Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Blaðsíða 17

Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Blaðsíða 17
Ræða Bjarna B. Ásgeirssonar fyrrv. umd.stj. á 1. umdæmisþingi ísland sjálfstætt umdæmi Þótt aðeins IVz mánuður sé liðinn af starfstíma þessarar stjórnar, þá má segja, að nú liggi fyrir nokkumveginn sá árang- ur, sem vænta megi af klúbbunum á þessu ári. Starfsárið hefst 1. okt. ár hvert, en það er raunverulega strax að loknu Um- dæmisþingi, sem starfið hefst, því þá kem- ur hin nýkjörna Umdæmisstjóm saman og gerir lauslega áætlun um leiðbeiningar- fund fyrir hina nýkjörnu svæðisstjóra, svo og fræðslufundi innan hvers svæðis fyrir embættismenn klúbba og formenn nefnda. Þesi háttur var viðhafður í fyrsta skipti í ár innan okkar umdæmis og er enginn vafi á því, að þetta fyrirkomulag hefur ýtt mik- ið undir starfsemi klúbbanna í Noregi og Svíþjóð. Þetta má ekki taka sem last á fyrrverandi Umdæmisstjórnir, því að þær hafa unnið mikið starf, hver á sína vísu, þó þær hafi ekki borið gæfu til að taka upp þetta fyrirkomulag fyrr en nú. Hvað íslenzka hlutann snertir, þá var hluti af dagskrá svæðisþingsins á Vopnafirði í sept. s.l. tileinkaður verðandi embættis- mönnum, og verður þeim hluta dagskrár- innar haldið áfram, þótt ísland verði Um- dæmi 1. okt. n.k. Umdæmisþingið tekur nú yfir ákveðna þætti svæðisþingsins, sem var á svæðisþingunum á Vopnafirði og í Vestmannaeyjum. Eg geri því ráð fyrir, að svæðisþingin í framtíðinni verði aðal- lega byggð upp sem fræðslunámskeið, en það er að sjálfsögðu á valdi hverrar svæð- isstjórnar fyrir sig hvort þær vilja hafa það stærra í sniðum en það. 1. október 1970 voru 30 klúbbar í Um- dæminu með 871 meðlim, en voru um síð- ustu mánaðamót orðnir 39 með 1119 með- limi. Þetta skiptist þannig: Danmörk 1 klúbbur með 22 meðlimi, nú óbreytt, ís- land 10 klúbbar, 347 meðlimi, nú 14 klúbb- ar með 468 meðlimi. Noregur 17 klúbbar með 446 meðlimi, nú 20 klúbbar með 532 meðlimi, Svíþjóð 2 klúbbar með 56 með- limi, nú 4 klúbbar með 96 meðlimi. Þetta gefur þó ekki rétta hugmynd af því starfi, sem þegar er unnið í útbreiðslu hreyfingarinnar innan Umdæmisins. Sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem fyrir liggja frá svæðisstjórnum sambandsins, þá má búast við að Noregur verði kominn með 10 nýja klúbba í árslok, Svíþjóð 2 og Is- land 8, eða samtals 20 nýja klúbba, og mun þá meðlimafjöldi Norræna Umdæmisins 30. sept. n.k. verða eitthvað á fjórtánda hundrað eða rúmlega 50% aukning á þessu ári. Starfsemi klúbbanna hefur verið með svipuðu sniði og undanfarin ár og verður nánar skýrt frá því í skýrslum svæðis- stjóranna hér á eftir. Tveir fundir voru haldnir í Osló með svæðisstjórum Noregs og Svíþjóðar þ. 7. okt. og 25. marz s.l. og þar kom fram að starf klúbbanna þar hef- ur verið allgott það sem af er þessu ári. í ár eru tvö Umdæmisþing haldin innan Norræna Umdæmisins, vegna breytingar þeirrar, sem ákveðin er 1. okt. n.k. Undir- búningur beggja þessara þinga er á ábyrgð þessarar stjórnar og hefur töluverður tími K-FRÉTTIR — 17

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.