Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Blaðsíða 10

Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Blaðsíða 10
álkæði á húsgögn þessi, sem hönnuð voru af félögunum). Að síðustu komu svo Sinawik-konur og gengu frá öllum gluggatjöldum og borð- dúkum, og var efni og vinna gjöf þeirra til hússins. Þær hafa að auki fært húsinu marga gripi til skrauts og sýnt mikinn áhuga og fórnfýsi, t. d. sjá þær okkur fyrir fæði annan hvern fund gegn vægu gjaldi. (Einn félaginn sem rekur hér matstofu, hefur séð okkur fyrir mat hina fundina. Hann selur máltíðina á föstu verði, en tek- ur svo aðeins fyrir kostnaði. Mismuninn gefur hann líknarsjóði og er það drjúg upphæð). Nú loks kom að því að hægt var að vígja húsið og komu þá nokkrir góðir Kiwanisbræður í heimsókn, m. a. Greena- way, Jakob Jensen, Einar Jónsson o. fl. Síðan höfum við haft okkar fundi og skemmtikvöld í húsnæðinu, og einnig höf- um við leigt það út til fundarhalda og dansleikja, og hefur ágóðinn af húsaleigu og ölsölu verið dágóður. Teljum við okkur hafa náð þarna í örugga fjáröflunarleið, en áður var aðeins um að ræða ágóða af sæl- gætissölu og blómasölu. Félögunum er skipt niður í þriggja manna hópa, sem taka að sér vinnu við húsið endurgjalds- laust, þegar það er leigt út. Eins og áður var vikið að voru stjórnar- skipti. Kjartan B. Kristjánsson svæðis- stjóri sá um að þakka fráfarandi stjórn og koma hinni nýju að. Skýrði hann hverjum og einum nýjum stjórnarmeðlim í hverju starf hans væri fólgið. Hin nýja stjóm er þannig skipuð: Forseti: Erlendur Eyjólfsson, varafor- seti: Gunnl. Axelsson, ritari: Helgi Guð- jónsson, erl. ritari: Hörður Bjarnason, fé- hirðir: Hallgr. Þórðarson, gjaldkeri: Krist- ján Egilsson. Djammið ★ ★ ★ ★ Konukvöld Heklu í Glæsibæ, efri sal, laugardaginn 4. marz. Spilakvöld Sinawik í Reykjavík í Átthagasal Hótel Sögu sunnudaginn 5. marz. Vígsluhátíð Gerpis, Neskaupstað í Hótel Egilsbúð laugardaginn 18. marz. Umdæmisþing íslenzka umdæmisins í Glæsibæ laugardaginn 29. apríl og sunnu- daginn 30. apríl. (Til að fyrirbyggja mis- skilning vegna heiti þessa dálkar, þá er þetta háalvarlegt þing sem endar með „djammi“ á vígsluhátíð Eldeyjar). Vígsluhátíð Eldeyjar, Kópavogi í Glæsibæ sunnudaginn 30. apríl. Evrópuþing í Mílanó 9.—11. júní Ráðgert er að skipuleggja 15 daga sum- arfrísferð fyrir Kiwanisfélaga og gesti þeirra og er áætlað að hún hefjist 28. maí og ljúki 12. júní. Dvalið verður við bað- strönd á Ítalíu meiri hluta dvalartímans og er áætlaður ferðakostnaður rúmlega kr. 30.000 á mann, auk þátttökugjalds í Mílanó. Allar nánari upplýsingar verða hjá stjórnarmeðlimum Umdæmisins eftir 6. febrúar. Þeir sem hafa hug á því cð dvelja lengur en 15 daga, geta prjónað það við áðurnefnt ferðalag. 10 — K-FRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.