Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Blaðsíða 3
Fráfarandi forseti KIE Ernst Bár, Maria Bár, Bjarni B. Ásgeirsson, forseti KIE og Elly Guðmundsdóttir.
Evrópupingiö
10. þing Evrópusambands Kiwanis, haldið
í London 10. og 11. júní 1977.
I undirbúningi fyrir þingið var gert ráð
fyrir þátttöku 500 til 600 Kiwanisfélaga,
ásamt eiginkonum. Skömmu fyrir þing
höfðu 650 manns tilkynnt þátttöku sína,
en yfir 800 komu til London, þar af kom-
ust aðeins 760 manns á galakvöldið, en hin-
ir urðu að láta sér nægja London by night.
Þátttaka Islendinganna í þessu þingi mun
hafa verið um 80 manns. Þátttakan í þessu
þingi var sú mesta fram að þessu, með 438
Kiwanismeðlimi frá 156 klúbbum í Evrópu.
K-FRÉTTIR
Stofnskrárbreytingar í stuttu máli.
Eftirfarandi breytingar voru samþykktar
af fulltrúum klúbbanna á þinginu í Lond-
on: KIE hefur nú rétt á einu sæti í stjóm
KIWANIS INTERNATIONAL. Samtím-
is voru felld niður ákvæði um alþjóðaráðið
(World Secretariat) úr stofnskránni. Sér-
hver fullgildur klúbbur með fullum rétt-
indum, hefur nú rétt á að senda tvo full-
trúa á hvert ársþing Kiwanis International.
Breytingatillagan um fækkun Evrópuráðs-
meðlima, var dregin til baka og því verða
áfram tveir fulltrúar fyrir hvert umdæmi
3