Kiwanisfréttir - 01.08.1995, Blaðsíða 7

Kiwanisfréttir - 01.08.1995, Blaðsíða 7
Fréttir úr klúbbstarfinu KIWANISKLÚBBURINN HRÓLFUR MYNDBAND P f8 Q» j 8* Ö: Ci ajv ©V ©I © I Stuðlaprent hf. 625 Ólafsfirði • Sími 466 2558 í tengslum við hjól- reiðadag í Dalvíkurskóla hefur Kiwanisklúbburinn Hrólfur tekið upp þann sið að gefa öllum börnum í 1. bekk Dalvíkurskóla reiðhjólahjálma og nú í ár einnig veifur á hjólin. Er þetta í þriðja sinn sem klúbburinn afhendir þessa hjálma, og var það gert í Kiwnanishúsinu Bergþórshvoli í vor. Þang- að buðu Kiwanisfélagar 1. bekk Dalvíkurskóla ásamt foreldrum og voru saman komin þar um 90 manns. Forseti klúbbs- ins, Björn Björnsson. afhenti 33 börnum hjálm og veifu og einnig fengu þau Prins Póló og blöndu. Foreldrar aðstoðuðu börnin við að stilla hjálm- ana. Þá fékk klúbburinn lánaða úr Fjölskyldu- garðinum í Reykjavík sex rafmagnsbíla og voru þeir í notkun á umferða- kennslusvæði skólans. Eftirspurn var mörgum sinnum meiri en hægt var að anna. Þá var leik- skólabörnum boðið að prufukeyra bílana. Er það álit allra Kiwanisfélaga að þessi tilraun hafi tekist af- burða vel og stefnt yrði á að gera þetta árvisst. Vill klúbburinn koma á framfæri þakklæti til þeirra sem aðstoðuðu við að koma þessu á. Foreldrar aðstoðuðu börnin við að stilla lydlmana. Hluti barnanna með hjálma og veifur Leikskólabörnin Jengu að prófa bílanna. KIWANISFRÉTTIR 7

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.