Kiwanisfréttir - 01.08.1995, Blaðsíða 22

Kiwanisfréttir - 01.08.1995, Blaðsíða 22
Símaspjall „Áhuginn var svo mikill að menn voru á biðlista að ganga í klúbbinn" Þorsteinn Sigurðsson, Heklu, í spjalli við K-fréttir Hvenær kynntis þú Kiwanis- hreyfingunni og hvað vakti áhuga þinn á starfsemi hennar? Það má segja að ég hafi vitað af Kiwanishreyfingunni frá því að Iiekla var stofnuð, því ég þekkti nokkra þeirra sem voru með frá fyrstu sporum Heklu og þegar ég fór að velta íyrir mér að gaman væri að vera í félagsskap þar sem færi saman að láta eitthvað gott af sér leiða og eins að hafa ánægju af, þá kom ekkert annað til mála en Kiwanisklúbburinn Hekla. Hvað ert þú búinn að vera starfandi lengi í Heklu og hvaða embættum hefur þú gengt innan klúbbsins og innan hreyfingarinnar? Ég gekk í Heklu í september 1972 og byrjaði að sjálfsögðu í móttökunefnd, síðan hef ég verið formaður flestra nefnda og í stjórn yfir 20 ár. Forseti tvisvar sinnum. ritari tvisvar sinnum, formaður K-dagsnefndar Heklu fyrstu þrjú skiptin, í K-dagsnefnd umdæmis- ins þrisvar sinnum. Svæðisstjóri Þórssvæðisins og í haust tek ég við sem ritari Heklu í þriðja sinn. Hvaða styrktarverkefni hafa verið efst á blaði hjá Heklu. Árið 1965 var ákveðið að beina kröftum okkar til styrktar öldruð- um. Fyrir valinu var Hrafnista í Reykjavík. Þá um sumarið var farin fyrsta skemmtiferðin með vistfólkið síðan hefur það verið árvisst, nú í sumar var farin 30. ferðin. S.l. 18 ár hefur vistfólkið á Hrafnistu í Hafnarfirði verið með. Gestir okkar eru á bilinu 130-160 í hverri ferð. Frá árinu 1968 höfum við haldið kvöldvöku á Hrafnistu í febrúar- mánuði, þá fáum við Jjjóðfræga skemmtikrafta til liðs við okkur og ljúkum skemmtikvöldinu með dansi. Þá höfum við líka gefið mörg lækninga- og hjálpartæki til Hrafn- istu í Reykjavík. Frá árinu 1973 höfum við farið með börnin í Reykjadal í Mosfells- sveit, í skemmtiferð en nú síðustu árin höldum við pylsu-grillveislu og tökum lagið saman með undirleik tveggja félaga. Þorsteinn Sigurðsson Hefur ekki margt skeð hjá elsta Kiwanisklúbbi landsins. Það væri efni í langa grein allt sem er minnisstætt. Þó langar mig að geta þess að á fyrstu árum Heklu var áhugi svo mikill að ganga í Kiwanis að menn voru á biðlista að ganga í klúbbinn. Eins er það minnisstætt að Heklufélagar hafa stofnað og verið með í að stofna 13 klúbba. Finnst þér Kiwanis hafa breyst þessi ár, og þá hvernig? Við í Heklu erum mjög fast- heldnir á fundarvenjur og verkefni, en hreyfingin í landinu hefur að mínu viti haft blæbrigðabreytingar en ekki grundvallarbreytingar. Hvaða viðhorf hefur þú til blandaðra Kiwanisklúbba? Ég gekk í karlaklúbb og ég veit að margar konur, sem eru í kvennaklúbb vilja ekki að karlar gangi þar inn, en ef vilji er fyrir hendi sé ég ekki hvað mælir á móti blönduðum Kiwanisklúbb. Hvernig er sú tilfinning fyrir Heklufélaga að eiga heims- forseta innan klúbbsins? Það er nú svo að innan klúbbs- ins hafa verið margir duglegir hæfileikamenn, sem hafa starfað fyrir Kiwanis hérlendis og erlendis. Eyjólfur Sigurðsson á að baki langt og mikið starf fyrir Kiwanis- hreyfinguna. Hann var umdæmis- stjóri 1974 til 1975, síðan þá hefur ekki fallið ár úr. Hann fer í Evrópu- stjórn, verður Evrópuforseti 1982 til 1983, síðan í heimsstjórn KI. Nú í haust tekur hann við sem forseti heimsstjórnar. Við skulum gera okkur grein fyrir því að til að ná þessum einstæða árangri þarf mikla vinnu og fórnfysi. Við í Heklu og allir íslenskir Kiwanismenn og konur erum stolt yfir þessum frábæra árangri Eyjólfs Sigurðs- sonar. Ég spái því að það líði áratugir þar til Evrópubúi verður heimsforseti næst. Ég óska Eyjólfi Sigurðssyni gæfu og gengis í starfi heimsforseta. Eitthvað að lokum? Að fá gott og dugmikið fólk til starfa í Kiwanis.við eigum svo margt ógert. Að vera í Kiwanis gefur manni kost á að kynnast mörgu góðu fólki ásamt því að taka þátt í að láta gott af sér leiða. 22 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.