Kiwanisfréttir - 01.08.1995, Blaðsíða 3

Kiwanisfréttir - 01.08.1995, Blaðsíða 3
Umdæmisstjóri 1995-1996 Stefán Ragnar Jónsson umdœmisstjóri 1995-1996 Þann 1. október n.k. tekur Stefán R. Jónsson við emboetti umdœmisstjóra af Grétari J. Magnússyni. Stefán er fœddur í Reykjavík 10. ágúist 1947. Hann er hárskera- og hárgreiðslumeistari og rekur rakara- stofuna Seviila í Kópavogi. Eiginkona hans er Anna Þórdís Bjarnadóttir fhigfreyja og eiga pau prjú börn og eitt barnabarn. Stefángekk í Kiwaniskhibbinn Eldey, Kópavogi árið 1977 og hefur gegnt ýmsum störfum fyrir klúbbinn og umdœmið. Hann var forseti Eldeyjar 1984-1985, ípingnepid 1985-1986, formaðurpingnefndar 1986- 1987, umdœmisritari 1989-1990, formaður viðveru- og útbreiðslunefndar 1991-1992, formaður frœðslu- nefndar 1992-1993, svœðisstjóri Ægissvœðis 1993- 1994 og kjörumdœmisstjóri 1994-1995. MARKMIÐ UMDÆMISSTJÓRNAR STARFSÁRIÐ 1995-1996 1. Að fá félaga til að taka meiri þátt í starfi klúbbana. 2. Minnka gegnumstreymið innan umdæmisins. 3. Fjölga félögum innan starfandi klúbba. 4. Fjölga klúbbum. 5. Hvetja klúbba til að taka virkari þátt í joðverkefni I.D.D. 6. Vinna að málefnum barna undir kjörorðinu börnin fyrst og fremst. 7. Vinna að undirbúningi fyrir K-dag, sem verður haldinn 21. október 1995. 8. Að fjölga byggjendaklúbbum. Stefán R. Jónsson og Anna Þórdis Bjarnadóttir AÐALMARKMIÐ KIWANIS STARFSÁRIÐ 1995-1996 1. Hver klúbbur og hvert umdæmi ættu að setja sér krefjandi markmið og koma í framkvæmd áætlun um að fjölga félögum á starfsárinu. 2. Hver klúbbur og hvert umdæmi ættu að skuldbinda sig til að stuðla að útrým- ingu joðskorts í heiminum með fjárframlagi. 3. Hver klúbbur ætti að veita meðlimum sínum tækifæri til þess að víkka sjón- deildarhringinn með fræðslu og samstarfi við aðra klúbba. 4. Hver klúbbur ætti að veita Kiwanis- fjölskyldunni stuðning sinn, Hjálpar- stofnun Kiwanis, Lykilklúbbum, K-hringklúbbum, Byggjendaklúbbum, og í Evrópu Kiwajuniorklúbbum og út- breiða þjónustu Kiwanis með samvinnu- verkefni fyrir börnin fyrst og fremst. KIWANISFRETTIR 3

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.