Kiwanisfréttir - 01.08.1995, Blaðsíða 14

Kiwanisfréttir - 01.08.1995, Blaðsíða 14
Viðtal við verðandi heimsforseta hjálp Sameinuðuþjóðanna um að sjá til þess að enginn jarðarbúi þjáist af joðskorti eftir næstu aldamót er eitt merkilegasta verkefni sem alþjóðleg þjónustuhreyfing hefur tekið að sér. Allir Kiwanisklúbbar hvar sem þeir eru staðsettir verða þátttakendur í þessu verkefni frá og með 1. október n.k. Hver einasti Kiwanisfélagi staðfesti það með nafni sínu þegar hann eða hún gekk í hreyfinguna, að láta þjónustuhlut- verkið vera sitt markmið. Þjónustan á ekki eingöngu að vera bundin við heimabyggð, heldur allan heiminn. Þegar æðsta stofnun hreyfingarinnar, alheimsþingið, tók þá ákvörðun að beijast gegn joðskortinum, skuldbatt þingið alla Kiwanisfélaga í heiminum til þátttöku. Mörg umdæmi hafa þegar tekið á sig skuldbindingar og þegar unnið mjög gott starf. Það þarf að gerast í öllum umdæmum, og það þarf að gerast fljótt. Þriðja markmiðið er að auka al- þjóðasamvinnu og skapa virðingu fyrir mismunandi lífsvenjum einstakra þjóða. Það hefur skort á skilning í sam- starfi þjóðanna. Við höfum á undanförnum árurn ráðstafað miklu fé til þýðinga, bæði á efni til útgáfu á fjölda tungumála og auk þess til beinna þýðinga á fundum og ráðstefnum. Þrátt fyrir mikinn kostnað þessu samfara verður að gera enn betur. Við verðum að geta haft samskipti við allar þátttökuþjóðir í hreyfingunni á því tungumáli sem þeim er tamast. Hér er urn að ræða íjárfestingu til framtíðar sem á eftir að skila sér aftur þegar hreyfingin eflist í viðkomandi löndum. Námsmanna- skipti milli landa, fjölskylduheim- sóknir á milli landa, vinaklúbba tengsl, allt þetta verður að efla til að auka skilning og virðingu þjóða á milli. Fjórða markmiðið er að auka sam- starf innan Kiwanis-fjölskyldunnar. Fjölskyldan telur um 560 þúsund félaga. Hreyfingar unga fólksins sem starfa á ábyrgð og undir leiðsögn Kiwanisklúbba eru þjóðfélagslega mikils virði. Að skipuleggja þjónustu- starf á vegum ungs fólks er nauðsyn- legur hluti i uppeldi og menntun allra stúlkna og pilta. Þetta hefur tekist vel í vesturheimi eins og sjá má í starfi Lykil-klúbbanna (Key-clubs). í þessum samtökum eru nú rúmlega 170 þúsund ungmenni. Það þarf að kynna þessa starfsemi fyrir þátttökuþjóðum í hreyfingunni. Það er ekki nauðsynlegt að ílytja út það skipulag sem er á þessum klúbbum í N-Ameríku. Við komum þessu í framkvæmd með því að laga skipulagið að því sem best þykir á hverjum stað. Við þurfum aðeins að tryggja, að þjónustuhugsjón- in sé í fyrirrúmi. Sama er að segja um Byggjenda klúbbana (Builders-clubs). Hér er aðeins um enn yngra fólk að ræða, nemendur í efri bekkjum grunnskóla. Samtökin hafa nú um 55 þúsund fé- laga. Tilraun með stofnun byggjenda- klúbbs var gerð af Kiwanisklúbbnum Hörpu hér á landi og þarf að fylgja henni eftir. Með því að efia starfsemi þessara hreyfinga er Kiwanishreyfingin að leggja sitt að mörkum til næstu kyn- slóðar og það er mikilsvert. Eru ferðalög ársins þegar ákveðin? Allt þetta starfsár höfum við verið upptekin við að skipuleggja forseta- árið. Áætlun liggur nú íýrir. Við hjónin verðum á ferðalögum um heiminn í 260 daga. Við heimsækjum allar heimsálfur og mörg lönd í hverri. Mörgu höfum við orðið að hafna því ekki er hægt að gera allt á einu ári. Það gildir sú regla að forseti skal heimsækja hvert um- dæmi þriðja hvert ár. Þetta þýðir að við heimsækjum 16 umdæmi, og förum auk þess á ráðstefnur og þing viða í heiminum. Við fáum að ráða sjálf nokkrum heimsóknum og höfum valið m.a. að heimsækja Kiwanisklúbbinn í Tallahassie á Florída, en sá klúbbur stóð að stofnun fyrsta Kiwanisklúbbs- ins á íslandi. Við heimsækjum Kiwanisklúbbinn í Gimli, Winnipeg í Kanada, en margir félagar í þeim klúbbi eru af íslenskum ættum. Þá höfum við ákveðið að forsetinn heim- sæki Kiwanisklúbba í Alaska, en það hefur aldrei gerst áður í 60 ára sögu hreyfingarinnar þar. Við munum gera allt það sem í okkar valdi stendur til að efla hreyf- inguna, auka samstöðu þátttökuþjóða, auka þátttöku félaganna í alþjóðlega þjónustuverkefninu og styðja yngri kynslóðina í mótun nýrra tíma. Hvort þetta tekst kemur í ljós síðar. Kiwanisfréttir vilja þakka Eyjólfi fyrir viðtalið og óskar þeim Jijónum velfarnaðar í starjl og íslenskum Kiwanisfélögum til hamingju með heimsforsetann. ---------------- Kiwanisfélagar! Gleymum ekki 14 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.