Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Blaðsíða 16

Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Blaðsíða 16
Svæðis- þing Sögu Svæðisfundur var haldinn á fjórðungs- svæðinu Sögu laugardaginn 11. september 1971 í Vestmannaeyjum. Þar sem svæðis- stjórinn, Haraldur Gíslason, gat ekki mætt (en hann var veðurtepptur á Hornafirði) setti í hans stað mótið Kristinn Albertsson. Mættir voru á mótið 36 félagsmenn. Krist- inn Albertsson ræddi um svæðismótið og sagði að það væri nauðsynlegt fyrir klúbb- félaga að koma saman eftir hvert starfsár til þess að getað miðlað reynslu hvers klúbbs sem nýir stjórnendur klúbbanna gætu lært mikið af. Bað hann síðan for- menn klúbbanna að gefa skýrslu um stórf klúbbanna á árinu. Einar Kristjánsson gaf skýrslu fyrir Kötlu, Bjarni Magnússon fyrir Eldborgu, Hörður Bjarnason fyrir Helgafell, Guðm. Örn fyrir Keili og Ólafur Haraldsson fyrir Búrfell. Páll H. Pálsson ræddi um húsakaup fyrir hreyfinguna og sagði, að klúbbfélag- ar í Helgafelli hefðu gefið það fordæmi í húsmálum með því að koma sér upp eigið húsnæði hér í Eyjum, að það væri hvatn- ing fyrir aðra klúbba að gera það sama. Kötlufélagar hefðu rætt þetta mál og kom fram tillaga að setja á stað happdrætti, þannig að hver klúbbur tæki vissan miða- fjölda og helmingur af seldum miðum 16 — K-FRÉTTIR væri eign svæðisins, en hinn helmingur- inn eign viðkomandi klúbbs og taldi Páll H. Pálsson að með þessu móti væri hægt að ná inn um 1—2 milljónum króna, sem Umræður spunnust um þetta mál og tóku þessir til máls: Sigurður Tómasson, Gísli Kristjánsson, Bjarni Magnússon og Sveinn Guðbjartsson. Ekki var þessu máli sinnt sem skyldi og má ef til vill kenna um að von var á Ki- wanisfélögum, sem veðurtepptir voru á Hornafirði og var tahð rétt að bíða með þetta mál þar til þeir kæmu (en þeir komu ekki) og var málið ekki tekið upp aftur, vegna þess hve þingið tafðist við að bíða eftir þeim félögum. Hringborðsumræður voru, en þeim er þannig háttað að einn forsvarsmaður var settur fyrir hverju máli á borði og rætt var um þau mál, sem mest varða klúbb- ana. Ræddu fráfarandi formenn við þá, sem eiga að taka við, gjaldkerar, ritarar og ýmsir, sem eru í sérstökum nefndum. Að hringborðsumræðunum loknum gat forsvarsmaður hvers og eins um niður- stöðu á sínu borði. Ný svæðisstjórn var skipuð fyrir Eddu- svæðið og í henni eru Kristinn Alberts- son, Kjartan Kristjánsson og Sveinn Guð- bjartsson. Vígsla Gerpis Vígsluhátíð Gerpis á Neskaupstað verð- ur væntanlega 18. marz n.k. Stjórn klúbbs- ins er þannig skipuð: Forseti: Friðjón Þorleifsson. Varaforseti: Karl H. Bjarnason. Ritari: Þorleifur Már Friðjónsson. Féhirðir: Reynir Jónsson. Meðstj.: Steingrímur Kolbeins, Jón Svanbjömsson, Jón Mýrdal. Fundir Gerpis fara fram í Hótel Egils- búð á sunnudögum kl. 16.

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.