Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 12
> www.stodkennarinn.is: REYKJANESBÆR Tjarnargötu 12 • Póstfang230 • S:42I 6700 Fax: 421 4667 • reykjanesbaer@reykjanesbaer.is BREYTINGAR A UMFERÐ HÁMARKSHRAÐI 30 KM Hámarkshraði verður 30 km. á klst. á eftirtöldum götum: Mávabraut, Blikabraut, Sunnubraut, Háaleiti, Faxabraut (milli Þverholts og Hringbrautar), Vallartúni, Miðtúni, Sóltúni, Lyngholti, Háholti, Baugholti, Krossholti, Þverholti og Skólavegi (milli Flugvallarvegar og Hringbrautar). Breyting þessi tekur gildi 1. október n.k. Framkvæmdastjóri. Umhverfis- og skipulagssvið t Okkar elskulegi Ásgeir Einarsson, Smáratúni 35, Keflavík, lést á gjörgæsludeild Landspítala, Fossvogi, mánudaginn 27. september. Pálína Gunnarsdóttir, Svandís, Heiða, Bjarki og Brynjar, Einar Þór Arason, Kolbrún Gunnlaugsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir, Stefán G. Einarsson, Eydís Eyjólfsdóttir, Ari Einarsson, Ása Guðmundsdóttir, og bræðrabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, Hjálmfriður Guðný Sigmundsdóttir frá Hælavík, Sunnubraut 16, Reykjanesbæ verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 1. október kl. 13:00. Reynir Jónsson, Sævar Reynisson, Guðmundur Óli Reynisson, Svala Rún Jónsdóttir, Jóhanna Reynisdóttir, Ólafur Eyþór Ólason, Guðný Reynisdóttir, Axel Arnar Nikulásson, barnabörn og barnabarnabörn. Suðurneseamaður með nýjan námsvef Ungur Keflvíkingur, Starkaður Barkarson að nafni, starfrækir vefsíð- una Stoðkennararann á slóð- inni stodkennarinn.is, en þar er um að ræða mikla og góða nýj- ung í íslensku skólastarfi. Stoðkennarinn er gagnvirkur námsvefur þar sem hægt er að nálgast námsefni og verkefni í stærðfræði og íslensku fyrir elstu bekki grunnskóla og fyrstu áfanga í framhaldsskóla. Starkaður, sem hefur B.A. próf í íslensku, sagði í samtali við Vík- urfréttir að hugmyndin hafi blundað i honum en hafi orðið að alvöru þegar liann fluttist út til Berlínar árið 2002. „Þar fór ég að reyna mig áfram með að setja upp ýmis íslenskuverkefni fyrir vefsíðu, en það var svo síðasta vetur sem ég fór í gang með síð- r una. Allnokkrir framhaldsskólar og grunnskólar notuðu vefinn en í vetur var strax nokkur aukning fram að verkfallinu.” Starkaður segir viðtökumar hafa verið góðar en leggur áherslu á að einstaklingar geta líka keypt áskrift að vefnum og fengið verk- efni fyrir börn sín. Þau fá ein- kunn fyrir öll verkefni sem þau leysa og heldur síðan utan um alla einkunnir svo hægt er að sjá framfarir glögglega. Einnig fylgja nákvæmar leiðréttingar þegar um rangt svar er að ræða. I dag opnar ókeypis aðgangur að síðunni með notendanafninu og lykilorðinu vf þar sem fólk getur kynnt sér efni og möguleika síð- unnar. Síðan veður opin alla helgina. „Þetta er sérlega hentugt fyrir krakka sem eru ekki í skóla vegna verkfallsins til að halda sér við efnið,” segir Starkaður að lokum og segist ætla að halda áfram að styrkja síðuna frekar á þeim greinum sem fyrir eru en framtíðin verði að leiða í ljós hvort hægt verði að taka inn fleiri greinar. > Mikilvægur stuðningur Kiwanis: Kiwanisklúbburinn Keiiir í Keflavík hefur undan- farna áratugi verið einn helsti styrktaraðili Þroska- hjálpar á Suðurnesjum. I til- efni af 30 ára afmæli klúbbsins árið 2000 afhenti Keilir Þroskahjálp bifreiða til afnota. I sumar var kominn tími til að endurnýja bifreiðina og ákvað styrktarnefnd Keilis að styrkja Þroskahjálp til að endumýja bif- Kiwanisklúbburinn Keilir í Keflavík hefur styrkt Þroskahjálp á Suðurnesjum með peningagjöf til kaupa á fólksflutningbíl. Bifreiðin er af gerðinni Renault. reiðina og var keypt ný bifreið Ford Transit. Það er Þroskahjálp mjög nauðsynlegt að hafa bifreið til umráða til að keyra fatlaða einstaklinga á milli staða og hef- ur bifreiðin nýst þeim vel. Þetta er í þriðja skipti sem Keilir styrk- ir Þroskahjálp til biffeiðakaupa. Hið árlega og sívinsæla Lunda- kvöld Keilis verður haldið í KK- salnum fostudaginn 15. október n.k. Lundakvöldið hefur verið haldið tvívegis áður. A þessu kvöldi er Lundinn afhentur til þess einstaklings sem nefnd á vegum Keilis telur hafa unnið frábært starf á árinu. Fyrstu Lundaviðurkenninguna hlutu þeir Oskar Ivarsson og Vilhjálm- ur Þorleifsson starfsmenn Ahaldahússins og i fyrra hlaut viðurkenninguna Ólafur Oddur Jónsson sóknarprestur i Kefla- víkurkirkju. Miðar á Lundakvöldið verða til sölu í Kiwanishúsinu við Iðavelli föstudaginn 8. og laugardaginn 9. október og hægt er að panta miða í síma 421-3339. Keilir styrkir Þroskahjálp á Suðurnesjum MiÖlun frétta og mynda Meö öflugri fréttavakt Víkurfrétta eru Ijósmyndarar og blaðamenn til taks allan sólarhringinn! 12 VIKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DACLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.