Kiwanisfréttir - 01.08.1995, Blaðsíða 12

Kiwanisfréttir - 01.08.1995, Blaðsíða 12
Viðtal við verðandi heimsforseta í mínum klúbb. Varð forseti 1971-1972 og jafnframt ritstjóri Kiwanisfrétta fyrir íslenska umdæmið. Ég setti það að skilyrði fyrir ritstjórastörfunum að blaðið yrði prentað, ekki Ijölrilað eins og það hafði verið. Umdæmisstjórn samþykkti það með því skilyrði að útgáfan yrði um- dæminu að kostnaðarlausu, ég bæri alla ábyrgð. Ef mér tækist ekki að fjármagna útgáfuna með auglýsingum yrði fyrirtæki mitt að bera kostnaðinn. í þessu fólst áskorun sem ég ákvað að taka. Ég gaf út tvö til þijú tölublöð á hveiju ári í 5 ár, umdæminu að kostn- aðarlausu. í dag er kostnaður Kiw- anishreyfingarinnar við útgáfu blaðsins hundruð þúsunda og að mestu greiddur úr vasa félaganna. Tímarnir hafa breyst. 1972 tók tengdafaðir rninn við embætti Umdæmisstjóra. Hann óskaði eftir því við mig að ég yrði umdæmis- ritari. Ég samþykkti að taka því. Eftir það kom hvað af öðru, Ég varð um- dæmisstjóri 1974-1975. Kosinn í Evrópustjórn 1976 og varð forseti Evrópuhreyfingarinnar 1982-1983. Eftir áskoranir frá Kiwanisfélögum í mörgum löndum Evrópu ákvað ég að bjóða mig fram til stjórnarstarfa í heimsstjórn hreyfingarinnar. Tveir aðrir frambjóðendur, annar frá Belgíu og hinn frá Frakklandi buðu sig einnig fram til starfsins. Kosning fór fram á milli okkar á Evrópuþingi í Basel í Sviss 1986 og vann ég þá kosningu. Ég tók hins vegar ekki sæti í heims- stjórn fyrr en haustið 1988 þegar forveri minn hætti störfum. Ég sat síðan sem meðstjórnandi i heimstjórn næstu fimm árin. Hver er aðdragandi þess að þú gefur kost á þér í embætti heimsforseta? Þegar ég kom í heimsstjórn 1988 hvarlaði ekki að mér að hugsa til frekari frama í hreyfingunni. í fyrsta lagi yrði að vinna kosningu á heimsþingi. En á slíkum þingum eiga Bandarikjamenn 90% atkvæða og án verulegs stuðning frá þeim er framboð frá umdæmum utan N-Ameriku von- laust. Ég sat því fyrstu árin í stjórninni án nokkurra slíkra bollalegginga. Reyndi að stunda mín störf af kost- gæfni. Með mér í stjórninni var félagi frá Ástralíu, Ian Perdriau, (núverandi heimsforseti), en milli okkar og eigin- kvenna hafði myndast vinasamband sem hefur haldist frá árinu 1982. Við vorum stundum að gantast með það hvað við ætluðum að gera þegar við yrðum forsetar, en aðeins í grini. Ég held að hvorugur okkar hafi trúað því að hægt væri að fá Bandaríkjamenn til stuðnings við svo róttækar breyt- ingar að kjósa til forseta fulltrúa um- dæma utan N-Ameríku. Atburðarrásin varð önnur en við reiknuðum með. Ian ákvað að láta til skara skriða á þinginu í Indianapolis 1992 og reyna framboð gegn Banda- ríkjamanni. Það óvænta gerðist, hon- um tókst að vinna kosninguna naum- lega, eða með um 70 atkvæða meiri- hluta en 7300 atkvæði voru i pott- inum. Þegar þetta var ljóst komu ýmsir til mín og sögðu, þetta gerist ekki aftur. Það er vonlaust að reikna með því að þingfulltrúar samþykki tvo forseta i röð frá umdæmum utan N-Ameriku. Um leið og þessi orð féllu, tók ég ákvörðun um að fara í framboð og beij - ast af hörku. Við hjónin og stuðnings- menn okkar unnum stanslaust i 10 mánuði að framboðinu. Sköpupum okkur stuðning í umdæmum um allan heim. Þegar við héldum til Nice í Frakklandi vorið 1993 ásamt um 100 íslendingum töldum við að möguleiki væri fyrir hendi en langt frá því að vera öruggur. í framboði auk mín voru tveir Bandaríkjamenn, annar frá stærsta umdæmi hreyfingarinnar. Kaliforníu, með um 23000 félaga og hinn frá Georgíu sem hefur um 14000 félaga. Ég kom frá umdæmi sem hafði um 1300 félaga. Kosningarnar fóru þannig að ég vann, fékk um 60% atkvæða, sem var töluvert meira en við reiknuðum með. í hverju er starf heimsforseta fólgið? Forsetinn er leiðtogi Kiwanis-fjöl- skyldunnar. Innan Kiwanis-fjölskyld- unnar eru Kiwanishreyfingin með um 330 þúsund félaga í 78 löndum, Key- clubs, en það er þjónustuhreyfing ungs fólks á framhaldsskólastigi á aldrinum 15-19 ára og hefur um 170 þúsund félaga i 19 löndum. Circle K, en það er þjónustuhreyfing ungs fólks á há- skólabraut með um 11 þúsund félaga í 11 löndum og Builders Clubs, en það er samtök unglinga á grunnskólastigi með um 55 þúsund félaga í nokkrum löndum. Kiwanis-fjölskyldan er því um 560 þúsund félagar. Forsetinn stýrir stjórnarfundum heimsstjórnar, hann stjórnar ráðstefn- um Heimsráðs, en þar sitja forustu- menn allra umdæma innan hreyfing- arinnar. Hann stjórnar heimsþingi. Forsetinn hefur yfirumsjón ásamt framkvæmdastjóra með rekstri skrif- stofu samtakanna í Indianapolis en þar starfa 130-140 manns. Forsetinn setur hreyfingunni markmið í upphafi starfsárs og fylgir þeim eftir. Hann ferðast um heiminn og hvetur félaga til dáða. Heimsækir framámenn og þjóðarleiðtoga og kynnir þeim starfsemi samtakanna. Er ekki, í svona viðamiklu starfi, starf maka mikið? Jú, það er ætlast til þess að rnaki ferðist með forsetanum um heiminn. Maki flytur ávörp á hinum ýmsu stöðum og tekur þátt í undirbúningi funda, ráðstefna og þinga. Eiginkona min hefur verið þátt- takandi meira og minna í öllum trún- aðarstörfum sem ég hef tekið að mér fyrir hreyfinguna á síðustu þremur áratugum. Án hennar stuðnings og áhuga væri allt þetta starf vonlaust. Hér gildir samstaðan. Eigum við von á áherslu- breytingum innan Kiwanis? Ég hef verið talsmaður þess að breytinga sé þörf. Hreyfingin er mjög íhaldssöm I eðli sínu. í áttatíu ár hafa orðið litlar skipulagsbreytingar þrátt fyrir að næsta umhverfi og heimurinn allur hafi tekið breytingum. Við eigum í erfiðleikum víða um heim við að fá ungt fólk til þátttöku. Það er eitthvað að, þegar unga fólkið sem er að ala upp börn vill ekki vera þátttakandi i þjón- ustuhreyfingu sem hefur að megin markmiði að þjóna börnum. Ég hef til dæmis barist fýrir því í mörg ár að breyta lögum samtakanna í þá veru að klúbbar í N-Ameríku þurfi ekki að halda fundi vikulega allt árið i kring. Ungt fólk er ekki tilbúið að ganga undir slíkar hvaðir. Það vill 12 KIWANISFRETTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.