Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Blaðsíða 13

Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Blaðsíða 13
í nóvember s.l. hélt Hekla sinn 400. fund, en fyrsti undirbúningsfundur að stofnun Heklu, sem jafnframt var fyrsti fundur í nafni Kiwanishreyfingarinnar á íslandi, var haldinn í nóvember 1963. Stofndagur Heklu var svo 14. janúar 1964. Þessi fundur var hátíðarfundur og var boðið til þessa fundar framámönnum Ki- wanishreyfingarinnar ásamt forsetum Ki- wanisklúbba hér í nágrenninu og konum Heklufélaga. Mættu á þessum fundi á ann- að hundrað manns. A þessum fundi barst Heklu að gjöf „frænka“ frá þeim félögum Páli H. Pálssyni, Asgeiri Hjörleifssyni og Bjarna B. Asgeirssyni, einnig sendu Katla og Esja blómakörfu. Hekla og Esja héldu sameiginlegt „Herrakvöld“ í nóvember að Hótel Loft- leiðum. I nóvember hófst undirbúningur að skemmtikvöldi fyrir vistmenn í Hrafnistu, Heklu- starf sem haldið var í janúar í Hrafnistu. Þessa kvöldvöku sóttu á fjórða hundrað vist- menn og starfsfólk. Þar var flutt margs- konar skemmtiefni af atvinnumönnum, á- hugamönnum og Heklufélögum sjálfum. Happdrætti var og fengu allir vinning. Þótti mörgum það merkilegt happdrætti, sem gæfi miðana og úthlutaði vinning á hvert númer. Ymsir vistmenn höfðu ekki heilsu eða aðstöðu til að vera á kvöldvök- unni, og voru þeim færðar gjafir. Forustu- menn Hrafnistu töldu, að þessi kvöldvaka hefði verið sú bezta og fjölmennasta, sem haldin hefði verið í Hrafnistu. Þaklæti til Heklufélaga barst frá vistmönnum og stjórn Laugarásbíós bauð Heklufélögum og konum þeirra á frumsýningu á hinni frábæru mynd Flugstöðin. í vor verður svo farið með vistmenn Hrafnistu í ferðalag um nágrenni Reykja- víkur, eins og gert hefur verið á undan- förnum árrnn. Þann 4. marz verður Konukvöld Heklu haldið í Glæsibæ, og er öllum Kiwanis- mönnum heimil þátttaka. Næstu framkvæmdir í líknarmálum á vegum Heklu eru nú í athugun og mun verða tekin ákvörðun innan tíðar. Kveðja írá íslandsvin Eftirfarandi orð voru hripuð niður af hinum kunna vini íslenzkra Kiwanis- manna, Jakob Jensen, rétt áður en hann hélt heim frá fyrsta umdæmisþingi ís- lenzkra Kiwanismanna: Til Kiwanismedlemer pá Island. Má jeg fá gratulere dere med et meget bra konvent. Det var pá alle máter slik et distrikskonvent bör være. Jeg vil gjeme fá önske de nyvalgte tillitsmenn tillykke med embedene og hápe at de liksom sine forgjengere vil opprettholde og styrke de gode bánd som etterhvert er blitt mellom Kiwanis pá Island og i resten av Norden. Det har vært en stor ære for meg á ha fátt være med pá den historiske begiven- het som dette konvent har vært. Jeg tak- ker for den store gjestfrihet som er blitt vist meg og de mange varme önsker som er blitt meg og min familie tildel. Det har vært en deilig opplevelse á se sá mange av mine venner igjen. Mine beste önsker til dere alle. Mátee jeg snart se dere igjen. Jakob Jensen. K-FRETTIR— 13

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.