Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Blaðsíða 7

Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Blaðsíða 7
Ahugaleysi fyrir K-fréttum Þegar ákveðið var að reyna útgáfu blaðs á vegum íslenzku Kiwanishreyfingarinn- ar fyrir réttu ári síðan, og rætt var við undirritaðan um það, hvort hann vildi gera tilraun með að ritstýra slíku blaði, voru ýmsar hugmyndir á lofti um útlit þess, hversu miklu mætti fórna af fjár- munum í slíkt blað, og hve oft það ætti að koma út á ári. Eg sagðist vera reiðubúinn að gera þessa tilraun, með því skilyrði þó, að blaðið yrði prentað, en ekki fjölritað. Hugmynd mín var samþykkt með þeim skilyrðum þó, að ég sæi um að koma út 2—3 blöðum á ári, 8 síðum hverju, og ann- að sem var það erfiðasta, að sjá um að blaðið kæmi út, umdæminu að kostnaðar- lausu, sem sagt, að sjá um að blaðið bæri sig. Þótt skilyrðin væru hörð, þá lét ég til- leiðast að reyna. A umdæmisþinginu um mánaðamótin apríl—maí á s.l. ári kom út 2. tbl. 16 bls. og áður hafði komið út 1. tbl. 8 síður í marz. Báðum þessum blöðum tókst að koma út án halla, en þau voru samtals 24 síður. A umdæmisþinginu var aðeins rætt um útgáfu blaðsins, og þar gafst mér tækifæri til að benda fulltrúum á, að ef blaðið ætti að koma út áfram væri mikið atriði að hver klúbbur skipaði sérstakan blaðfull- trúa, sem myndi sjá um að senda blaðinu efni, m. a. um starf klúbbsins, greinar frá einstaklingum o. fl. A þessu þingi voru fulltrúar frá öllum starfandi klúbbum á landinu, svo að ekki átti þessi beiðni að fara framhjá neinum. Eg sagði m. a. frá því, að ég myndi reyna að koma út blaði áður en starfsári lyki, það er að segja fyrir 1. okt. s.l. Hvatti ég fulltrúa til að sjá um að mér bærist efni hið allra fyrsta. Árangur af þessari beiðni var sáralítill og vægast sagt gat maður haldið að klúbb- arnir væru algerlega áhugalausir um út- gáfu blaðsins. Þess ber þó að geta, að Esja sendi efni strax í júní s.l., en ekkert annað efni barst fyrr en í október s.l. og þá ekki fyrr en eftir margítrekaðar beiðnir til klúbbanna. Sumir klúbbar hafa alls ekki sent blað- inu efni ennþá, og ýmsir einstaklingar, sem hafa lofað blaðinu efni, hafa algerlega brugðist. Ég hef ennþá þá trú, að hægt sé að gefa út Kiwanisfréttir öðru hvoru og með því hugarfari er þetta blað komið út. Kostn- aður við þetta blað er á milli 35 og 40 þús. krónur og það tókst að ná endum saman. Ég mun á næsta umdæmisþingi, ef kost- ur er á, leggja fram hugmyndir um, hvern- ig ég tel að framkvæma eigi útgáfu þessa blaðs í framtíðinni. Eyj. Sig. Eldey í Kópavogi Mánudaginn 14. febrúar s.l. var stofn- aður fyrsti Kiwanisklúbburinn í Kópa- vogi og hefur hann hlotið nafnið Eldey. Félagar í Eldey eru nú þegar orðnir 26, góður hópur stórhuga manna. Forseti Eld- eyjar er Friðrik Hróbjartsson, varaforseti: Andrés Guðmundsson, ritari: Þorkell Skúlason. Vígsluhátíð Eldeyjar er ákveð- in í lok umdæmisþings, sunnudaginn 30. apríl. Stofnklúbbur Eldeyjar er Hekla í Reykjavík. K-FRÉTTIR — 7

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.