Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Blaðsíða 4

Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Blaðsíða 4
Trimm trimm .... í Hafnarfirði Á síðastliðnum vetri iðkuðu nokkrir félagar úr Eldborg gönguferðir á sunnudags- morgnum. Gengið var um ná- grenni Hafnarfjarðar. Þótti þetta hin bezta skemmtun og ágætasta heilsubót, svo sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Stærsta fjáröflunarleið Eld- borgarbræðra síðastliðið starfs- ár var útgáfa viðskipta- og þjónustuskrár til hagræðis fyr- ir bæjarbúa. Greiddu auglýs- endur ákveðið verð fyrir hverja línu í skránni, en hún var borin inn á hvert heimili í bænum. Undirbúningur vegna útkomu nýrrar skrár er í full- um gangi. Eldborgarmenn i sunnudags-trimmi og kilóin twerfa, eÖa er það ekki? benda á aðrar leiðir, sem að mínu áliti eru æskilegri fyrir okkar hreyfingu. I hinum frjálsa heimi eru starfandi margar alþjóð- legar unglingahreyfingar, sem eiga í vök að verjast, aðallega vegna fátæktar og einnig að miklu leyti vegna skorts á að- stöðu, svo sem húsnæði, tækja, landrýmis og fleiru. Á ég þarna við íþróttafélög, skátafélög, ungmennafélög, góðtemplara og fleiri slíka ópólitíska aðila. Flest þess- ara félaga hafa á að skipa þrautþjálfuðum foringjum, sem hafa alizt upp í félaginu sínu og eru reiðubúnir að vinna því allt það gagn, er þeir geta, án nokkurs endur- gjalds nema þess, að vita sig hafa orðið samfélögum sínum að liði. Er ekki þarna verðugt verkefni fyrir Kiwanisklúbba Ev- rópu? Munum við ekki þarna geta gert jafnvel meira gagn og mundi ekki aðstoð okkar virka fljótar, ef klúbbarnir okkar tækju að sér að styðja starfsemi íþrótta- 4 — K-FRÉTTIR félagsins, eða skátafélagsins í borginni okkar? Þama gætum við látið aðstoðina koma fram í fjárveitingu í eitt skipti fyrir öll, eða sem stöðuga leiðsögn í starfi. Margir okkar hafa á yngri árum starfað í einhverju áðurtöldu félagi. Við eigum ljúfar endurminningar frá gömlum æsku- dögum, sem tengdar eru þessu starfi. Margir okkar hafa þá dýrmætu reynslu í starfi þessara félaga, að við teljum okkur vita, hvað er þeim fyrir beztu. Væri ekki ákjósanlegt að hefja slíkt starf ? Þess vegna legg ég til, að okkar fyrsta markmið á næsta ári verði: VINNIÐ MEÐ UNGDÓMNUM Kiwanishreyfingin í Evrópu hefur nú starfað í nærri níu ár. Vöxtur hennar hef- ur verið hægur en öruggur í fyrstu, en nú fjölgar óðum í hreyfingunni. Á þessum árum hefur hreyfingin hazlað sér völl í þeim löndum, sem hún starfar, svo nú

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.