Morgunblaðið - 09.01.2017, Page 23
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2017
skeiða fyrir skátaforingja, félaga í
hjálparsveitum skáta og annað
björgunarsveitafólk frá 1960, var
fyrsti formaður Gilwell-hringsins,
1963, situr í stjórn Bandalags ís-
lenskra skáta frá 2011, formaður
fræðsluráðs Bandalags íslenskra
skáta frá 2011, var formaður Hjálp-
arsveitar skáta í Hafnarfirði í 11 ár,
formaður Landssambands hjálp-
arsveita skáta (LHS) 1971-73 og
1989-91, formaður Landsbjargar,
landssambands björgunarsveita,
1991-99 (eftir sameiningu Lands-
sambands hjálparsveita skáta og
Landssambands flugbjörgunar-
sveita), formaður Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar (eftir sameiningu
Landsbjargar og Slysavarnafélags
Íslands) 1999-2000, stjórnaði að-
gerðum björgunarsveita í Vest-
mannaeyjum fyrstu 10 daga gossins
1973, starfaði í starfshópum og op-
inberum nefndum um almanna-
varna- og björgunarmál og sat í Al-
mannavarnaráði ríkisins 1996-2000.
Ólafur var formaður Samtaka ís-
lenskra kennaranema 1963-65, sat í
stjórn Samtaka norrænna kennara-
nema 1963-65 og Félags barnakenn-
ara á Reykjanesi 1972-74, var rit-
stjóri Foringjans 1961-63,
Fjarðarfrétta 1969-73 og Mennta-
mála 1974-75, formaður Samtaka
áhugafólks um uppeldis- og mennta-
mál (SÁUM) 1982-83, sat í bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar 1986-90, var
formaður skólanefndar Álftaness
2006-2010, var einn af stofnendum
Hraunavina og sat í stjórn félagsins í
sex ár, formaður Almannaheilla –
samtaka þriðja geirans 2013-2015,
hefur setið í nefnd um málefni aldr-
aðra í Garðabæ frá 2014 og í stjórn
Félags áhugafólks um sögu Bessa-
staðaskóla frá 2015.
Ólafur hefur verið sæmdur fjölda
heiðursmerkja af skátahreyfing-
unni, var sæmdur riddarakrossi ís-
lensku fálkaorðunnar 1995 fyrir
störf að björgunarmálum, Gullmerki
Slysavarnafélags Íslands 1999, heið-
ursskildi Slysavarnafélagsins
Landsbjargar 2008 og Skátakveðj-
unni úr gulli 2014.
Fjölskylda
Eiginkona Ólafs er Pétrún Pét-
ursdóttir, f. 26.8. 1942, fyrrv. for-
stöðumaður Hafnarborgar. For-
eldrar hennar voru Pétur Árnason, f.
18.6. 1905, d. 8.6. 1942, skipstjóri í
Reykjavík, og Maríanna Elíasdóttir,
f. 13.6. 1916, d. 10.8. 1991, húsfreyja í
Hafnarfirði. Fósturfaðir Pétrúnar
var Jón Björnsson, f. 16.10. 1909, d.
22.3. 1996, vélstjóri í Hafnarfirði.
Börn Ólafs og Pétrúnar eru Jón
Sverrir Proppé, f. 20.2. 1962, heim-
spekingur og listfræðingur í Reykja-
vík, en kona hans er Guðrún Björk
Kristjánsdóttir íslenskufræðingur;
Óttarr Ólafur Proppé, f. 7.11. 1968,
alþingismaður í Reykjavík, en kona
hans er Svanborg Þórdís Sigurðar-
dóttir bóksali, og Ragnheiður Hulda
Proppé, f. 23.1. 1971, mannfræð-
ingur í Reykjavík.
Ólafur og Pétrún eiga þrjú barna-
börn, Ólöfu Öndru (dóttir Jóns), og
Ævar og Krumma (synir Huldu).
Systkini Ólafs: Óttar Proppé, f.
25.3. 1944, d. 11.9. 1993, m.a. ritstjóri
Þjóðviljans, bæjarstjóri á Siglufirði
og síðast fjármálastjóri Hafnarfjarð-
arhafnar; Friðbjörg Proppé, f. 5.2.
1950, starfar á Hrafnistu í Hafn-
arfirði; Hrafnhildur Proppé, f. 20.6.
1952, flugfreyja í Garðabæ.
Foreldrar Ólafs voru Óttarr
Proppé, f. 19.2. 1916, d. 6.12. 2007,
forstjóri í Reykjavík, og Guðrún
Hulda Proppé, f. 28.8. 1917, d. 27.12.
1980.
Úr frændgarði Ólafs J. Proppé
Ólafur J.
Proppé
Þorbjörg Snæbjörnsdóttir
húsfreyja á Efri-Sýrlæk,
flutti til Kanada
Friðleifur Jónsson
b. á Efri-Sýrlæk, Árn.,
flutti til Kanada
Friðbjörg Friðleifsdóttir
húsfreyja í Rvík
Gísli Jóhannesson
trésmiður í Rvík
Guðrún Hulda Proppé
húsfr. í Rvík og í Garðabæ
Valgerður Andrésdóttir
húsfreyja á Jaðri á
Akranesi og víðar
Jóhannes Jónsson
b. á Jaðri á Akranesi
og víðar
Hrafnhildur
Proppé
húsfr. í
Garðabæ
Carl Proppé
verslunarstj. á Þingeyri
Ólafía Gísladóttir
húsfr. í Kópavogi
Óskar Gíslason
gullsmiður í Rvík
Andrea
Gísladóttir
húsfr. og
sauma-
kona í Rvík
Óttar Proppé
ritstjóri
Þjóðviljans
og bæjarstj.
á Siglufirði
Hulda
Dögg
Proppé
kennari og
söngkona
Carla Hanna
Proppé
húsfr. í Rvík
Björg Atla
myndlistarmaður
Edda Óskarsdóttir
myndlistarmaður
Jóhanna Sigríður
Guðmundsdóttir
húsfr. í Noregi
Ólafur Guðmundsson
kennari í Rvík
Hugo Lárus
Þórisson
sálfræðingur
Andrea
Gylfadóttir
söngkona
Hróar Hugosson
mannauðsfulltrúi
hjá Matís
Kolbeinn
Óttarsson
Proppé
blaðamaður
og alþm.
Jóna Ingibjörg
Örnólfsdóttir
húsfr. á Flateyri
og Þingeyri
Jónas Thorsteinsson Hall
verslunarstj. á Flateyri
Áslaug Hall Proppé
húsfr. á Þingeyri og í Rvík
Ólafur J. Proppé
forstj. á Þingeyri
og í Rvík og alþm.
Óttarr Proppé
forstjóri í Rvík
Helga Jónsdóttir Proppé
húsfreyja í Hafnarfirði
Claus Eggert Dietrich Proppé
bakarameistari í Hafnarfirði
Hjörtur Hjartar fæddist 9.janúar 1917 á Þingeyri viðDýrafjörð. Foreldrar hans
voru Ólafur R. Hjartar járnsmiður
þar, f. 1892, d. 1974, og k.h. Sigríður
Egilsdóttir, f. 1893, d. 1980.
Hjörtur brautskráðist frá Sam-
vinnuskólanum árið 1937 en áður
hafði hann stundað verslunarstörf
hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga á ár-
unum 1931 til 1936. Hann varð kaup-
félagsstjóri Kaupfélags Önfirðinga á
Flateyri á árunum 1937 til 1945 og
kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi
Siglfírðinga á árunum 1945 til 1952,
er hann tók við stöðu fram-
kvæmdastjóra Skipadeildar Sam-
bands íslenska samvinnufélaga. Því
starfi gegndi hann til ársloka 1976.
Hjörtur átti sæti í stjórn Sam-
vinnusparisjóðsins og síðar í banka-
ráði Samvinnubankans frá stofnun
árið 1963. Hann sat í stjórn Áburð-
arverksmiðjunnar hf. og síðar í
stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins
frá árinu 1964. Einnig var hann í
stjórn Olíufélagsins hf. frá 1967 og
var stjórnarformaður í mörg ár.
Hann átti sæti í stjórn Vinnumála-
sambands Samvinnufélaga og samn-
inganefndum fyrir það um margra
ára skeið. Hann sat auk þess í
stjórnum fjölmargra fyrirtækja á
vegum samvinnuhreyfmgarinnar.
Hjörtur var í stjórn Framsókn-
arfélaga í V.-Ísafjarðarsýslu, á
Siglufirði og í Reykjavík í allmörg
ár. Hann sat auk þess í ýmsum
nefndum og ráðum, svo sem í hafn-
arnefnd á Siglufirði og sat eitt kjör-
tímabil í stjórn Bæjarútgerðar
Reykjavíkur.
Greinasafn Hjartar, Á líðandi
stund – nokkur rök samvinnumanna,
kom út 1984.
Eiginkona Hjartar var Guðrún
Jónsdóttir Hjartar kennari, f. 23.11.
1915, d. 14.12. 2009. Foreldrar henn-
ar voru Jón Jónsson, bóndi og al-
þingismaður í Stóradal í Austur-
Húnavatnssýslu, og k.h. Sveinbjörg
Brynjólfsdóttir. Börn Hjartar og
Guðrúnar eru Jóna Björg, Sigríður
Kristín, Elín og Egill.
Hjörtur lést 14.1. 1993.
Merkir Íslendingar
Hjörtur
Hjartar
90 ára
Aðalheiður Gunnarsdóttir
Andrea Kr. Þorleifsdóttir
Ragnheiður E. Guðmunds-
dóttir
85 ára
Helga Jónsdóttir
Ólafur Sigurgeirsson
Reynir Þorkelsson
80 ára
Guðmundur Hjörtur Ákason
Kristinn G. Álfgeirsson
Snorri Hannesson
Tormod Engebretsen
75 ára
Erlingur Viðar Leifsson
Eysteinn Björnsson
Jónína Bjarnadóttir
Leonard George Robert
Horne
Lillý Jónsdóttir
Ólafur J. Proppé
Sigrún Löve
70 ára
Arnar Guðmundsson
Guðleif Sigurðardóttir
Stefán Jónsson
Vigdís A. Jónsdóttir
Þórhallur Aðalsteinsson
60 ára
Ari Sævar Michelsen
Árni Þorvaldsson
Einar Valur Kristjánsson
Elías Hákonarson
Hróðmar Hafsteinn Haf-
steinsson
Ingólfur Sigurjónsson
Kristín Finnbogadóttir
Kristín Ingibjörg Gunnarsd.
Líney Soffía Daðadóttir
Martin Guðmundsson
Mary Anna Campbell
Ólafur Örn Þorláksson
Runólfur Þór Sigurðsson
Salvör Kristín Héðinsdóttir
Sigurlína Kristín Magnúsd.
Þorgrímur Sverrisson
Þorsteinn Óli Sigurðsson
Þuríður Una Pétursdóttir
50 ára
Ásmar Örn Brynjólfsson
Bjarki S. Aðalsteinsson
Böðvar Baldursson
Einar Þórisson
Grigory Ter-Martirosov
Guðrún Helga Jónsdóttir
Hafdís Viggósdóttir
Helga Margrét Sigurðard.
Joanna Barszczewska
Jóhanna Svavarsdóttir
Jóhannes Felixson
Kolbrún Garðarsdóttir
Signý Eiríksdóttir
Sigríður Anna Guðjónsd.
Sigurbjörn Á. Ragnarsson
Sigurður Halldórsson
Teitur Örlygsson
40 ára
Bergþór Sigurðsson
Inga Fríða Guðbjörnsdóttir
Nikola Trbojevic
Sturla Guðlaugsson
Sævar Örn Hallsson
30 ára
Anna Sæunn Ólafsdóttir
Ásdís Ósk Elfarsdóttir
Heiðrún Ólöf Jónsdóttir
Heimir Hallgrímsson
Hrafnhildur Elínardóttir
Hrafn Þráinsson
Marek Behán
Sunna Rut Þórisdóttir
Tinna Dórey Pétursdóttir
Þormar Ellert Jóhannsson
Þór Sveinsson
Til hamingju með daginn
40 ára Sturla er Akur-
nesingur og er eigandi
trésmiðjunnar Vegamóta.
Maki: Arna Magnúsdóttir,
f. 1980, svæfingahjúkr-
unarfræðingur.
Börn: Stefán Bjarki, f.
1995, Bára Valdís, f.
2002, Magnús Ingi, f.
2007, og Vala María, f.
2008.
Foreldrar: Guðlaugur Þór
Þórðarson, f. 1948, d.
2005, og Kristín Magnús-
dóttir, f. 1948.
Sturla
Guðlaugsson
30 ára Anna Sæunn er frá
Bjarnarstöðum í Bárðar-
dal, S-Þing., en býr á
Akureyri. Hún er kvik-
myndagerðarkona og rek-
ur fyrirtækið NyArk Media.
Maki: Jóhann Ari
Jóhannsson, f. 1986, lög-
reglumaður í Reykjavík.
Sonur: Huginn Haukur, f.
2012.
Foreldrar: Ólafur Ólafs-
son, f. 1959, og Friðrika
Sigurgeirsdóttir, f. 1959,
bændur á Bjarnarstöðum.
Anna Sæunn
Ólafsdóttir
40 ára Inga Fríða er Kefl-
víkingur og er flugfreyja
hjá Icelandair.
Maki: Anton Már Ólafs-
son, f. 1977, viðskipta-
fræðingur í Danmörku.
Börn: Sara Rún, f. 1996,
Bríet Sif, f. 1996, Eygló
Nanna, f. 2003, og Davíð
Breki, f. 2010.
Foreldrar: Guðbjörn
Bjarni Bjarnason, f. 1949,
og Sigurlaug Nanna Þrá-
insdóttir, f. 1951. Þau eru
bús. í Keflavík.
Inga Fríða
Guðbjörnsdóttir
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is
„Veist þúað skilgreining
áhitabreytist eftir aldri?
ThermoScan7eyrnahita-
mælirinnminnveit það.“
Braun ThermoScan
eyrnahitamælar fást í öllum
lyfjaverslunum
ThermoScan® 7