Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Blaðsíða 28
Axel Bender, forseti Heklu, afhena'ir séra Olafi Skúlasyni gjöf vegna komu hans á jólafund Heklu
í desember s.l.
Heklufréttir
Eitt megin verkefni Heklufélaga hefur
verið í Iviwanishúsinu í vetur. I upphafi
var byrjað að vinna þar annan hvern
þriðjudag en svo fór þegar leið á vetur-
inn að félagar í klúbbnum voru farnir að
vinna fast eitt kvöld í viku og alla laugar-
daga. Þetta starf var mjög skemmtilegt og
er ég viss um að þær stundir sem við störf-
uðum saman gleymast seint. Heklufélagar
skiluðu um 1295 tímum alls í vinnu og er
ég þeim mjög þakklátur fyrir það framlag,
ennfremur hefur klúbburinn lagt fram and-
virði borðs og fjögurra stóla og greitt fram-
lag sitt að mestu sem er 4.000.- kr. pr. fé-
laga.
Á umdæmisþingi s.l. vor átti klúbburinn
þrjá fulltrúa og ennfremur á Evrópuþing-
inu, sem haldið var í London.
Dagana 14.-15. maí heimsóttu klúbbfé-
lagar Kiwanisklúbbinn í Vestmannaeyjum
ásamt félögum úr Eldey í Kópavogi og Eld-
borg í Hafnarfirði. Tókst sú ferð mjög vel
í alla staði. Þá stofnaði klúbburinn til vina-
klúbbasambands við Kiwanisklúbbinn í
Horten í Noregi, og eins og ykkur er kunn-
ugt komu um 150 Kiwanisfélagar frá Nor-
egi og Svíþjóð hér í sumar og meðal þeirra
voru 19 manns frá Horten og um 55 manns
úr öðrum klúbbum, sem voru hér í vina-
klúbbasamböndum. Heklufélagar settu upp
K-FRÉTTIR
28