Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Blaðsíða 13

Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Blaðsíða 13
Kœru Kiwanisfélagar. Nú um miðjan september hafa öll svœðisþingin 5 verið haldin. Voru þau vel sótt af flestum klúbbunum, sem lögðu fram ársskýrslur sínar. Er ánœgjulegt til þess að vita hversu þróttmikið starfið er um allt land. Ég er vissulega stoltur af því hve mikið hefur verið lagt af mörkum til styrktar einstaklingum, aðstoða bœjarfélög og við uppbyggingu hreyfingarinnar. Hver var hápunktur Kiwanisstarfsins á árinu? Var það þegar Kiwanisbíllinn var afhentur? Var það á Evrópuþinginu, sem um 70 Islendingar sóttu? Var það þegar ákveðinn klúbbur tilkynnti 5 nýja meðlimi? Eða var það þegar 2 nýir klúbbar voru vígðir? Ég vil meina að Kiwanisstarfið og Kiwanishreyfingin hafi verið á uppleið allt starfsárið og er það þakkarvert. Hér er því rétt að þakka öllum þeim fjölmörgu, sem lagt hafa fram vinnu og tíma í þágu hreyfingarinnar, hvort sem það hefur verið unnið innan klúbbanna, svæðanna eða umdæmisins. Að lokum vil ég óska nœsta umdœmisstjóra, embættismönnum allra klúbba, og Kiwanisfélögum öllum velfarnaðar á næsta starfsári. Við byggjum. Bjarni Magnússon. K-FRÉTTIR 13

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.