Kiwanisfréttir - 01.08.1995, Blaðsíða 11

Kiwanisfréttir - 01.08.1995, Blaðsíða 11
Viðtal við verðandi heimsforseta „Þjónustnstarjið var mér að sJcapV* Hvaðan eruð þið hjónin upprunin? Ég er fæddur í Reykjavík 1938, sonur hjónanna Sigurðar Eyjólfssonar prentara í Reykjavík og Ragnhildar Siguijónsdóttur frá Vestmannaeyjum. Ég gekk í skóla hér í Reykavík, en yfirgaf borgina snemma á hverju vori, um leið og hægt var vegna skóla- göngunnar og hélt austur í Mýrdal á gamla ættarsetrið í Pétursey. Þar dvaldi ég á hveiju sumri frá maí til október. Þegar ég var yngri dvaldi ég um hríð hjá ömmu minni i móðurætt í Vestmannaeyj um. Ég er því sunnlendingur í húð og hár og hef alltaf haft sterkar taugar til sunnlenskra byggða. Sjöfn Ólafsdóttir eiginkona min er fædd á ísafirði dóttir hjónanna Guð- rúnar Sigurðardóttur og Ólafs J. Ein- arssonar en þau eru bæði fædd og uppalinn þar. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur og þar ólst hún upp. Hvernær gekkst þú í Kiwanis- hreyfinguna og hvers vegna? Alheimsþing Kiwanishreyfingar- innar sem haldið var í Toronto í Kanada 1961 tók þá ákvörðun að gera hreyfinguna að heimshreyfingu í stað þess að binda starfsemina eingöngu við Bandarikin og Kanada. Á þeim árum var íslendingurinn Hilmar Skag- field félagi í Kiwanisklúbb í Tallahassie í Flórida og hafði verið það frá árinu 1952. Þegar hann frétti af þessari skipu- lagsbreytingu á hreyfingunni ákvað hann að beita sér íyrir þvi að kynna hreyfinguna fyrir íslendingum. Einar A. Jónsson, heitinn, var staddur í Flórida á þeim tíma, en hann var umboðsmaður fegurðarsam- keppna á íslandi. Hilmar hafði samband við hann og sagði honum frá hugmyndum sínum um að kynna starfsemi Kiwanishreyfingarinnar á íslandi. Einari leist vel á hugmyndina og lofaði að kynna hana fyrir kunn- ingjum sínum. Hann kallaði saman hóp nokkurra manna haustið 1963 og í þeim hópi var tengdafaðir minn, Ólafur J. Einars- son, sem varð síðar annar umdæmis- stjóri íslenska umdæmisins. Þessi hópur lagði grunninn að stofnun fyrsta Kiwanisklúbbs á íslandi, Heklunnar. Fljótlega eftir það bauð Ólafur mér á fund og upp úr því var mér boðin þátttaka. Ég var tregur til í upphafi, taldi mig hafa nóg á minni könnu. Ég var á kafi í öðru félagsstarfi. Frá upp- Eyjólfur Sigurðsson og Sjöfn Ólafsdóttir hafi leist mér vel á hugsjónir hreyf- ingarinnar. Þjónustustarfið var mér að skapi. Ég ákvað að láta til leiðast og gerðist einn af stofnfélögum Hekl- unnar. Hver hafa störf þín verið innan Kiwanishreyfingarinnar? Þau hafa verið fjölbreytt. Það er óhætt að segja að ekkert starf í hreyf- ingunni hafi veirð mér óviðkomandi. Ég var íljótlega valinn til forustustarfa KIWANISFRÉTTIR 11

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.