Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Blaðsíða 5
finnst þar enginn maður, sem spyr: „Hvað
er Kiwanis?“ Fjölgun og aftur fjölgun.
Utbreiðsla og meiri útbreiðsla, eru þau
slagorð, sem allir meðlimir hreyfingarinn-
ar verða að tileinka sér. Þetta er ekki ein-
göngu fjárhagslegt atriði fyrir Kiwanis-
hreyfinguna, Það er ekki eingöngu vegna
þess, að meðlimafjöldi hennar veitir henni
styrk og betri aðstöðu í þjóðfélaginu. Það
er fyrst og fremst vegna þess, að það á að
vera einlæg sannfæring okkar, að hver sú
borg eða þorp, þar sem Kiwanisklúbbur
er starfandi ,hefur betri skilyrði til að
geta heitið fyrirmyndarþjóðfélag. Það á
að vera heilög skylda okkar að stuðla að
því, að sem flest bæjarfélög njóti þeirrar
blessunar, sem af einum Kiwanisklúbbi
leiðir. Stjórnmálamennirnir kalla þróuð-
ustu þjóðfélög nútímansvelferðarríki. Vel-
ferðarríkið getur aldrei séð fyrir öllum
eða öllu. I velferðarríkinu mun ætíð ein-
hver verða útundan. Kiwanishreyfingin
tekur við þar sem velferðarríkið þrýtur.
Kiwanishreyfingin sér um þá, sem gleym-
ast í þjóðfélaginu, allt frá ungbörnum á
munaðarleysingjaheimilum til gamla
fólksins á elliheimilinu. Þess vegna leggj-
um við ríka áherzlu á að innprenta öllum
okkar félögum að vera á verði og stofna
Kiwanisklúbba sem víðast. Annað okkar
markmið verður því:
FLEIRI KLÚBBA OG FLEIRI FÉLAGA
Ég þekki land, þar sem Kiwanishreyf-
ingin hefur náð mjög góðum árangri. I
þessu landi eru sennilega flestir Kiwanis-
félagar á hvern landsbúa í öllum heimin-
um. Velgengni þessara Kiwanisfélaga
byggist sennilega á því, að þeim hefur tek-
izt að gera svo margt fleira en stendur
skrifað í lögum og reglugerðum. Félag-
arnir hafa gert eiginkonurnar beina þátt-
takendur í starfinu, bæði við ýmsar fram-
kvæmdir Kiwanisklúbbanna og ekki síður
með stofnun Sinawik í flestum stærri bæj-
um landsins.
Þá hafa Kiwanisfélagarnir bundizt sam-
tökum og vináttuböndum, sem ná út yfir
raðir klúbbanna. I gegnum vinatengsl eru
þeir bundnir svo örugglega saman, að fátt
fær samstarfinu grandað. Hver einstakl-
ingur í þessu samstarfi finnur, að hann er
svo mikilvægur, að hann leggur talsvert
á sig til að samstarfið rofni ekki. Og með
því að leggja eitthvað á sig finnur hver
einstaklingur enn frekar til þeirrar full
nægingar, sem er því samfara, að hafa lát-
ið gott af sér leiða, eða að eiga virkan þátt
í að gott málefni komst í höfn. Það er
þessi sérstaka tilfinning, sem ég vildi óska
að sem flestir Kiwanisfélagar í Evrópu
mættu tileinka sér á komandi ári. Þessi
ósk er e. t. v. bezt skýrð með orðum stór-
skáldsins, sem gæti orðið okkar þriðja
markmið:
AÐ VERA EÐA VERA EKKI
Þær hættur, sem steðja að mannkyninu
í dag, eru bæði öflugri og óhugnanlegri en
nokkru sinni fyrr. Ein bezta lýsing á þess-
ari vargöld er sú, að það er ekki nóg að
drykkjarvatn virðist varla lengur ómeng-
að, heldur er andrúmsloftið að verða eitr-
að. Ysinn og þysinn er að verða svo stór-
kostlegur, að maðurinn líður stórlega tjón
á sálu sinni. Að ég nú ekki tali um ógnir
eiturlyfja og styrjalda.
Þess vegna er allt það, sem beinir huga
og hönd frá daglegu amstri og þrasi, mjög
kærkomið. Fegurra mannlíf — meiri vin-
átta — hjálpsemi og góðvild — eru allt
kenndir, sem vega upp á móti andstreymi
daglegs lífs.
Félagar Kiwanishreyfingarinnar ættuað
vera krossfarar nútímans, sem færu um
alla Evrópu tendrandi kyndla vináttu,
bræðralags og hjálpfýsi. Þessir herskarar
ættu að koma í hverja borg álfunnar til að
hugsjónir hreyfingarinnar mættu þarkom-
ast í framkvæmd til blessunar fyrir sem
flesta íbúana.
Og einstaklingurinn, sem tilheyrir Ki-
K-FRÉTTIR — 5