Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 18
„Hún syngur af og til fyrir okkur og lækn- anna og þaö kemur þeim á óvart. Hún grætur náttúruleg*a líka, fær krampa um allan líkamann og þolir matinn illa. Það er ýmislegt sem hefur komið uppá og það er ýmislegt sem getur komið uppá. Hún er í lífshættu og mikið slösuð.” Slysin gera ekki boð á undan sér Þegar Katrín er spurð hvort þau kenni sér um slysið segir að hún að þau hafi ásakað sig í byijun. „Það hjálpar manni ekkert að vera að naga sig í handarbökin. Eg veit með vissu að þetta var bara hræðilegt slys. Hjúkrunar- fólkið og fólkið sem hefur annast Allý hafa sagt okkur það. Þetta gerist á nokkrum sekúnd- um. Þetta er bara eitthvað sem gerir ekki boð á undan sér og þetta er bara alveg hrikalegt slys,” segir Katrín og bætir við. „Það er samt svo hræðilegt sem gerðist og auðvitað líður manni hrikalega illa. Það skiptir samt engu máli því það eina sem við hugsum um er að hetjan okkar nái sér.” Kjaftasögurnar gengið víða Miklar kjaflasögur liafa gengið um Suðurnes og víðar um tildrög slyssins og eru útgáf- urnar margar. Katrín telur að kjaftasögumar verði til hjá fólk- inu sem þykist vita allt best. „Við þetta fólk vil ég segja að ef því líður betur að vera með þessar sögur í gangi þá er það þeirra mál. Það er bara ágætt ef fólk er svona fullkomið,” segir Katrín og er ákveðin á svip. Læknarnir eru mjög ánægðir með framfarir Allýjar og segja hana standa sig vel. Sár hennar gróa vel og læknarnir leyfa sér að vera bjartsýnir. Næstu 12 mánuði í vafningum „Við tökum bara einn dag í einu. Eg þori ekki að hugsa langt fram í tímann. Okkur var sagt í byrjun að íyrstu dagamir plötuðu oft og svo yrði þetta verra. Við venjuleg veikindi veikist maður og batnar í kjöl- farið. í tilfellum sem þessum getur ástandið versnað mikið þó það hafi verið gott rétt á undan þannig að við tökum bara einn dag í einu,” segir Katrín en næstu 12 mánuði þarf Allý að vera í vafhingum og hún getur liklega ekki verði í venjulegum fotum. Húðin á neðri hluta lík- ama Allýjar verður aldrei eðli- leg. „Hún þarf alltaf að bera á sig sólarvöm áður en hún fer út í sólina og hún þarf reglulega að bera á sig olíur. Þetta er ekkert eðlileg húð. Til dæmis ef hún færi út í sólarljós þá verður húðin fjólublá.” Þakka fyrir bænirnar Katrín og Jósef hafa fúndið fyrir miklum stuðningi frá Islandi í veikindum Allýjar. Vinir og vandamenn hafa staðið þétt við bakið á þeim og allir tekið höndum saman. Katrín segir að bænir fólks hafi skipt rniklu máli „Fyrirbænir fólks hafa skipt gríðarlegu máli og þá skiptir ekki hverrar tríiar fólk er að mínu mati. Það er fullt af fólki sem hefúr sent henni alls- kyns bænir og ég veit að það hefúr hjálpað mikið. Við viljum þakka þessu fólki fyrir allan stuðninginn - bænir þeirra og hlýjan hug.” Barátta Allýjar er bara rétt að byija. Foreldrar hennar og aðrir vandamenn standa þétt við hlið hennar eins og þau hafa gert frá upphafi. „Við munum gera allt fyrir þessa litlu hetju svo hún geti átt sem eðlilegast líf í framtíðinni. Ekkert annað skiptir máli.” „Hún er algjör hetja þessi stelpa” 18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I wwvu.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.