Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Blaðsíða 22

Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Blaðsíða 22
Saltvíkurhátíð Esju og Heklu í júnl s.l. sem var einkum fyrir börn Kiwanisfélaga tókst mjog vel. Esjufélagar hafa ýmislegt verið að að- hafast á undanförnum mánuðum, sem er athyglisvert. Félagar úr klúbbnum fóru um nokkrar helgar á s.l. vori og unnu að breytingum á húsum í Saltvík, sérstaklega var unnið við að laga og breyta fjósinu. Smíðuðu bekki í básana og máluðu fjósið í hólf og gólf. Esjufélagar hafa sinnt starfi Hjálpar- sjóðs æskufólks og hafa stutt það starf. Eitt af markmiðum sjóðsins er að stuðla að því að skapa olbogabörnum eðlilegt heimilislíf og hafa Esjufélagar styrkt eina slíka fjölskyldu með félagslegri aðstoð. Aðal fjáröflunarleið klúbbsins verður sala á sjúkratöskum. Þetta er mikið fyrir- tæki og þarfnast mikils undirbúnings, en er nú það langt komin, að aðal salan hefst á næstu vikum. Sjúkratöskurnar eru framleiddar á veg- um klúbbsins og eru mjög þægilegar til notkunar í bíla og á heimilum. Þær verða seldar með öllum helztu vörum, sem nauð- synlegar eru til að hafa við hendina, ef slys ber að höndum. Hér er farið inn á nýja braut í fjáröflun á vegum Kiwanis- klúbbs og sameinar tvennt. I fyrsta lagi: bendir mönnum á nauðsyn þess að hafa slík hjúki’unargögn við hendina, og í öðru lagi: fjáröflun fyrir klúbbinn til fram- kvæmda á öðrum vettvangi. Esjumenn hafa einnig látið framleiða bauka, til að hafa við síma. Þar geta menn sett í smápeninga sem greiðslu fyrir notk- un á síma, þar sem greiðsla er ekki tekin. Þetta eru allt mjög athyglisverðar fram- kvæmdir og ánægjulegar. 22 — K-FRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.