveimur til þremur árum, en nú finnst mér ég ekki vera neitt gamall svo hver veit nema ég komi aftur með eitthvað nýtt og spennandi. Ég fór að hugsa meira um sjálfan mig og fyrirtækið og er stundum líka að teikna og mála. Ég hef líka mikla ánægju af skot- og laxveiði og reyni að sinna því eftir bestu getu.“ Jói hefur frá 2001 verið giftur Unni Helgu Gunnarsdóttur sem hef- ur staðið við hlið hans í fyrirtækinu alla tíð. Börn þeirra eru Ágúst Atli, Tómas Atli, Rebekka Rún og yngstur er Jóhannes Felix. – Á hann síðan að taka við fyrirtækinu? „Hver veit? Hann er þegar byrj- aður í námi í matreiðslu í Menntaskólanum í Kópavogi.“ Morgunblaðið/Eggert Bakarameistarinn Bakaríið hjá Jóa Fel á einnig stórafmæli á árinu. Farinn að hugsa sér til hreyfings á ný Jói Fel er fimmtugur í dag Ó Ólafur J. Proppé fædd- ist í Reykjavík 9.1. 1942 og ólst þar upp til 12 ára aldurs en síðan í Garðahreppi (nú Garðabæ). Hann lauk kennaraprófi frá KÍ 1964, stundaði nám við fram- haldsdeild KHÍ 1972-73, lauk MS- prófi í uppeldissálarfræði frá Uni- versity of Illinois 1976, doktorsprófi (PhD) í uppeldis- og mennt- unarfræði frá sama háskóla 1983 og hefur sótt fjölda námskeiða í uppeld- is-, menntunar- og kennslufræðum. Ólafur var kennari við Hlíðaskóla í Reykjavík 1964-65, Heimavist- arskólann á Jaðri 1964-65, Öldutúns- skóla í Hafnarfirði 1965-74, var barnaverndarfulltrúi Hafnarfjarðar 1964-66, sérfræðingur hjá mennta- málaráðuneytinu 1975-83, stunda- kennari við KHÍ 1975-83 og við HÍ 1977-84 og sérfræðingur í mati á skólastarfi fyrir menntamálaráðu- neytið á Möltu, á vegum UNESCO, haustið 1983, og við mat á þróun- arstarfi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Malaví sumarið 1996. Ólafur var lektor við KHÍ 1983-90, dósent 1990-92, prófessor frá 1992, kennslustjóri 1987-89, aðstoðar- rektor 1991-99, starfandi rektor á haustmisseri 1997 og rektor KHÍ 2000-2008, en hann baðst lausnar eftir að sameiningu KHÍ og HÍ var formlega lokið 2008. Hann hefur síð- an unnið ýmis verkefni fyrir mennta- málaráðuneytið, Alþingi og HÍ. Ólafur hefur tekið þátt í og verið formaður fjölmargra starfshópa og opinberra nefnda um uppeldis- og menntamál. Ólafur gekk ungur í Skátafélagið Hraunbúa í Hafnarfirði, sinnti þar ýmsum trúnaðarstörfum og fyrir Bandlag íslenskra skáta, lauk leið- togaþjálfun fyrir fullorðna skáta, m.a. frá Gilwell Park í London, hefur verið stjórnandi fjölmargra nám- Ólafur J. Proppé, prófessor emeritus og fyrrv. rektor KHÍ – 75 ára Þrjár kynslóðir Hér er jólamaturinn undirbúinn. Frá vinstri: Jón Proppé, Ævar Uggason Proppé og Ólafur Proppé. Menntun kennara og störf björgunarsveita Afmælisbarnið Ólafur Proppé. Hann hefur menntað kennara, sinnt skátastarfi og björgunarsveitum. Anthony Gia Bao Nguyen safnaði peningum með því að hjálpa mömmu sinni við ýmsa hluti heima fyrir og með því að stunda hreyf- ingu, m.a. með því að hlaupa hratt. Hann ákvað fljótlega að pening- urinn sem hann fékk fyrir dugn- aðinn, 5.739 kr., skyldi renna til fátækra barna. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is Fenix PD35Tactical Edition vasaljósið fer vel í hendi og vasa. Tilvalið fyrir veiðimenn, útivistarfólk og þá sem sinna öryggisvörslu. Endursöluaðili: Iðnaðarlausnir ehf. | Hlíðasmári 9 | 201 Kópavogur | Sími 577 22 33 Ljósstyrkur: 1000 lumens Drægni: 200 m Lengd: 137 mm Þvermál: 25,4 mm Þyngd: 89 g (fyrir utan rafhlöðu) Vatnshelt: IPX-8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.