Kiwanisfréttir - 01.08.1995, Blaðsíða 16

Kiwanisfréttir - 01.08.1995, Blaðsíða 16
K-dagur 1995 K-dagur í haust Nú þegar tveir mánuðir eru til K-dags er rétt að fara yfir helstu áherslur varðandi væntanlega söfnun og styrktarverkefni. K-dag- ur verður laugardaginn 21. októ- ber, en við höfum einnig leyfi til að selja þann 19. og 20. Munum við að sjálfsögðu nýta okkur þá daga til húsasölu. Ekki veitir af þar sem víða er um mikla yfirferð að ræða. Vil ég hvetja klúbbana til að vera búna að skipuleggja vel sín söfn- unarsvæði, það skilar sér vel í betri vinnu og sölu. Einnig er mjög gott að klúbbar hafi góða samvinnu sín á milli um yfirferð á sölusvæðum og aðstoði hver annan eftir föngum ef þörf er á. Aðalatriðið er að kom- ast í öll hús, sem mögulegt er, það skilar okkur mestum árangri. Mun K-dagsnefnd að sjálfsögðu aðstoða við allt skipulag á sölusvæðum eftir því sem þörf er á. Nefndin mun hafa aðalstöðvar að Engjateigi 11 og væntir þess að gott samband verði við tengiliði klúbbanna rneðan átakið stendur. Verð á lyklinum verður það sarna og á síðasta K-degi eða 300 fcrónur. Þá munum við bjóða nytsama aukahluti til sölu. Nefndin stefnir að því að afhenda klúbbunum af landsbyggðinni söluvörur og önnur gögn á umdæmisþingi. Það er bæði minni kostnaður og fyrirhöfn. en að senda til klúbbanna þegar nær dregur K-degi. Mun nefndin hafa sölutölur síðustu K-daga til við- miðunar við afhendingu. Varðandi fyrirtækjasölu munu klúbbarnir hafa nokkuð frjálsar hendur, en nefndin mun kynna hugmyndir um þann þátt þegar nær dregur K-degi. Uppgjörsblöð munu fylgja sölu- vörum og leggur nefndin mikla áherslu á að klúbbar skili fljótt af sér. Verður lögð áhersla á að síðasti skiladagur verði ekki seinna en einurn mánuði eftir K-dag, þannig að nefndin geti skilað söluuppgjöri 1. desember 1995. Á umdæmisþingi mun nefndin leggja fram tillögur að styrktar- verkefnum fyrir afrakstur K-dags. Mun hann að sjálfsögðu fara til styrktar geðsjúkum eins og fyrri K- daga. Aðalstyrktarverkefni, sem nefndin mun gera tillögu um, er kaup á íbúð fyrir aðstandendur þeirra sjúklinga á barnageðdeild við Dalbraut, sem koma af lands- byggðinni. Mun íbúðin verða af- hent Geðverndarfélaginu að gjöf og mun það sjá um rekstur og ráðstöfun hennar í samráði við Geðdeild Landsspítal- ans. Þetta verkefni var valið í samráði við sérfræðinga Geðdeildar, sem hyggja á miklar skipulagsbreytingar á Barnadeðdeild í kjölfar þessarar gjafar, þ.e. breyta deildinni úr sólarhrings- vistun í göngudeild. en við það fæst betri nýting á hús- næði og mannafla og hægt að sinna mun fleirum á deildinni. Þetta verkefni fellur ein- staklega vel að kjörorðum okkar i íslenska umdæm- inu BÖRNIN FYRST OG FREMST og GLEYMUM EKKI GEÐSJÚKUM. Trúum við því og treystum að þetta verkefni verði samþykkt á umdæm- isþingi. Við höfum áætlað um 10 milljónir í þetta verkefni. Ef miðað er við fyrri K-daga mun þó safnast yfir 10 milljónir og höfum við ákveðið að gera tillögu um að veita styrki til upp- byggingar á Sogni í Ölfusi og Plastiðjunnar Bjargi á Akureyri. Við í nefndinni viljum skora á Kiwanisfélaga að sameinast um að gera K-dag 1995 að glæsilegum sigri fyrir Kivvanishreyfinguna og stórum vinningi fyrir geðsjúka. Kiwanisfélagar, hjálpum þeim sem geta það ekki sjálfir, GLEYMUM EKKI GEÐSJÚKUM. Með Kiwaniskveðju F.h. K-dagsnefndar Sverrir Karlsson Söfnunarfé K-dags 1974 og 1977 var varið til byggingar Bergiðjunnar, verndaðs vinnustaðar til endurhæfingar geðsjúkra Söfnunarfé K-dags 1986 var varið til uppbyggingar unglingageðdeilar Söfnunarfé K-dags 1992 var varið til byggingar nýrrar Bergiðju 16 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.