Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Blaðsíða 14

Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Blaðsíða 14
Um starf Kaldbaks Félagatala og stofnun nýrra klúbba í lok síðasta starfsárs (21. okt. 1971) voru skráðir félagar í klúbbnum 34 og hafði fjölgað um 6 á árinu. Alls hafa 48 menn gengið formlega í klúbbinn, en eru nú 43. Má rekja þessa fækkun að mestu leyti til straumþunga „Suðurár“. A síð- asta starfsári var, fyrir frumkvæði Kald- baks, stofnaður Kiwanisklúbbur á Siglu- firði og fór fullgildingarhátíðin fram þann 10. júlí 1971 og hlaut hann nafnið Skjöld- ur. Sakar ekki að geta þess að Hrólfur á Dalvík var fullgiltur aðeins deginum áður að frumkvæði Kiwanisklúbbsins Öskju á Vopnafirði. Þótt segja megi að bræður vorir á Vopnafirði hafi sökum vinnugleði sinnar seilst inn á óopinbert umráðasvæði Kaldbaks og stuðlað að stofnun klúbbs, svo að segja við bæjardyr okkar, hefur það eingöngu orðið til góðs fyrir alla hlut- aðeigandi og stuðlað að enn nánari kynn- um og skilningi milli klúbbanna á Norð- urlandi en ella hefði orðið. Þá má geta þess að nýr Kiwanisklúbbur er nú í að- lögun í Mývatnssveit fyrir tilstuðlan Kald- baks. Má segja að starfsárið fari vel af stað með meiri aukningu í félagatölu en áður, og stofnun nýs klúbbs í aðsigi, sem er í fullu samræmi við stefnu þá, er sjö- menningarnir í Ziirich settu fram s.l. sum- ar, þ. e. „fleiri félagar, fleiri klúbbar“. Fundarhöld og samkomur Frá upphafi hafa verið haldnir 138 fund- ir í klúbbnum; 80 almennir fundir og 58 stjrónarfundir. Almennir fundir eru haldnir árið um kring, hálfsmánaðarlega á veturna, en mánaðarlega á sumrin. Stjórnarfundir eru hins vegar eingöngu hálfsmánaðarlega á veturna að öðru jöfnu. Ymsir fyrirlesarar hafa verið fengnir á 14 — K-FRÉTTIR almenna fundi og urðu þeir 12 talsins s.l. starfsár og 4 það sem af er þessu. Fluttu þeir erindi um ýmsar greinar heilbrigðis- mála (s. s. bindindismál, endurhæfingu bæklaðra og kennslu vangefinna), bók- menntir, kvenréttindamál, náttúruvernd- armál, æskulýðsmál, íþróttamál, kristni- boð o. fl. Mætingar á fundum hafa undan- tekningalítið verið mjög góðar. Þá var svæðisþing haldið á svæði Óðins hér í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri þann 9. október 1971. Tókst það að flestra dómi vel og ekki spillti endirinn, en hann varð ekki endasleppur í höndum Sinawik- kvenna um kvöldið við dans og söng. Geta má þess, að nokkrir Kaldbaksmenn og konur þeirra sóttu Dalvíkinga heim á ára- mótafund Hrólfsmanna þann 30. des. 1971. Var þá stungið upp á því að Kiwanisbræð- ur á Akureyri og Dalvík skiptust á að sækja hvor annan heim, þar sem Hrólfs- bræður yrðu gestgjafar á áramótafundi sínum, en Kaldbaksbræður á árshátíð sinni. Féll uppástunga þessi strax í góðan jarðveg. Jólatrésfagnaður fyrir börnin var hald- inn um nýárið eins og vant er. Tekjuöflun og styrktarmálefni Sú tekjuöflunarleið, sem hefur gefið mest í aðra hönd, er sala páskaeggja, eða um 110 þús. kr. s.l. ár. A síðasta starfsári var einnig gefin út viðskiptaskrá að dæmi Eldborgarmanna í Hafnarfirði. Ágóðinn varð sem næst 75 þús. kr. Þá er reynt að koma vel út úr árshátíðinni með því að taka Sjálfstæðishúsið á leigu og selja inn, en halda okkar jafnframt í sérsalarkynn- um í húsinu. Stærsta átakið í styrktarmálum klúbbs- ins er stuðmngur við Sjálfsbjörgu, félag

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.