Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Blaðsíða 3

Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Blaðsíða 3
Páll H. Pálsson forseti Evrópustjórnar Kiwanishreyfingarinnar: „Kiwanis léttir lífið” Kæru Kiwanisfélagar. Þann 1. október hóf Asgeir Hjörleifsson störf sem umdæmisstjóri yfir hinu sjálf- stæða, íslenzka umdæmi. Þetta eru mjög merk tímamót í sögu Kiwanishreyfingar- innar hér á landi og í Evrópu. ísland er minnsta landið, sem á aðild að Kiwanis- hreyfingunni í Evrópu, en samt erum við þeir fyrstu, sem öðlumst þá sérstöku við- urkenningu og virðingu að verða sjálf- stæðir. Reyndar voru erlendir Kiwanis- bræður okkar að sýna okkur sérstakan skilning á vandamálum okkar, sem stöf- uðu af þeirri einangrun og fjarlægð frá öðrum Evrópulöndum, sem við búum við. En höfuðástæðan fyrir því, að okkur var veittur þessi mikh trúnaður, var að hér hefur Kiwanisstarfið staðið með slíkum blóma, að til fyrirmyndar þykir. A þessari stundu vil ég því nota tæki- færið og færa ykkur öllum þakkir fyrir framúrskarandi vel unnin störf á liðnum árum. Og ekki skyldum við gleyma Sina- wik-systrunum, sem hafa verið okkur mjög öflugur bakhjarl í starfinu. A Evrópuþingi Kiwanis í Strassbourg síðastliðið sumar hlotnaðist mér svo sá mikli heiður, að verða kosinn forseti hreyfingarinnar fyrir næsta starfstímabil. Þarna nutum við aftur hins góða orðstírs, sem fer af starfi Kiwanismanna hér á landi. Það voru duttlungar örlaganna, að þessi vegtylla skyldi falla mér í skaut; margir af fyrirrennurum mínum voru þess betur umkomnir. I upphafi þessa starfstímabils langar mig að staldra við og hyggja að því, sem ég tel vera til enn frekari vegsauka fyrir okkar ágæta Kiwanisstarf. Vil ég hvetja alla Páll H. Pálsson. Kiwanisklúbba landsins til að hyggja ao þessum málum og reyna hvort framkvæmd þeirra gæti ekki gefið Kiwanisstarfinu aukið gildi fyrir bæjarfélagið þar sem þið starfið, og fyrir þjóðfélagið í heild. A seinasta ári bar oft á góma starfsemi K Klúbbanna. Það er fögur og göfug hug- sjón að styðja ungdóminn. Sérstaklega er ástæða til að styrkja hann nú á tímum, þegar fleiri hættur steðja að honum en nokkru sinni fyrr. Sjálfsagt er að efla og styðja þá fórnfúsu menn innan Kiwanis- hreyfingarinnar, sem eru reiðubúnir að fórna tíma og peningum til að stofna og viðhalda K-Klúbbunum. Það er heilög skylda okkar að styrkja þá og styðja á alla lund. En í þessu sambandi langar mig að K-FRÉTTIR — 3

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.