Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Side 11
Ágætu Kiwanisbræður,
Enn einu starfsári Kiwanishreyfingar-
innar er að ljúka og nýtt tekur við.
Á slíkum tímamótum sem þessum er
sjálfsagt að líta yfir farinn veg, — læra
af reynslu liðinna ára og hagnýta sér á
komandi ári það sem vel hefur tekist og
líklegt er að skili betri árangri í störfum
á næsta starfsári. Þó svo að vel hafi verið
unnið á liðnum árum að hugsjónum hreyf-
ingarinnar skulum við ávallt setja okkur
það markmið að vinna betur, annars náum
við aldrei neinum árangri né framförum.*)
Ralp Waldo Emerson skrifaði: „Þessi
tími, — eins og allir tímar, er ákaflega
góður tími, — ef við aðeins vitum hvað
við eigum að gera við hann.”
Innan Kiwanishreyfingarinnar, — í
klúbbunum, — í svæðisstjómum, í um-
dæmisstjórn og fyrrverandi umdæmisstjórn-
um — er mikið mannval, — menn sem eru
fúsir til starfa og vita líka hvernig á að
nýta sinn tíma í þágu Kiwanishreyfingar-
innar og hugsjón hennar. — Það er ein-
mitt þessi vissa, sem fyllir mann eldmóði
og veitir manni styrk til þess að taka við
stjóm Kiwanishreyfingarinnar á Islandi
starfsárið 1977 — 1978.
Maury Gladman, forseti Kiwanis Inter-
national 1977 — 1978 hefur sett fram
markmið sín, sem eru á þessa leið:
Ólafur Jensson, umdæmisstjóri.
Leitum eftir, betri skilningi á veraldlegum
og andlegum gæðum lífsins.
Leitum eftir, sem mestri fullkomnum í til-
gangi og framkvæmd í þjón-
ustu við samfélagið.
Leitum eftir, betri árangri við að vernda
líf og eignir með beinni sam-
vinnu við æskuna.
Leitum eftir, þátttöku einstaklinganna
með skipulögðum samtökum
ungmenna.
Leitum eftir, stöðugri aukningu í félaga-
tölu, — starfi og vináttu um
allan heim.
Forseti Kiwanis International Evrópu,
Walter Frúh, hefur einnig sett fram sín
markmið, sem eru: „TAKIÐ ÁBYRGД
Markmiðin beinast að því, að:
TAKA ÁBYRGÐ — sem einstaklingur
TAKA ÁBYRGÐ — sem Kiwanismaður
*) Við skulum skipuleggja vel starfið og TAKA ÁBYRGÐ — á störfum klúbbs
starfa skipulega. — — þíns
K-FRÉTTIR
11