Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 20
Jakob Jónharðsson lyfti bikarnum 1997 sem fyrir- liði Keflavíkur og segir hann tilfinninguna liafa vcrið ógleymanlega. „Það stendur alveg uppúr á ferl- inum þó að maður hafi verið í atvinnumennsku og spilað með landsliðinu. Það var einhvern veginn eins og okkur hafi verið ætlað að vinna þennan titil. Markið hans Gests og vítaspyrnukeppnin... við áttum að vinna!” Keflvíkingar vöktu mikla athygli fyrir skegg sitt og hár í úrslita- leikjunum tveimur, en fyrst mættu allir með litað skegg og i seinni leikinn voru allir með aflitað hár. „Það var mikil samstaða í hópn- um og skemmtilegir karakterar. Fyrst lituðum við á okkur skegg- ið en litlu strákarnir sem voru ekki með skegg fengu það bara tússað á sig! I seinni leiknum voru svo allir með og nteira að segja Hraíhkell læknir aflitaði á sér hárið.” Jakob segir liðið þá og nú vera nokkuð ólik. „Við vorum kannski ekki með besta liðið þá en við andinn og karakterinn í liðinu var mjög góður. Við vorum með mikla baráttuhunda í liðinu í bland við unga og spræka stráka eins og Hauk Inga, Jóa B. og Gumma Steinars. Núna vantar þessa baráttumenn í liðið en strákarnir eru miklu flinkari fót- boltamenn en við vorum.” Jakob, sem er aðstoðarþjálfari Keflavikur i dag, bætir þó við að eitt eigi liðin sameiginlegt. „Liðið nú er samsett að mestu úr heimamönnum eins og það var þá. Það er líka rnikil samheldni hjá strákunum og ég held að þeir eigi að geta klárað þetta ef við náunt upp góðri stemmningu og fáurn góðan stuðning.” -Gestur Gylfason er fullviss um Keflavíkursigur „Við áttum að vinna!'1 Gestur Gylfason skráði sig rækilega í sögubækurnar þegar hann skoraði jöfnunarmark Keflvíkinga gegn IBV í bikarúrslitaleiknum 1997. Staðan var jöfn, 0-0, að loknum venjulegum leiktima, en Eyjamenn komust yfir með marki frá Leifi Geir Hafsteinssyni í framlengingu. Aðdragandi þess marks var vafasamur svo ekki sé meira sagt, en á lokasekúndum lciksins jafnaöi Gestur lcikinn með skoti sem virtist ekki vera líklegt til að byrja ntcð. Boltinn barst til Gests í miðjum teig Eyjantanna og liann lét vaða á markið. „Það voru einhverjar 20-30 sekúndur eftir þegar ég fékk hann í teignum og kingsaði svona rosalega. Hann fór svo í gegnum klobbann á tveimur vamarmönnunt svo á milli han- danna á markmanninum og milli lappanna á honum og í netið. Maður gleymir þessu aldrei!” Gestur sá þoltann að visu ekki fara yfir marklínuna þvi hann hélt að Gunnar í markinu hefði boltann. „Eg sneri mér bara við þegar ég sá markmanninn fara að taka hann upp með höndunum, en svo missti hann bara boltann inn, karlgreyið. Þetta sýnir að mörkin þurfa ekki alltaf að vera flott en þetta telur lika. Þetta rnark var rnjög sætt og var fyrir alla Keflvíkinga.” Markið tryggði Keflvikingum annan leik sem fór ffam mánuði síðar. Hann réðst i vítaspyr- nukeppni en Gestur var ekki á rneðal spyrnumanna. „Ég tók einu sinni víti 1989 að ég held og brenndi af þannig að við urðum úr í bikamunt það árið. Eftir það tók ég ekki víti aftur fyrr en í fyrrasumar.” Gestur er ekki seinn til svara þegar hann er beðinn að spá fyrir unt úrslit. Hann segist þó ekki hafa taugar í vítaspyrnukeppni „Keflavík vinnur þetta. Það eru hreinar línur, en þeir verða líka að spila mikið betur en þeir gerðu á sunnudag. KA-menn eru stórhættulegir og þurfa ekki nema eina eða tvær sóknir til að refsa liðum eins og þeir sýndu gegn FH. Það er alltaf erfíðara að vera í stúkunni á svona leikjum. Maður er miklu stressaðri þar en inni á vellinum. Við vinnum þetta sarnt það er engin spurn- ing!” Sérfræðingarnir: Spá Keflavík sigri Guðjón Guðmundsson Stöð2/Sýn „Fyrirfram má ætla að Keflavík vinni þennan leik. Þeir em með betra lið, en það skiptir oft ekki máli þegar komið er í bikarleiki. Leikmenn Keflavíkur eru ungir og það er spuming með hvort þeir þoli álagið. Keflvíkingar eiga að vinna nema þeir fari á taugum. Þeirra hættulegustu andstæðingar eru þeir sjálfir." Bjarni Felixson RÚV „Ég er nú ekki góður spámaður en mér sýnist í fljótu bragði að Keflavík eigi að vinna þennan leik. KA rnenn eru hins vega örugglega að vonast til að allt verði þá þrennt er eftir tvö töp í sumar, en á venjulegum degi vinnur Keflavík. Þetta verður örugglega tvfsýnn baráttu- leikur.“ Henrý Birgir Gunnarsson DV/Fréttablaðið „Mín tilfinning er að Keflavík vinni þennan leik. Þeir eru klárlega skeinuhættari fram á við og ef Stefán og félagar halda sjó í vöminni detta þau 2 eða 3 frammi. Ef við emm að spá í tölur lteld ég að þetta fari 3-1 og KA skori sitt rnark á 88. mín eftir að hafa lent 3-0 undir.“ Guðni Kjartans þjálfaði fyrstu bikarmeistara Keflavíkur 1975 Glæsiskot Einars fyrirliða Keflvíkingar unnu sinn fyrsta bikarmcistaratitil árið 1975 með 1-0 sigri gegn Skagamönnum. Fyrir- liðinn Einar Gunnarsson brá sér í sóknina og skoraði eina mark leiksins með þrumuskoti af 25 metra færi á 34. mínútu. Guðni Kjartansson var þjálfari liðsins en gat ekki leikið með þvi þetta tímabil sökum meiðsla. „Leikurinn var mjög erfiður og Skaginn fyrirfram talið sterkara liðið,” sagði Guðni í samtali við Vikurfféttir. „Við settum leikinn því þannig upp að við spiluðum mjög sterkan varnarleik. Leikurinn sem slíkur var spenn- andi eins og bikarleikur á að vera, en svo fékk Einar boltann, kom vaðandi upp völlinn og negldi ltann í netið af löngu færi.” Flestir töldu að Hörður Helgason í marki Skagamanna hefði átt að verja skotið en það hafði viðkomu í Steinari Jóhannssyni og breytti eilítið um stefnu Eftir markið pressuðu Skag- amenn mikið en Keflvíkingar héldu forystunni út leikinn. Þeir fengu dauðafæri til að jafna í restina en Þorsteinn Olafsson í marki Keflavíkur varði ffá Jóni Gunnlaugssyni af örstuttu færi. „Við hömpuðum bikarnum að lokum og það var gaman þó að ég hafi ekki getað spilað sjálfúr. Sérstaklega því að við höfðum aldrei unnið Bikarinn á meðan ég spilaði þrátt fyrir að hafa farið í úrslit og vorum ekki taldir líkleg- ir til þess þetta ár.” Guðni telur að Keflvíkingar þurfi að vara sig á KA mönnum á laugardaginn því að ekkert er fyrirfram gefið i fótboltanum. „Keflvíkingar verða að átta sig á því að þó að þeir séu ofar í deildinni sýndu KA í síðasta leik að þeir eru til alls líklegir. Ég spái Keflavík auðvitað sigri en það breytir engu hvað ég spái. Það skiptir öllu hvað strákarnir gera úti á velli. Það væri ekkert garnan að þessu ef maóur vissi úrslitin fyrirffam!” „Erfíðara að vera í stúkunni! 20 VI'KURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DACLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.