Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 21
Stærsti leikur sumarsins Keflavík - KA -þegar Keflvíkingar mæta KA í úrslitaleik Visa-bikarsins á Laugardalsvelli á laugardag KA-menn vilja hefna ófaranna í deildinni „Mætum til að spila fótbolta!” Þórarinn Kristjánsson, framherji Keflvíkinga segist bjartsýnn fyrir leikinn á laugardag Bæði lið eru þekkt fyrir góða frammistöðu í bikarkeppninni, en KA menn eru í úrslitum í annað skiptið á fjórum árum, en þeir liafa komist að minnsta kosti í undanúrslit öll fjögur árin. Bikarkeppnin hefiir verið huggun Keflvíkinga í eyðimerkurgön- gunni sem titilbarátta liðsins hefur verið allt frá því að „Gullöldin” leið undir lok 1973. Þeir hafa tvisvar unnið titilinn, 1975 og 1997, en Akureyringar hafa aldrei unnið bikarinn. Keflvíkingar luku deildarkepp- ninni með stórsigri á Fram, 6-2, og settust með það i fimmta sæti Keflvíkingar fögnuðu stuðningsmönnum sínum innilega þegar sigur lá fyrir í leiknum gegn HK. Mikil áhersla er lögð á að Keflvíkingar og aðrir Suðurnesjamenn mæti á völlinn og styðji við bakið á strákunum. Stuðningur áhorfenda skiptir miklu máli á leikjum - ekki síst úrslitaleikjum. Kcflvíkingar lögðu KA- menn að velli í báðum dcildarleikjum sumarsins. í fyrstu umferðinni hristu Keflvíkingar af sér nýliðaskrekkinn með tveimur góðum mörkum í sinni hálfleik og fögnuðu 2-1 útisigi á Akureyrarvelli. Mörkin sko- ruðu Jónas Guðni Sævarsson og Hólmar Örn Rúnarsson. Þegar leikið var i Keflavík voru heimamenn að stíga upp úr lægð þar sem ekkert hafði gengi hjá þeim lengi. Leiknum lyktaði þó með 1-0 sigri þeirra þar sem Þórarinn Kristjánsson skoraði markið úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. deildarinnar, KA vann hins vegar aðeins einn leik frá júnilokum og féll í 1. deild. I síðustu tveimur bikarleikjum hafa KA-menn hins vegar slegið viðburður knattspyrnuferils flestra leikmanna og munu menn eflaust mæta reiðubúnir til að leggja allt í sölumar fyrir lið sín. út stórlaxa eins og FH og ÍBV og munu sannarlega ekki sýna Keflvíkingum minnsta vott af auðmýkt eða virðingu. Bikarúrslit eru einn stærsti Hafa ekki enn fengið á sig mark í bikarnum Leið Keflvíkinga í bikarúrslitin gegn KA hefur verið nokkuð örugg þar sem þeir hafa ekki enn fengið á sig mark í fjórum leikjum. Enginn leikur hefur verið spilaður á heimavelli en átökin hófust í 32-liða úrslitum þar sem Keflavík vann öruggan sigur á Völsungi á Húsavík 3-0. Hólmar Örn Rúnarsson og Magnús Þorsteinsson skoruðu sitt markið hvor, en heimamenn bættu við sjálfsmarki áður en yfir lauk. Næsti leikur var gegn Fram á Laugardalsvelli og vannst hann 1-0. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, en Hóimar Örn skoraði eina rnark leiksins í fýrri hálfleik. Erfitt hlutskipti beið í 8-liða úrslitum þar sem móther- jarnir voru Fylkismenn á eigin heimavelli. Leikurinn var harður og mikil barátta var út um allan völl. Svo fór þó að Þórarinn Kristjánsson skoraði eina mark leiksins um miðjan síðari hálfleik og tryggði Keflvíkinga í undanúrslitin gegn HK. Sá leikur vannst einnig 1-0 eftir að HL-maður varð fyrir þvi að pota boltanum inn í eigið mark í byrjun leiks. Restin af leiknum var heldur óspennandi, en sigurinn var i höfn og möguleiki á fyrsta stóra titlinum í sjö ár. Stemmningin verður frábær -Stuðningsmannasveitin lofar frábærum degi Keflvíkingar hafa á vösku liði stuðningsmanna að skipa og er ekki nokkur vafl á því aó þeir verða ákaft hvattir áfram á Laugardals- vellinum. Þeir mæta til leiks kyrjandi stuðningssöngva, vopnaðir trommum og lúðrum. Víkurfréttir náðu tali af Jóa Trommara, einum af forvígis- mönnum Stuðningsmannasveit- arinnar sem hefur mætt á alla leiki Keflavíkurliðsins og látið vel í sér heyra. Jói segir daginn þaulskipulagðan allt frá morgni til sigurveislu um kvöldið. „Þeir sem sáu til okkar á HK leiknum vita hvað er í vændum á laugardaginn. Þar vorum við með góða upphimn fyrir úrslitin. Allir voru vel merktir með fána og trefla. Við vorum með meira en 20 stuðningsköll og eigum nóg eftir í pokahorninu fyrir næsta leik.” Skemmtilegheitin munu hefjast á Asbyrgi á Broadway klukkan 11 um morguninn. „Þar verðum við með andlitsmálningu og einn kaldan á kantinum. Við æfum söngvana og veitum góð verð- laun fyrir þann sem er í flottasta gallanum. Urn eittleytið förum við að týnast niður á völlinn og ef veður leyfir verður marserað niðureftir í stórum hóp.” Jói og Stuðningsmannasveitin eru ekki i vafa um úrsiitin. „Ég er alveg sannfærður um að við höldum hreinu og setjum tvö eða þijú mörk á KA. Svo söltum við þá auðvitað í stúkunni! Þegar við erum búnir að vinna verður farið heim og haldið sig- urveislu með flugeldum og öllu og strákarnir hylltir. Eftir það verður fagnað um allan bæ.” Jói segist engar áhyggjur af strákunum í liðinu sem vita ná- kvæmlega hvað þarf tii að sigra. „Strákarnir eru reddý, þeir eiga eftir að spila góðan bolta og stemmningin verður frábær. Við hvetjum alla til að mæta á völlinn og lofum því að enginn verður svikinn af þessum leik!” Mér líst alvcg þrælvel á þetta, en þessi leikur er ekkert gefinn. KA eru með hörkulið sem spilar af mikilli baráttu og það skiptir engu máli hvar þeir lentu í deildinni. Það er alit annað þegar er komið út í bikarleik.” Þórarinn segir Keflvíkinga þó ekki vera að spá of mikið í and- stæðingunum heldur einbeiti þeir sér að eigin leik. „Við pælum ekkert í hinum heldur munum við spila okkar bolta. Við stefnum að þvi að láta boltann ganga vel innan liðsins og fljóta vel á milli manna. Við erum gott sóknarlið og mitum á völlinn til að spila fótbolta,” sagði þessi mikli markahrókur að lokum. VÍKURFRÉTTIR I 40. TÖLUBLAÐ2004 I FIMMTUDAGURINN 30. SEPTEMBER 2004 I 21

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.