Kiwanisfréttir - 01.08.1995, Blaðsíða 5

Kiwanisfréttir - 01.08.1995, Blaðsíða 5
Frá umdæmisstjóra Grétar J. Magnússon umdæmisstjóri: Hugleiðing um heimsþingið í Las Vegas Heimsþing Kiwanis sem haldið var í Las Vegas var mjög ánægju- legt og í marga staði ógleymanlegt. Þessi heimsþing eru mjög frá- brugðin okkar umdæm- isþingum enda margfalt fjölmennari og fara fram í stórum þinghöllum. Á þessu þingi voru mættir 15 Kiwanisfélagar úr okkar umdæmi ásamt mökum svo og íjölskyldu Sjafnar Ólafsdóttur og Eyjólfs Sigurðssonar, einnig voru með okkur systir mín og mágur sem búsett eru í Houston í Texas. Þetta voru eril- samir dagar og mátti maður hafa sig allan við að mæta á þá fundi og annað sem ætlast var til varðandi þingið. Á þinginu var styrkt- arnefnd verðandi heims- forseta með bás þar sem Grétar Jón Magnússon kynnt var land og þjóð og Flugleiðir kynntu starf- semi sína. Einnig stóð nefndin fyrir Islands- veislu þar sem íslenskur matur var á borðum. Okkur hjónunum var boðið i þessa veislu og viljum við nota þetta tækifæri og þakka kær- lega íyrir gott boð. KIWANISFRETTIR Agúst 1995 Útgefandi: Kiwanisumdæmið ísland - Færeyjar Ábyrgðarmaður: Grétar Jón Magnússon Ritnefnd: Guðmtmdur Þór Guðjónsson, ritstjóri Svavar A. Jónsson Sveinbjörn Árnason Sigvaldi Einarsson Prentun: Stuðlaprent hf. Hjálparstofnun Kiw- anis eða KIF var með móttöku fyrir Hixon félaga og var konu minni og mér boðið. í þessu hófi var Sjöfn Ólafsdóttur og Eyjólfi Sigurðssyni verð- andi heimsforseta afhent viðurkenning þess efnis að þau eru nú Tablet of Honor félagar. Þetta kom okkur mjög ánægjulega á óvart og óskum við þeim innilega til hamingju. Á heimsþingum er það venja að kynna embættismenn Kiwanis International. Er þá öllum embættismönnum og mökum komið fyrir baksviðs áður en at- höfnin byrjar og missum við sem þar erum af mörgu sem fram fer og sáum við því ekki þegar þau Sjöfn Ólafsdóttir og Eyjólfur Sigurðsson verð- andi heimsforseti og Ásta Guðjónsdóttir og Ævar Breiðfjörð Evrópuforseti voru kynnt en við heyrð- um að þau fengu góðar móttökur þegar þau stigu fram á sviðið. Á lokahófinu sátum við svo öll saman í þing- höllinni þegar verðandi heimsforsetahjón voru kynnt og þau lluttu sin orð til þingheims með glæsilegri framkomu sinni. Við óskum ykkur Sjöfn og Eyjólfur til ham- ingju með væntanleg embætti og megi gæfan fylgja ykkur. Það má með sanni segja að viss söknuður haíi gert vart við sig að afloknu þessu heims- þingi. Þegar við gerðum okkur grein fyrir því að við hættum að hitta þá mörgu félaga og vini frá hinum ýmsu jDjóðlöndum sem við höfum eignast á þessum ferðum okkar. Hafi þeir þakkir okkar fyrir ánægjulegar sam- verustundir. Við Gréta þökkum þeim sem voru með okk- ur á heimsþingi ánægju- legar samverustundir. Sjáumst öll hress á komandi umdæmisþingi. Grétar Jón Magnússon umdæmisstjóri Kiwanisumdæmið ísland - Færeyjar Engjateigi 11, Reykjavík Sími 588 3636 Fax 588 0036 KIWANISFRETTIR 5

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.