Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Side 5
í Evrópuráðinu. Að auki var gerð sú breyt-
ing, að heildartala Evrópuráðsmeðlima
gæti aukist sem svaraði fulltrúum fyrir þrjú
umdæmi. Eitt þessara sæta var þegar fyllt
af nýja umdæminu, sem er Ítalía. Sérhvert
umdæmi hefur eitt sæti í framkvæmda-
stjóm KIE en fráfarandi forseti KIE er
þar ekki mcðtalinn. Auk þessara breytinga
eru nú allir fyrrverandi Evrópuforsetar,
fyrrverandi umdæmisstjórar, umdæmis-
stjórar, svo og umdæmisstjórnarmeðlimir
fulltrúar, með fullum réttindum, á Evrópu-
þinginu.
Tilnefning fulltrúa KIE í stjórn Kiwanis
International fer fram annað hvert ár á
ársþingum KIE. Ný grein í lögum KIE er
kveður á um framkvæmd þessa.
Hátíðarkvöldið og dansleikurinn.
Galakvöldið hófst með sýnikennslu á ensk-
um aga og háttvísi. Þarna gafst meginlands-
búum tækifæri til að kynnast, hvcrnig vel
skipulagður kvöldverður, sem samanstóð af
fimmréttuðum matseðli, vínflösku, sóda-
vatni ásamt kaffi var framborið, áfallalaust
á einni og hálfri klukkustund fyrir 760
manns. Atta manna danshljómsveit, ásamt
söngkonu, lék staðlaða eftirlætishljómlist
en á milli lék þriggja manna Karabísk stál-
tunnuhljómsveit sína seiðandi söngva á
dansgólfinu. Hápunktur kvöldsins var
Forseti KIE 1977-1978, Walter Fruli.
konsert „Royal Artillery Band” (sem er
35 manna lúðrasveit undir stjóm Roberts
Boness-Smith), sem eftir að hafa fengið
hressingu af samlokum og bjór, sýndu að-
dáanlega snilli og var launað með dynjandi
lófataki. Kl. 23.30 var þinginu formlega
slitið af forseta KIE, Bjarna B. Ásgeirs-
syni, sem kynnti gestum núverandi og verð-
andi stjórn KIE. Síðan var dansað af fullu
fjöri til klukkan eitt um nóttina.
Starfslið KIE 1976-1977, sem sá um Evrópuþingiið í London í júní s. I.
K-FRÉTTIR 5