Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Blaðsíða 19

Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Blaðsíða 19
Svæðis- þing Eddu Svæðisþing Eddu var haldið á Akranesi laugardaginn 4. september s.l. Klúbbar í Eddu-svæðinu eru nú, og miðast það við þá breytingu sem varð formleg 1. októ- ber s.l.: Hekla, Reykjavík, Þyrill, Akra- nesi, Esja, Reykjavík og Nes, Seltjarnar- nesi. Allur undirbúningur að þinghaldinu var í höndum Þyrils, og samkvæmt dagskrá sem svæðisstjórnin gaf út fyrir þingið, hófst það raunverulega föstudagskvöldið 3. september, en þá um kvöldið komu nokkrir Kiwanis-félagar úr Reykjavík og tóku þátt í notalegri samverustund með Þyrilsfélögum og konum þeirra. Morguninn eftir, laugardaginn 4. sept- ember, bættust nokkrir Kiwanisfélagar úr Reykjavík í hópinn, og þ. á m. umdæmis- stjóri Bjarni B. Asgeirsson. Sjálft þinghaldið hófst síðan kl. 11:15 með því að Svavar Sigurðsson, forseti Þyr- ils, bauð þátttakendur velkomna og sagði þingið sett, en síðan tók svæðisstjóri Arn- ór K. D. Hjálmarsson við stjóm þingsins. Bjami B. Asgeirsson, umdæmisstjóri, flutti síðan ávarp. Gat hann um þróun Kiwanis á íslandi s.l. 8 ár eða frá því að vera aðeins einn klúbbur í Reykjavík í það að vera nú orðið sjálfstætt umdæmi innan Kiwanis-Evrópu, og væri þetta fyrsta svæðisþingið sem haldið væri innan Arrtór Hjálmarsson, fyrrv. svaðisstjóri Eddu. íslandsumdæmis. Hann árnaði klúbbum innan svæðisins allra heilla í framtíðinni og kvaðst vona að á næsta þingi yrðu klúbbarnir innan svæðisins orðnir helm- ingi fleiri. Þá tók til máls svæðisstjóri, Arnór K. D. Hjálmarsson. Bauð hann alla velkomna til þingsins og gerði grein fyrir þeim ástæð- um að halda þetta þing á Akranesi. Þyrill væri næstelzti klúbburinn innan svæðis- ins og hefði á skömmum tíma starfað af miklum eldmóði, sem vænta mætti mikils af í framtíðinni. Var því talið eðlilegt að halda þetta þing á Akranesi, og hefði svæðisstjórnin falið Þyrilsfélögum að ann- ast allan undirbúning, sem hefði farið þeim sérstaklega vel úr hendi og flutti hann þakklæti til Þyrilsfélaga fyrir fram- úrskarandi móttöku og góðan undirbún- ing. Ræddi Arnór síðan nokkuð um þingið sem haldið var í Strassbourg s.l. sumar, en þar hlotnaðist Islandi sá heiður, að Páll H. Pálsson var kjörinn forseti KIE fyrir næsta starfsár. Oskaði hann Páli til hamingju með þetta embætti og tóku allir undir það með dynjandi lófataki. K-FRÉTTIR — 19

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.