Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 10
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 4210000 Fax 4210020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 4210007, pket@vf.is Fréttastjóri: FHilmar Bragi Bárðarson, sími 4210002, hilmar@vf.is Blaðamenn: Jóhannes Kr. Kristjánsson, sími 4210004,johannes@vf.is ÞorgilsJónsson (íþróttafréttir), sími 868 7712, sport@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 4210001,jonas@vf.is Auglýsingadeild: Jófríður Leifsdóttir, sími 4210008, jofridur@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttirehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Auglýsíngasímí Víkurfrétta er 421 0000 MUNDI Krakkar! 2+2=4 Þetta er verkfallsbrot! ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ SEGJA upp 17 slökkviliðs- mönnum á vellinum. Kallinn greindi frá þessu fyrir nokJcrum mánuðum en þá var þessu neitað. Þetta sýnir að oft er eitthvað á bak við kjaftasögumar - eða eins og einhveijir segja: „Where there's smoke! There's fire!” Kallinn biður fólk að muna það! NÚ VERÐA GJÖRSAMLEGA allir að mæta á völlinn í bikarúrslitaleik Keflavíkur og KA næsta lau- gardag. Kallinn liefur fulla trú á því að boðið verði upp á rútuferðir frá Keflavík og það verða bara allir að mæta. Það er orðið ansi langt síðan fótboltinn hefur náð einhveiju titli - Kallinn er farinn að gleyma en var það ekki 79? KALLINUM LANGAR að fá viðbrögð Suður- nesjamanna við ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar í embætti hæstaréttardómara! Banana...hvað! KALLINN VILL þakka Magnúsi Þór Hafsteinssyni þingmanni Frjálslynda flokksins fyrir bréfið. Það er leitun að þingmönnum sem hafa jafh mikinn áhuga á sjávarútvegsbyggðum iandsins. Kallinn styður Magnús Þór og það sem liann stendur fyrir - en það þarf eitth- vað að gera fyrir Sandgerðinga. Kallinn á kassanum NÚ ÞURFA ÞINGMENN Suðurnesja að taka hön- dum sarnan og koma breikkun brautarinnar af stað á nýjan leik. Það þarf að klára breikkun brautarinnar og þingmennimir okkar mega ekki gefast upp. Kallinn hvetur alla til að senda þeim skilaboð! KENNARAVERKFALLIÐ verður langt - það bendir allt til þess að mati Kallsins. Eins og Kallinn hefur greint frá styður hann kröfiir kennara. En Kallinn vili fá að vita hvort kennarar á Suðurnesjum greiði fyrir afhot af 88-húsinu. Reykjanesbær á einmitt húsið og á í mikill baráttu við kennara. Kallinn vonast til að fá svar frá forsvarsmönnum kennara á Suðumesjum. Kveðja, Kallinn@vf.is > Bréftil Kallsins: Sæll og blessaður. í nýjasta pistli þínum skrifar þú: REYNDAR HEYRIST lítið í Ftjálslyndum þessa dagana. Þeir hafa greinilega ekki áttað sig á því að kvóti Sandgerðinga er komin niður í 800 tonn. Og mestallur kvótinn fór í heimabæ eins þingmannsins! Það er alltaf gott að fá livatningu um að gera megi betur en mig langar nú samt til að leggja að- eins orð í belg. Hér um daginn var ég sá eini af þingmönnum Suðurkjördæmis sem svaraði kalli þínu eftir tillögum varðandi úrbætur í atvinnumálum Suður- nesja. Þetta var nokkuð löng grein sem birtist á vefVíkurfrétta og vef Frjálslynda flokksins. Styttri útgáfa birtist svo fyrir rúmri viku sem kjallaragrein í DV og á vef xf.is. Eg sendi þér hana á eftir. Svo er það þetta um að kvótinn hafi farið frá Sandgerði og í mína heimabyggð. Þetta er gjömingur sem ég get ómögulega borið ábyrgð á og ég hef gagnrýnt hann harkalega. Meðal annars í sjó- mannadagsræðu sem ég hélt í Sandgerði í fyrra. Ég sendi þér hana líka. Agæti kall á kassanum. Gott væri nú að þú teldir upp hve margir aðrir af þingmönnum Suðurkjördæmis hafa séð ástæðu til að stinga niður penna um at- vinnumál á Suðumesjum á und- anförnum mánuðum, eða hve margir aðrir af þingmönnum Suðurkjördæmis hafa einmitt mótmælt því kröftuglega í heyranda hljóði hvemig farið var með Sandgerðinga á sínum tíma. Með vinsemd og virðingu, Magnús Þór Hafsteinsson Suðurnesjamenn! Munið að svara heimsendu bréfi frá vísindarannsókninni um líðan karla, streitu og þunglyndi Dregnir verða út þrír heppnir þátttakendur sem hljóta flugferð til Kaupmannahafnar eða London að launum Upplýsingar í síma 866 4511 Ljósmyndasýning frá Ljósanótt á vf.is Um 300 myndir frá Ljósanótt 2004 eru nú komnar á vf.is. Hægra megin á forsíðunni er rammi sem hægt er að smeila á og skoða þannig myndirnar. Á myndunum kemur fram fjölbreytt mannlíf Ljósanætur og brugðið er upp svipmynd af nokkrum af þeim dagskrár- liðum sem í boði voru á þessari næststærstu menn- ingarháb'ð landsins. stuttqr f r é 11 i r Vinnuslys í Helguvík ■ Maður slasaðist nokkuð þegar hann féll ofan af þaki traktorsgröfu á mánudag. Lögreglu barst tilkynning um slysið, sem átti sér stað í Mal- bikunarstöð Suðumesja í Helguvík, um ellefitleytið. Maðurinn hafði verið að há- þrýstiþvo aftari gröfuarm gröfimnar og úlnliðsbrotnaði og marðist á mjóbaki í fall- inu. Fingralangir á ferð ■ Tvö innbrot og einn þjófhaður vom tilkynnt til lögreglunnar í Keflavík á mánudaginn. Snemma morguns var til- kynnt um innbrot i húsnæði Golfklúbbs Suðumesja að Hafnargötu 2. Þar hafði verið spennt upp hurð og skjávarpa stolið. Þá var tilkynnt um innbrot i húsnæði Verktakasambands- ins við Grófina. Þaðan var stoiið myndbandsupptökuvél af gerðinni Canon. Mun þjófhaðurinn sennilega hafa átt sér stað í siðustu viku. Rétt fyrir hádegi sama dag var tilkynnt um þjófhað í Úra- og Skartgripaverslun- inni, Hafhargötu 49. Þar vom tveir karlmenn inni i búðinni og hafði annar þeirra stolið þar silfurhring og hlaupið síðan út. Lögreglan telur sig vita um hvaða rnenn er að ræða. Jarðskjálftahrina við Eldeyjarboða ■ Nokkrirjarðskjálftar vom um helgina á Reykja- neshrygg og vom upptökin suðurafEldeyjarboða. Sam- kvæmt skjálftalista á vef Veð- urstofunnar mældist stærsti skjálftinn 3,3 stig á Richter aog hafa nokkrir skjálftar rétt innan við 3 stig orðið í kjöl- farið. Árekstur á gatna- mótum Iðavalla og Aðalgötu ■ Nokkuð harður árekstur varð á gatnamótum Iðavalia og Aðalgötu í Keflavik að morgni fostudags. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðumesja vegna meiðsla í öxl og hendi. Ökumaðurinn í hinni biffeiðinni fór sjálfur á slysadeild vegna eymsla í höndum. Tímarit Víkurfrétta HUGMYNDABANKI 421 0004 10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.