Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 4
^fylbýín Teppi a stigaganga Nú er rétti tíminn til að teppaleggja stigaganginn fyrir jólin. Við mælum og gerum tilboð í efni og vinnu, þér að kostnaðarlausu. MikiÖ úrval Hringdu í síma 4217090 Opið: mán. - fös. 8-12 & 13-18, lau. 9-13 Iðavöllum 7, 230 Reykjanesbær Sími 421 7090 Fax 421 7091 E-mail: flg@simnet.is Flísar Gólf ATVINNA Ræstingar Starfsmann vantar í hlutastarf til ræstinga á flugstöðvarsvæðinu og í Keflavík. Um er að ræða u.þ.b. 30 klst. á mánuði. Sveigjanlegur vinnutími. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Víkurfrétta að Grundarvegi 23, Njarðvík, merkt „Ræstingar“. Teppahreinsun Suðurnesja Iðavöllum 3,sími 421 4143 M.R.L. morgunnámskeið í 6 vikur kl. 08:20 3 sinnum í viku # Allt sem konur þurfa # Aðhald # Mœling # Frœðslumolar verð 7.500,- Upplýsingor og skráning hjá Sigríði Kristjánsd. í síma 899 0455 Spinning námskeið í 5 vikur, kl. 19:30 3 sinnum í viku # Brennsla # Aðhald # Mœling # Frœðslumolar verð 7.500,- v* i -, UK ■ fjgg 4® ««8» Sundmiðstöð Keflavíkur Sími 421 4455 • www.perlan.net > Kurr í leigubílstjórum á Suðurnesjum: Ósáttír við reglubreytingar Nokkur kurr er í Ieigubíl- stjórum á Suöurnesjum eftir að Samgönguráðu- ncyti lagði til fyrr í mánuðin- um að fyrirkomulag leiguakst- urs á milli svcitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu og Reykja- nesi. Lagt var til að svæðin yrðu sam- einuð þannig að leigubílar gætu ekið óhindrað innan þess svæðis og tekið farþega hvar sem er án takmarkana. Tekið er fram að breytingarnar eru sérstaklega gerðar vegna aksturs á milli Leifsstöðvar og höfuðborgar- svæðisins. Bifreiðastjórafélögin á svæðinu, Fylkir og Freyr hafiia þessurn til- lögum algerlega þar sem þær munu fráleitt leiða til hagræðis né auka hagkvæmni Ieigubíla- aksturs á Suðurnesjum. Fjörutíu leigubílstjórar starfa á Suðumesj- um að Grindavík undanskilinni og er talið hæpið að þeir eigi eftir að hagnast nokkuð á breyting- unni. Þeirra markaðshlutdeild sé enda engin á höfiiðborgarsvæðinu og nægt framboð sé þar af leigubíl- um fyrir. „Þó að um sé að ræða sama at- vinnusvæði er fráleitt að um sama þjónustusvæði sé að ræða,” sagði Aðalbergur Þórarinsson í samtali við Víkurfréttir. „Fleldur einhver að fólk hér suðurfrá hringi í leigubílastöð í Reykjavík til að láta keyra sig á milli húsa í Keflavík, eða öfugt?” Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur lýst sig andsnúið þessum breyt- ingum, sem og Bifreiðastjórafé- lagið Frami í Reykjavík sem tek- ur heils hugar undir rök Suður- nesjamanna. Talið er að sameining svæðanna muni leiða til verri þjónustu á Suðurnesjum þar sem bifreiða- stjórar munu sækja í auknum mæli til Reykjavíkur. Slíkt sé óá- sættanlegt fyrir alla aðila. Aðalbergur sagðist að lokum ekki viss um hvenær endanlega yrði skorið úr í málinu, en taldi Samgönguráðuneytið ekki geta komið málinu í gegn vegna þess hve litlar undirtektir væru hjá þeim sem málið snerti. Línubátar í Grindavík gera það gott Góð veiði hefur verið hjá línubátum í Grindavík að undanförnu. Hafa þeir verið að lcggja tvær lagnir og koma með fullfermi í land. „Þorbjarnarbátarnir hafa ver- ið að koma 40 til 50 tonn úr hverjum róðri og það er bara þeirra skammtur” segir Grét- ar Sigurðsson vigtarmaður á Grindavíkurhöfn. Frekar drærn veiði hefur verið hjá netabátum i Grindavík enda fáir netabátar á sjó að sögn Grét- ars. „Núna eru flestir smábátamir í landi enda töluverð hreyfing þarna úti. Ætli það megi ekki kalla það brælu,” sagði Grétar. Pistlar úrPúlsmum Áttu von á barni? Mánuðir sem gengið er með barn eru dýrmætir og líða fljótt. Iðk- un jóga gerir þér kleift að upplifa undursamlega meðgöngu og fæðingu, hvemig sem heilbrigði eða aðstæðum er háttað. Með- göngujóga skapar baminu jákvæðara umhverfi allt frá fýrstu stundu og hjálpar verðandi rnóður að vinna gegn ýmsum íýlgi- kvillum, s.s. yfirþyngd, sliti húðar og bakverkjum. Með því að stunda jóga á meðgöngu muntu finna hvemig jóga- stöður og öndunaræfingar sefa huga þinn og róa, þannig að þú kvíðir ekki fæðingunni. Þú styrkir grindarbotnsvöðva, lærir önd- un sem hjálpar þér í komandi hríðum og fæðingu en umfram allt lærirðu að slaka vel á. Hægt er að stunda jóga frá fýrsta mánuði meðgöngu til þess síðasta. Púlsinn ævintýrahús í Sandgerði býður upp á meðgöngujóga tvisvar í viku. Nýtt námskeið hefst strax eft- ir helgi. stuttar f r é t t i r Sló stúlku í andlitið ■ Stúlka nefbrotnaði er hún var slegin í andlitið fýrir utan veitingastað á Hafiiar- götu á aðfaranótt sunnudags. Arásaraðilinn er karlmaður og var hann yfirheyrður af lögreglu. Vaktin var annars róleg hjá lögreglunni í Kefla- vík þá nóttina, en tveir öku- menn voru teknir fýrir of hraðan akstur á Reykjanes- brautinni. Þeir mældust á 110 km hraða og 121 km hraða. Innbrot í leikskóla í Grindavík ■ Brotist var inn í leikskóla í Grindavik um helgina og þaðan stolið tumtölvu og staffænni myndavél. Var inn- brotið tilkynnt til lögreglunn- ar, en einnig var tilkynnt um innbrot í bifreið sem stóð utan við verkstæði í Njarð- vík. Þar var útvarpstæki stolið. Á hraðferð á Grindavíkurvegi ■ Þrír ökumenn voru teknir fýrir of hraðan akstur á Grindavíkurvegi á mánu- dagskvöld. Tveir þeirra voru á meira en 120 km hraða. Þá vora tveir aðrir ökumenn teknir sama kvöld, annar á Reykjanesbraut og hinn inn- anþæjar í Grindavík á 78 km hraða, en leyfilegur hraði er 50 km/klst. Börnum vísað heim seint að kveldi ■ Lögreglumenn vísuðu töluverðum fjölda bama í Sandgerði heirn á mánudags- kvöldið, þar sem útivistartími þeirra var liðinn. Á eftirlits- ferð sinni í Sandgerði urðu lögreglumenn vitni að því er ökumaður biffeiðar ók á reiðhjól. Engin var á reið- hjólinu sem skemmdist mik- ið. Ekki urðu skemmdir á bifreiðinni. 13 ára með loftskammbyssu ■ Lögreglan í Keflavík gerði upptæka loftskamm- byssu af 13 ára ungling í síð- ustu viku. í dagbók lögregl- unni kemur ffarn að vopn af þessu tagi geti verið stór- hættuleg og ættu ekki að vera í höndum bama. FRÉTTAVAKT 898 2222 4 VIKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.