Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Qupperneq 20

Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Qupperneq 20
Ásgeir B. Guðlaugsson, svæðisgjaldkeri, gaf yfirlit um fjárhaginn, og beindi þeim tilmælum sérstaklega til klúbbanna og gjaldkera þeirra, að gera skil til svæðisins á réttum gjalddögum. Næsti liður á dagskránni var Evrópu- þingið 1971, og flutti Halldór G. Magnús- son, forseti Heklu, mjög greinargóða frá- sögn af ferðalagi þeirra þátttakenda frá Islandi, sem þangað fóru, svo og af þing- haldinu eins og það fór fram, alveg frá byrjun til enda. Komið var nú að liðnum: Onnur mál. Olafur Jensson, forseti Esju, bað félagana um að láta ljós sín skína á þessu þingi með því að taka til máls og hvatti til já- kvæðrar gagnrýni í stað neikvæðrar, sam- anber fyrmefnda grein í D-Nytt. Svavar Sigurðsson, forseti Þyrils, tilkynnti að far- ið yrði með eiginkonur Kiwanisfélaga í stutta kynnisferð til sjúkrahússins og byggðasafnsins eftir hádegið, en jafnframt væri boðaður fundur Sinawik-kvenna með eiginkonum Þyrilsfélaga til þess að ræða stofnun Sinawik-klúbbs á Akranesi. Ásgeir B. Guðlaugsson flutti kveðju frá verðandi umdæmisstjóra, Ásgeiri Hjör- leifssyni, sem var erlendis. Þórir Hall spurðist fyrir um hvort ekki væri tíma- bært og athugandi að koma á vináttu- tengslum við klúbba í öðrum umdæmum með því að íslenzku klúbbamir eignuðust hver sinn vinaklúbb í öðrum löndum. Bjarni B. Ásgeirsson kvað eðlilegt að klúbbar á Islandi hefðu sambönd við klúbba í Norden án milligöngu umdæm- isins eða svæðanna. Að hádegisverði loknum var þingi hald- ið áfram og voru nú fluttar skýrslur frá forsetum klúbbanna. Starfsemi yngsta klúbbsins, Nes á Seltjamarnesi, er enn í mótun, en þegar hefur nokkur fjáröflun farið fram og ráðagerðir uppi um frekari öflun og ráðstöfun fjár. Esja er komin með fasta fjáröflunarleið, sem er sala á sjúkra- kössum og símtölum hjá góðviljuðum með- limum og fyrirtækjum, og hefur þegar á- kveðið að styðja starfsemi Hjálparsjóðs æskufólks auk annarrar starfsemi í þágu æskulýðsins. Þyrilsfélagar hafa verið öt- ulir í sínu starfi, bæði hvað snertir fjár- öflun og styrktarstarfsemi og verður vænt- anlega áframhald á því. Starfsemi Heklu, elzta klúbbsins í svæðinu, hefur verið með svipuðu sniði og undanfarin ár, enda er starfsemi þess klúbbs komin í fastar skorð- ur fyrir löngu. Skýrslur forsetanna, Vil- hjálms H. Vilhjálmssonar (Nes), Ólafs Jenssonar (Esja), Svavars Sigurðssonar (Þyrill) og Halldórs G. Magnússonar (Hekla) voru mjög ýtarlegar og yfirgrips- miklar, og ekki unnt að gera þeim fyllri skil hér. Fóru nú fram frjálsar umræður um störf klúbbanna og tóku til máls svæðis- stjóri, Amór, sem þakkaði forsetunum, ennfremur Eyjólfur Sigurðsson, kjörfor- seti Heklu, sem ræddi af hreinskilni um starfsemi Kiwanisklúbba og gildi Kiwanis hreyfingarinnar fyrir þjóðfélagið í heild. Var ræða hans mjög góð hvatning til klúbbanna að gera enn betur í framtíð- inni og varpaði hann m. a. fram þeirri spurningu hvort íslenzku klúbbarnir gætu ekki sameinast um eitthvað veglegt verk- efni, sem gæti orðið minnisvarði fyrir Kiwanis um ókomna framtíð og haft gildi fyrir þjóðina. Þá ræddi hann um Khvanis- Fréttir sem hann ritstýrir og hvatti klúbb- ana og einstaka meðbmi til að sýna ritinu meiri áhuga með því að senda því greinar og láta í Ijós skoðanir sínar á Kiwanis- málefnum. Var gerður mjög góður rómur að máli Eyjólfs. Þá hófust hringborðsfundir um skyldur og störf embættismanna og nefnda. Var þátttakendum skipt niður í hópa eftir embættum og skipaði svæðisstjóri tals- mann eða leiðbeinanda fyrir hvern hóp. Fóru þessir hringborðsfundir mjög vel og skipulega fram, og er þess vænst að þeir sem taka við embættum í klúbbunum, svo 20 — K-FRETTIR

x

Kiwanisfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.