Kiwanisfréttir - 01.08.1995, Blaðsíða 13

Kiwanisfréttir - 01.08.1995, Blaðsíða 13
Viðtal við verðandi heimsforseta meira frjálsræði og ekki eins hefð- bundið fundarform. Mér tókst í vetur að fá heimstjórn til þes að flytja tillögu til breytinga á lögum samtakanna um að heimila klúbbum i N-Ameríku að halda fundi aðra hvora viku. Sú tillaga var samþykkt með 64% atkvæða á þinginu í Las Vegas nú nýlega. Ég skipaði nýlega nefnd ungra Kiw- anisfélaga sem ég nefni 2001. Þessi nefnd á að fara ofan í stöðu hreyfing- arinnar, meta hana og leggja síðan fram hugmyndir um breyttar áherslur, hvernig Kiwanishreyfingin ætlar að mæta nýrri öld og nýjum kynslóðum. Hreyfingin er eins og ílestir vita stofnuð í Bandarikjunum og hefur alla tíð verið undir miklum áhrifum úr þeim heims- hluta. í sjálfu sér er það eðlilegt, þegar tekið er tillit til þess að 75% hreyfingar- innar kemur þaðan. En framtið hreyf- ingarinnar liggur ekki þar. Hún liggur í öðrum heimshlutum. Fjölgunin er svotil eingöngu utan N-Ameríku í dag og þá mest i Asíu. Evrópa hefur ekki staðið sig jafnvel en þó fjölgar þar á hverju ári. Ég legg mikla áherslu á samvinnu Kiwanisklúbba um allan heim. Ég vill sjá múra einangrunar brotna niður, ég vill sjá aukin skilning og virðingu fyrir lífsvenjum allra þeirra sem tilheyra hreyfingunni, ég vil koma í veg fyri að reynt sé að þvinga alla undir lífshætti vesturlandabúa, líka þá sem koma frá öðrum og ólíkum menningarheimum. Ég vill sjá meiri sjálfstjórn í höndum þeirra sem búa í hinum ýmsu heimshlutum þrátt fyrir að yfirumsjón og stjórnun verði áfram í höndum heimsstjórnar. Hver verða markmið nýs heimsforseta? Fýrsta marmið næsta árs er íjölgun í hreyfingunni. S.l. tvö og hálft ár hefur fækkað í Kiwanishreyfingunni í heim- inum um 10000 félaga. Þá þróun verð- ur að stöðva. Ég hef lagt á það rika áherslu í undirbúningi og fræðslu fyrir verðandi embættismenn að við verðum sam- eiginlega að snúa hjólinu við. Hér á landi eigum við sama vanda- mál. Félögum í hreyfingunni fer fækk- andi og þjónustustarfið er umfangs- minna en það hefur verið um árabil. íslensk Kiwanishreyfing þarf að taka sér tak, skoða stöðuna og meta fram- tíðarhorfur sínar. Við lifum ekki enda- laust á fornri frægð. Á sama tíma og hreyfingin tekur á sig umfangsmeiri skuldbindingar með hinu alþjóðlega þjónustuverkefni, baráttuna gegn joðskorti getum við ekki sætt okkur við fækkun. Okkar ábyrgð er meiri nú en áður, við þurfum íleiri félaga til verksins. Annað markmiðið er að efla þátttöku Kiwanisfélaga í alþjóðlega líknarverkefninu - baráttan við joð- skortinn. Samstarf okkar við Barna- í ^ [ * f m ! J a Íp uff o§ Stjórnendur Kiwanis 1995-1996. Eyjólfur Sigurðsson heimsforseti (fremsturfyrir miðju) ásamt umdæmisstjórum næsta starfsárs. Stefán R. Jónsson umdæmisstjóri í öftustu röð. KIWANISFRÉTTIR 13

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.