Kiwanisfréttir - 01.08.1995, Blaðsíða 17

Kiwanisfréttir - 01.08.1995, Blaðsíða 17
K-dagur 1995 Áfram K-dagar Á tíu ára afmæli Kiwanishreyf- ingarinnar á íslandi, árið 1974 var íyrsti K-dagurinn haldinn undir kjör- orðinu „Gleymum ekki geðsjúkum" og nú, rúmlega tuttugu árum síðar, árið 1995, höldum við aftur af stað. undir sömu merkjum til stuðnings geðfötl- uðu fólki. Markmið Kiwanishreyf- ingarinnar hefur ávallt falist í því. að skipa andlegum og mannlegum verðmætum ofar öðrum. Þess vegna hafa Kiwanisfélagar gert það að reglubundnum atburði, að ganga i hús og bjóða fólki K-lykilinn til sölu, sem i táknrænni merkingu er lvkill að betra lífi. Með starfi sínu að mál- efnum geðsjúkra hefur Kiwanishreyf- ingin unnið markvisst gegn fordóm- um gagnvart geðsjúku fólki og um leið aukið skilning hins almenna borgara á málefnum þeirra. K-dagar, 19. til 21. október í ár er ákveðið að K-dagar verði haldnir 19. til 21. október og er það einlæg ósk K-dagsnefndar, að sem flestir Kiwanisfélagir verði þá tilbúnir að eyða tíma sínum og kröftum til að gera geðfötluðu fólki lifið bærilegra. K-dagsnefnd, sem skipuð er þeim Sverri Karlssyni, Finni Baldurssyni, Garðari Steinþórssyni, Guðmundi Péturssyni, Hrafni Sveinbjömssyni og Stefáni Jónssyni, leggur til, að söfnunarfé K-dags í ár. verði varið til kaupa á húsnæði og afhent Geðverndarfélagi íslands til eignar. Þetta húsnæði verði siðan nvtt sem fiölskvlduheimili í tengslum við Barnageðdeild Landspitalans við Dalbraut. Ef meira fé safnast en það sem þarf til kaupa á íbúðinni og sem reyndar allar líkur benda til, er það tillaga nefndarinnar að það fé renni til verndaðra vinnustaða að Sogni í Ölfusi og að Bjargi á Akureyri. Stuðningur við geðfatlaða Fyrir hóp, eins og geð- fatlaða er það ómetanlegt að njóta stuðnings Kiwanishrey- flngarinnar. Þetta fólk á sér fáa formælendur í samfélaginu en Kiwanishreyfingin hefur tekið það að sér að tala máli þeirra og byggja upp þá aðstöðu sem því er nauðsynleg. Ráðstöfun söfnunarfjárins hefur allar götur frá árinu 1974 miðast við það að byggja upp aðstöðu til meðferðar og endurhæf- ingar á geðsjúku fólki. Stuðn- ingur hreyfingarinnar hefur verið tvíþættur, þar sem ann- arsvegar er um bein fjár- framlög að ræða en hinsvegar það sem kalla mætti siðferð- islegan stuðning og felst i þvi að auka skilning á eðli geðsiúkdóma og þörfum geðsiúkra. Með það að leið- arljósi var fyrsta söfnun- arfénu, árið 1974 veitt til byggingar Bergiðjunnar, verndaðs vinnustaðar til endurhæfingar á geðsjúkum. Bergiðjan var fyrsta verkefni sem unnið var fyrir afrakstur K-dags en þar hefur siðan starfað fjöldi geðfatlaðs fólks við vörufram- leiðslu sem seld hefur verið i verslun vinnustaðarins. Árin 1980-1983 var áfangastaðurinn við Álfaland reistur í samvinnu við Geðverndarfélag íslands en áfangastaður er endur- hæfingarheimili þar sem lítill hópur sjúklinga getur dvalist og notið félagslegrar endurhæfingar. Árið 1986 var söfnunarfénu varið til upp- byggingar unglingageðdeildar og árið 1989 til kaupa á sambýlum fyrir þá einstaklinga sem dvalið hafa á geðdeildum eða á endurhæfingar- heimilum. Árið 1992 var tekin ákvörð- un um byggingu nýrrar Bergiðju og sama ár var lokið við sambýli á Akureyri. Einnig hefur söfnunarfé verið veitt til Geðdeildar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Framlag okkar skiptir sköpum Af þessari upptalningu má ráða að framlag Kiwanishreyfingarinnar hefur skipt sköpum i málefnum geðfatlaðra á íslandi. Aðstoð við geðfatlað fólk á íslandi hefði aldrei þróast með þeim hætti sem hún hefur gert, án stuðnings hreyfingarinnar. Við getum því litið stolt yfir farinn veg en jafnframt því er okkur ljóst. að betur má ef duga skal. Þess vegna verður stuðningur okkar í mannúðarmálum að vera sívirkur og stöðugur. K- dagurinn árið 1995 er því jafnmikil- vægur og hann var fyrir tuttugu og einu ári síðan og þess vegna vil ég hvetja alla Kiwanisfélaga að taka virkan þátt í því starfi sem framundan er 19. til 21. október. Það starf mun enn á ný sýna styrk og getu hreyf- ingarinnar til að hjálpa þeim sem minna mega sín. Munum Kiwanis- lvkilinn og kiörorð okkar á K-degi: ..Glevmum ekki geðsiúkum.“ Fyrir hönd K-dagsnefndar, Hrafn Sveinbjörnsson. Söfnunarfé K-dags 1980 og 1983 var varið til að reisa áfangastað við Álfaland í samvinnu við Geðverndarfélag íslands Söfnunarfé K-dags 1989 var varið til kaupa á sambýlum fyrir þá einstaklinga sem verið hafa til dvalar á geðdeildum eða á endurhæfingarheimilum KIWANISFRETTIR 17

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.