Kiwanisfréttir - 01.08.1995, Blaðsíða 20

Kiwanisfréttir - 01.08.1995, Blaðsíða 20
Frá umdæmisritara Ágætu félagar Nú þegar komið er að lokum þessa starfsárs þá er vert að líta yfir farinn veg og skoða það sem miður hefur farið og það sem vel hefur verið gert. Margs er að minnast frá þessu starfsári, það hefur verið litríkt og skemmtilegt frá mínu sjónarhorni séð og er ég þakklát umdæmisstjóra fyrir að hafa viljað mig sem ritara hjá sér, ég fékk aðra innsýn í Kiwanis- hreyfinguna en ég hafði og tel mig fróðari um mál- efni Kiwanis en ég var áður — Grétar hafðu þökk fyrir þolinmæði þína við mig og þann fróðleik sem þú hefur veitt mér. Starf umdæmisritara hófst í raun og veru með undirbúningi fyrir um- dæmisþingið á Akureyri, en þar sá ég um fræðslu hjá svæðisstjórum að hluta til og síðan um fræðslu ritara ásamt Ástbirni Egilssyni fyrr- verandi umdæmisstjóra. Ég tel að sú fræðsla hafi í alla staði tekist vel, en á þessa fræðslu mættu alls ritarar frá 38 klúbb- um af 48. Ekki veit ég ástæðu þess hvers vegna vantaði 10 ritara til fræðslu. Endurmat fræðslunnar kom vel út, ritarar töldu sig hafa haft ánægju og gagn af fræðslunni. Raunverulegur undir- búningur minn undir þetta starf hófst með fræðslu sem ég sótti til Hunenberg í aðalstöðv- um Kiwanis í Evrópu. Það var rnjög ánægjulegt að fá að taka þátt í þessari fræðslu og ekki síst að fá að kynnast öðr- um riturum og þeim sem stýra þessum málum okkar frá Evrópu. Ég var svo heppin að Evrópu- stjórn var með fund á sama tírna og fræðsla okkar ritaranna var, svo að ég hafði Evrópuforseta sem ferðafélaga á leiðinni út. Betri og skemmtilegri ferðafélaga er vart hægt að hugsa sér og vil ég sérstaklega þakka Ævari Breiðfjörð fyrir þennan tíma. Samvinna við ritara og forseta klúbbana hafa verið ágæt. Þó hafa nokkrir ritarar dregið að senda skýrslur og gögn sem beðið hefur verið um. á réttum tíma. Það er kostnaðarsamt og mikil vinna að reka á eftir slíku. En ekki má gleyma því sem vel er gert, flestir ritarar skila verkefnum sínum með miklum sóma. Margir ritara eru hreint frábærir, hafa sent mér bréf með mánaðar- skýrslum, þar sem þeir greina ítarlega frá starf- semi klúbbanna og kann ég þeim hestu þakkir fyrir. Eins og ég sagði hér ofar þá er mjög kostnað- arsamt og mikil vinna að reka á eftir gögnum. í sambandi við félagatalið hef ég þurft að hringja 6 sinnum í einn klúbb og finnst mér þá skjóta Þyri M. Baldursdóttir skökku við þegar við í umdæmisstjórn erum beðin af klúbbunum um að spara. Ég held að við verðum að fara að líta okkur nær í sparnaði. í upphafi starfsárs þ.e.a.s. 1. október 1994 voru félagar í umdæminu 1.252 en strax í lok þess mánaðar voru félagar orðnir 1.239 eða fækkað 13 þann mánuðinn. Ég læt hér fylgja með yfirlit yfir stöðu rnála í svæð- unum og á yfirlitið að skýra sig sjálft. Edda + Grettlr + . Óðinn + Svæðin Saga 1.10.94 214 0 4 72 0 2 194 0 9 174 1.11.94 210 1 1 70 0 0 185 0 3 175 1.12.94 210 3 1 70 0 0 182 0 1 175 1.1.95 212 4 2 70 0 0 181 2 1 172 1.2.95 214 0 2 70 0 0 182 2 1 173 1.3.95 212 4 2 70 1 0 183 1 5 173 1.4.95 214 2 1 71 0 0 179 9 1 173 1.5.95 215 0 0 71 3 3 187 0 0 174 Saintal.s 14 13 4 5 14 21 Þór 269 266 266 269 269 270 274 273 17 10 Æglr + - Alls Útstr Nýir Samtals 329 6 2 1.252 23 10 1.239 31.10.94 333 1 4 1.239 9 3 1.233 30.11.94 330 5 6 1.233 11 11 1.233 31.12.94 329 1 3 1.233 6 8 1.235 31.1.95 327 1 7 1.235 12 6 1.229 28.2.95 321 4 9 1.229 16 14 1.227 31.3.95 316 2 3 1.227 7 15 1.235 30.4.95 315 6 2 1.235 5 12 1.242 31.5.95 26 36 89 79 -10 t hregftngunnL Þá er hér einnig yfirlit yf klúbbana í heild. og þá hvernig staðan hefur verið í enda mánaðar frá októberlokum 1994 til maíloka 1995. Gleymum ekki I geðsjúkum ■ 1995 20 KIWANISFRETTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.