Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Blaðsíða 35

Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Blaðsíða 35
Bjarni Magnússon, umdæmisstjóri, ávarpar gesti á vígsluhátíð Boða í Grindavík. Forseti Boða, Eyjóf- ur Guðmundsson heldur á vígsluskjalinu. Fréttir fra Ægissvœðinu Starfsemi klúbbanna á Ægissvæðinu hefur verið með miklum blóma á starfs- tímabilinu, allir klúbbarnir halda árlega árshátíðir og er styrktarstarfið til mikillar fyrirmyndar og er ekki úr vegi að kynna nánar hvemig það starf hefur verið. Hof í Garði hefur unnið undanfarin ár í að koma upp elliheimili og heilsugæslu- stöð í Garðinum og er það verk nú komið á lokastig, risið er glæsilegt heimili og eru vistmenn þegar komnir inn í húsnæðið, Brú á Keflavíkurflugvelli hefur aðstoðað Hof félaga við þetta framtak þeirra og meðal annars gefið mikið af tækjum í heimilið. Heimilið er Hof og Brú félögum til mikils sóma, og er ótrúlegt hve vel þeim hefur tekist til. Keilir í Keflavík heldur enn áfram styrkt- starfsemi sinni við sjúkrahúsið í Keflavík og hefur meðal annars keypt nokkuð af tækjum til sjúkrahússins á þessu ári. Nú stendur til að Brú á Keflavíkurflugvelli taki þátt í þessu starfi með Keilis félögum og hafa Brú félagar þegar lagt til hliðar dágóða fjárhæð til þeirra hluta. Þá em uppi ráðagerðir um að Brú og Keilir komi upp klambraleikvelli fyrir böm í Keflavík og er undirbúningur að því þegar hafinn Styrktarmál annarra klúbba á svæðinu eru þau sömu og fyrr. Samstarf klúbba á svæðinu hefur verið mjög mikið, má þar nefna þátttöku í skemmtunum hvers annars, sameiginlegt starf, svo sem sumarmót, fjöldaheimsóknir K-FRÉTTIR 35

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.