Kiwanisfréttir - 01.08.1995, Blaðsíða 23

Kiwanisfréttir - 01.08.1995, Blaðsíða 23
ORÐ TIL UMHUGSUNAR Ég hef stundum verið að hugsa um það, hvað Kiwanishreyfingin var heppin að velja þá leið að leggja áherslu á þjónustu til almennra heilla heldur en á þróun viðskipta. Það hefur leitt til þess að við höfum öðlast reynslu í þjónustu. „Við“ þýðir sérhver félagi í hinni stóru fjölskyldu Kiwanis International, sem yljar okkur um hartarætur og hinn almenni borgari hefur kynnst grundvallarviðhorfum sem liggja að baki Kiwanis sem er þjónusta og félagsskapur Kiwanis. Það ætti að vera hverjum Kiwanisfélaga ljóst að það er viðhorfið sem er þungamiðja og hvati að öllu því mikilvæga starfi sem Kiwanis- félagar vinna að. Við sjáum fólk einangrast í sinni vinnu, það umhverfi skapar þröngsýni sem gerir að fólk hugsar oft ekki lengra. Með tilkomu sem Kiwanisfélagi eru allir möguleikar á að eignast góða vini, öðlast meiri víðsýni, áhugamál og félagslega reynslu sem nýtist viðkomandi, jafnvel fengið viðskiptavini, allt í gegnum Kiwanis. Þegar við förum að vinna að góðum málefnum, heimsækja bág- statt fólk, syrgjendur á sorgar- stundu, öðlumst við allt annað gildismat á lífinu, öðlumst reynslu sem í endurminningunni yljar á þann hátt um hjartarætur sem V iðurkenningar frá KI Eftirtaldir aðilar voru viðurkenndir af KI fyrir störf sín fyrir Umdæmið Ísland-Færeyjar starfsárið 1993-1994. Þessir forsetar og ritarar urðu Distinguished: Guðjón Magnússon forseti og Sig- urður Jóhannsson ritari, Kiwanis- klúbbnum Höfða, Reykjavik. Ólafur Jónsson forseti og Ingimar Hólm Ellertsson ritari, Kiwanis- klúbbnum Drangey, Sauðárkróki. Tryggvi Gunnarsson forseti og Oddgeir Gylfason ritari, Kiwanis- klúbbnum Öskju, Vopnafirði. Ámundi Eliasson forseti og Hákon Halldórsson ritari, Kiwanisklúbbnum Búrfelli, Selfossi. Guðbrandur Einarsson forseti og Elías Hafsteinsson ritari, Kiwanis- klúbbnum Ölver, Þorlákshöfn. Sigurður Jónsson forseti og Unnar Már Magnússon ritari, Kiwanis- klúbbnum Hof. Garði. Hallberg Guðmundsson forseti og Gunnar Magnússon ritari, Kiwanis- klúbbnum Hraunborg, Hafnarfirði. Þorleifur Markússon forseti og Stefán Hallgrímsson ritari, Kiwanis- klúbbnum Setberg, Garðabæ. Ástbjörn Egilsson forseti og Kristján Sveinsson ritari, Kiwanisklúbbnum Esju, Reykjavík. Björn Baldrinsson forseti og Guðni Guðmundsson ritari, Kiwanisklúbbn- um Geysi, Mosfellsbæ. Eftirfarandi svæðisstjórar voru útnefndir Distinguished: Eddusvæði, Ólafur Þ. Jónsson Smyrli, Borgarnesi. Grettissvæði, Steinn L. Sigurðsson Dragney, Sauðárkróki. Óðinssvæði, Brynjar Þ. Halldórsson Skjálfanda, Húsarik. Sögusvæði. Jón Ó. Vilhjálmsson Búrfelli, Selfossi. Þórssvæði, Guðmundur B. Haga- línsson Þorfinni, Flateyri. Ægissvæði, Stefán R. Jónsson Eldey, Kópavogi. Þá var Umdæmið Ísland-Færeyjar útnefnt Honorable Menition District fyrir starfsárið 1993-1994 og fær um- dæmið, umdæmisritari og umdæmis- stjóri sérstakar riðurkenningar í tilefni af þessum árangri. Einnig var umdæmisstjóri Sæ- mundur Sæmundsson útnefndur Distinguished Governor. Aðalsteinn Aðalsteinsson, okkur hefði ekki dottið í hug að mundi henda okkur. Lífið er stutt. Hvers vegna að eyða því í innri hræringar: áhyggj- ur, vandamál, togstreytu? Því gleymum við svo auðveldlega hversu stutt mannsævin er og gæfan hverful? Því ekki að gera allt sem við getum til að gera lífið ánægjufullt og innihaldsríkt, þetta líf, dagstundina í dag, leiðin til hamingjunnar er ekki svona tor- farin. Áhyggjur skapa vandamál, vanlíðan, sjúkdóma. Á sama hátt skapar jákvætt hugarfar og vænt- umþykja innri ánægju, heilbrigðan hug og líkama. Hver sem ber skinbragð á mikilvægi notkunar- gildi jákvæðs hugarfars auðveldar ekki aðeins sér lífið í leik og starfi heldur linnir nauð margra. Því er það svona til umhugs- unar, þegar við erum að störfum fýrir Kiwanis að velferðarmálum hvort við eigum ekki að leggja aukna áherslu á jákvætt hugarfar og væntumþykju. Það er mín skoðun að ef við berum gæfu til að hafa það að leiðarljósi þá séu engin takmörk fyrir möguleikum okkar á útbreiðslu Kiwanis. Það er að láta hug fýlgja máli. Hugurinn er sterk- asta aílið. Verum kát, verum Kiwanis. Aðalsteinn Aðalsteinsson, Jjölmiðlafulltrúi KIWANISFRETTIR 23

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.