Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Blaðsíða 9

Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Blaðsíða 9
Vestmannaeyingar ,,slá öllum við” Hinn 14. október síðastliðinn komu fé- lagar úr Kiwanisklúbbnum Helgafelli, Vestmannaeyjum, saman til fundar í húsi sínu, „Nausthamri“. Fyrir fundi þessum lá að skipta um stjorn o. fl. Fráfarandi for- seti, Hörður Bjarnason, las skýrslur síð- asta starfsárs og minntist sérstaklega tveggja mál, er varða starfið út á við, en það var gjöf til sjúkrahússins nýja, „Fóstra“, eða súrefniskassi fyrir unga- börn, mjög vandað tæki, og annað mál, það er „Vinnustofa aldraðra“. Húsnæðið ,sem bæjarstjórnin lánaði mjög fúslega, er í kjallara sjúkrahússins nýja, bjart og rúmgott. Klúbburinn hefur keypt húsgögn í vinnustofu og kaffistofu og eitt og annað er til starfseminnar þarf. Þarna er svo ætlast til að aldraðir menn geti komið og unnið létt störf, t. d. setja upp línu, skera af netum o. fl. í líkum dúr. Þarna á ekki að vera neinn ákveðinn vinnudagur, heldur komi menn og fari þegar þeir vilja. Fyrir vinnu sína fá svo menn greiðslu, en mest væri um vert ef vel tækist að stytta öldruðum stundir á þennan hátt. A fyrsta ári klúbbsins kom fram mikill áhugi á að eignast eigið húsnæði yfir starf. semina. Fljótlega var kosin nefnd er skyldi 90.000 krónur til að standa undir kostnaði við þjálfun Margrétar Magnúsdóttur sem fóstru fyrir undirbúningsdeild barna yngri en 6 ára, sem tekur til starfa í ársbyrjun 1972 að Háaleitisbraut 13. Áætlaður kostn- aður vegna sex mánaða dvalar Margrétar í Svíþjóð var 90.000 krónur, auk ferða- kostnaðar. V. H. Vilhjálmsson, forseti Nes, afhenti Friðfinni Olafssyni, stjórnarmeð- limi Styrktarfélags fatlaðra og lamaðra, áðurnefnda gjöf. leita eftir hentugu húsi og viðráðanlegu til kaups. Eftir dálitla yfirvegun taldi hún helzt koma til greina húsið Njarðarstígur 2. Klúbbfélagar fóru svo allir eftir fund einn og eyddu kvöldstund í að skoða hús- ið ,sem var svo samþykkt að kaupa. End- anlegt kaupverð var ca. 900.000 krónur. Stofnað var hlutafélagið „Nausthamar'1. Hver félagi tók á sig víxil að upphæð kr. 30.000. Af þeim gaf hver félagi Kiwanis- klúbbnum Helgafelli 15.000 kr., en fékk síðan 15.000 kr. hlutabréf. Þannig átti klúbburinn helming á móti félögunum. (Þannig stóðu málin þar til á fundi 28. okt. s.l. var samþykkt að félagarnir gæfu hlut sinn, þannig að nú á Helgafell húsið). Er við tókum við húsinu var það í mestu niðurníðslu. Rúður brotnar, miðstöðvar- kerfi ónýtt, raflögnin öll í mestu óreiðu, og varla hægt að þverfóta fyrir drasli. Hússtjórn var kosin, sem sá um að raða mönnum í vinnuflokka og var fyrsti flokk- urinn hreinsunardeild, sem sá um að hreinsa kjallara og hæð undir málningu. Síðan voru menn valdir til að annast mál- un, pípulagnir, raflögn, smíðar og múrun o. þ. h. Þetta fyrsta haust var unnið af miklum krafti. Miðstöðvarkerfi og raflögn lagfært, hæð og kjallari máluð og komið í leigu undir verzlun (og við þar með farnir að hala inn peninga). Ris hússins, þar sem klúbburinn hefur samkomusal, var einangrað. Er komið var að jólum duttu framkvæmdir niður þar til næsta haust. Þá var risið klætt að innan, útbúið stigahús og stigi upp, formuð voru snyrti- herbergi. Aftur varð hlé þar til í fyrrahaust 1970 að gengið var í að ljúka verkinu. Þá var veggfóðrað uppi og niðri, hreinlætistækj- um komið fyrir, smíðuð húsgögn. (Eina vinnan, sem keypt var út, var að ganga frá K-FRÉTTIR— 9

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.