Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Blaðsíða 23

Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Blaðsíða 23
-dagur Þrátt fyrir að Kiwanishreyfingin hafi ekki starfað mörg ár á Islandi, hefur hún þegar sannað tilverurétt sinn. Alls staðar þar sem Kiwanisklúbbar hafa verið stofn- aðir ,hafa þeir látið að sér kveða á ýmsa lund. Starf þeirra hefur vakið athygli og um- tal, og allir þeir sem kynnzt hafa starfi hreyfingarinnar eru sammála um, að hún hafi þegar reist sér glæsilega minnisvarða víða um land. Þetta starf sem þegar er unnið og hefur tekizt svo vel, er góður grunnur undir frekara starf. Þrátt fyrir gott starf og ánægjulegt, virðist sem allmargir landsmenn hafi ým- islegt við þessa þjónustuklúbba að athuga, ekki eingöngu Kiwanisklúbbana, heldur Lions, Rotary o. fl. þjónustuklúbba. Við heyrum m. a. frá ýmsum, að þetta séu „snobb“-klúbbar, fylliríis-klúbbar og klúbbar fyrir lélega eiginmenn til að kom- ast að heiman. Það er vissulega ekki gott að heyra slík- an rógburð, og við sem störfum í Kiwanis- hreyfingunni, vitum að slíkur dómur er byggður á þekkingarleysi almennings á hreyfingunni sjálfri, tilgangi hennar og starfi. Þó svo að Kiwanismenn séu ekki sam- mála um það, hvort störf klúbbanna eigi að vinna í kyrrþey eða segja frá þeim í fjölmiðlum, þá held ég að við verðum að halda verkum okkar á lofti. Það er ekki bara til þess að auglýsa hreyfinguna sem slíka, heldur einnig að gera almenningi ljóst að slík samtök eru ekki eingöngu til að framkvæma ákveðin verk í líknarmálum, heldur að hafa áhrif á aðra þjóðfélagsþegna til að gjöra slíkt hið sama. Það er mitt mat að við ættum að halda sérstakan Kiwanisdag ár hvert, þar sem Kiwanisklúbbamir afhentu líknargjafir þær, sem þeir eru ætíð að gefa, hver á sínum stað, allir á sama tíma. Kiwanis- menn héldu t. d. barnaskemmtanir fyrir þau börn, sem ekki geta með góðu móti sótt almennar skemmtanir, héldu skemmt- anir fyrir aldrað fólk o. fl. o. fl. Allt gert m. a. í þeim tilgangi að vekja fólk til um- hugsunar um þá borgara, sem ekki eru færir í allt, og koma fólki í skilning um að starf Kiwanishreyfingarinnar er þjón- ustustarf, þjónusta við samborgarana. Ég tel að slíkur dagur væri heppilegast- ur um sumarmálin, t. d. viku áður en ár- legt umdæmisþing hefst, og gætum við þá borið saman bækur okkar um árangur K-dagsins. Við héldum blaðamannafundi og til- kynntum hvað við gerðum á K-deginum, og hvers vegna við gerðum það. Slíkur dagur gæti orðið okkur upplyfting og hreyfingunni til mikils sóma og síðast en ekki sízt gert okkur að betri mönnum. Eyj. Sig. K-FRÉTTIR — 23

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.