Kiwanisfréttir - 01.08.1995, Blaðsíða 6

Kiwanisfréttir - 01.08.1995, Blaðsíða 6
Alex A. „Bo“ Shafer Jr. Kiwanisklúbbnum Knoxville, Tennessee. Fulltrúi í heimsstjórn Ráðgjafi umdæmisins 1995-1996 Alex A. ,.Bo" Shaffer yngri frá Knoxville í Tennesseeríki í Banda- ríkjunum, var kjörinn fulltrúi í Heimsstjórn til þriggja ára á Heimsþinginu i New Orleans, 1994. Hann er fyrrverandi forseti og hefur verið félagi í Kiwanis- klúbbnum í Knoxville í 33 ár og gegndi starfi umdæmisstjóra í Kentucky-Tennessee umdæminu árið 1988-89. Bo er af annarri kynslóð Kiwan- isfélaga, því faðir hans var um- dæmisstjóri 1963. Áður en hann var kjörinn fulltrúi í Heimsstjórn hafði hann starfað í þremur alþjóðanefndum Kiwanis. Hann er ævifélagi í Kiwanis. Hann var stofnfélagi í Lykilklúbbnum í West High School og K-hringsklúbbnum í Tennesseeháskóla. Bo er eigandi tryggingafélags sem hann rekur sjálfur, stjórnar- maður í First Tennessee Bank og fyrrverandi stjórnarmaður í Valley Bank. Auk starfa sinna fyrir Kiwanis er hann fyrrverandi vara- forseti Verslunarráðsins og fyrr- verandi forseti Knoxvill Executives Club (klúbbur framkvæmdastjóra). Hann hefur veitt mörgum félags- málasamtökum og Qársöfnunum foiystu, þar á meðal. United Way, Bömirv jyrst ocj fremsf Barnaspítala Hjálpræðishersins, Herat Fund, Ronald Macdonald House, og Big Brothers/Big Sist- ers. Honum var nýlega veitt viður- kenning af Landssamtökum fram- kvæmdastjóra fyrir Qársafnanir (Nationas Society of Fund Raising Executives) fyrir frábær störf. Bo og kona hans, Maiy, eiga eina dóttur og einn son. Bo er full- trúi Ians Perdriaus Heimsforseta á 25. umdæmisþinginu i Reykja- vik, 18. - 20. ágúst 1995. AlexA. ..Bo~ Shafer Jr. SKYLDUR ÞINGF ULLTR ÚA Hver þingfulltrúi hefur skyldur gagnvart klúbbi sínum. A umdœmisþingi er hann talsmaður klúbbsins. Hann er fulltrúi klúbbsins í öllum málefnum Kiwanishreyfingarinnar. Kosning Imns sem fulltrúa, sýnir að honum er treyst. Skyldur hans á þinginu eru að sitja alla þingfundi, taka þátt í umrœðum og leggja fram sinn skerf. Yfirvega vel hœfileika þeirra sem kosið er um í œðstu stöðu innan hreyfingarinnar, og kjósa samkvæmt sannfœringu sinni. Nota hvert tœkifæri til að afla upplýsinga fyrir klúbbinn, safna þeim sanian, oggefa síðan skýrslu þegar heim er komið. 6 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.