Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Blaðsíða 39

Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Blaðsíða 39
landi er því um 125-faldur meðlimafjöld- inn í Evrópulöndum. Hvað má lœra af fenginni reynslu? Nú er eðlilegt, í ljósi þeirra staðreynda, sem ég hef nú þulið, að einhver spyrji, hvort landið sé ekki orðið yfirmettað af Kiwanis — hvort nokkur líkindi séu á því, að þróun hreyfingarinnar geti orðið nokk- uð í átt við það, sem hún hefur verið undan- farin 10 ár. Ég vil svara því strax, að ég er í engum vafa um það, að þetta er hægt. Að vísu má segja, að líklega eru sjálfsögð- ustu og auðveldustu staðirnir þegar orðnir Kiwanisstaðir, og meira átak þarf hér eftir en hingað til, ef takast á að halda þróun- inni áfram á sömu braut. Það þarf meira en umdæmisstjórn og einn og einn félaga í klúbbunum til að hrinda stofnun klúbba af stað. En nú erum við líka orðnir það fjölmennir, að þetta á að vera hægðarleik- ur með samstilltu átaki allra félaga, hvar sem er á landinu, og góðri skipulagningu og stjóm. Við skulum athuga málið að- eins nánar. Á mynd 2 er sýnt íslandskort, og á það em dregnir hringir, sem tákna staðsetningu Kiwanisklúbba — einn hringur fyrir hvem klúbb. Eitt er það, sem við rekum strax augun í, sem sé, hve langt er frá því, aS jafnvœgi sé i Kiwanisbyggð landsins. Við sjáum, að suðvesturhomið er vel sett með 10 klúbba á stór-Reykjavíkursvæðinu frá Mosfellssveit til Hafnarfjarðar, og 6 klúbba á Suðumesjum, Þorlákshöfn og Sel- fossi, þ. e. helmingur Kiwanisklúbba lands- ins er á þessu svæði. Eins má segja, að land- nám Kiwanis sé á góðum vegi á austur- hluta Norðurlands með 7 klúbba dreifða yfir svæðið frá Siglufirði austur til Kópa- skers. Aðrir landshlutar verða að teljast fremur afskiptir, einkanlega Austurland og Suðausturland og norðvesturhlutinn allt frá K-FRÉTTIR Skagafirði vestur og suður til Snæfellsness, en þessir landshlutar eru að kalla má ónum- ið Kiwanisland. Skipulögð útbreiðslustarfsemi. Að framansögðu má ljóst vera, að okkur ber að taka upp skipulagSa byggðastefnu í útbreiðslu Kiwanishreyfingarinnar á ís- landi. Skipulagið gæti t. d. í stórum drátt- um verið á þann hátt, sem nú skal greina: 1. Umdæmisstjórn fer með yfirstjórn út- breiðslustarfs Kiwanis á íslandi Hún útbýr lista yfir þá staði, sem til greina koma til Kiwanisklúbbstofnunar. Ég hef af handahófi gert eftirfarandi lista, sem vafalítið má auka og endur- bæta: Hellissandur Borgarfjörður eystri Gmndarfjörður Egilsstaðir Stykkishólmur Seyðisfjörður Búðardalur Eskifjörður Króksfjarðames Reyðarfjörður Patreksfjörður F áskrúðsfj örður Tálknafjörður Stöðvarfjörður Bíldudalur Breiðdalsvík Þingeyri Djúpivogur Flateyri Höfn í Hornafirði Suðureyri Kirkjubæjarklaustur Bolungarvík Vík í Mýrdal Súðavík Hella Hólmavík Þykkvibær Hvammstangi Skálholt (m/Laugabakka) (m/Laugarás) Blönduós Laugarvatn Skagaströnd Stokkseyri Sauðárkrókur Eyrarbakki Hofsós Irafoss (Sogsvirkjun) Akureyri (kl. nr. 2) Hveragerði Grenivík Sandgerði Raufarhöfn Njarðvík Þórshöfn V ogar 39

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.