Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 17
 úlku isár §m - S'.v VIKUR FRÉTTIR Myndin Úr einkasafni. © Katrín Sveinbjörnsdóttir. Afritun myndanna eða eftir- prentun ermeð öllu óheimil. ir læknaiia slunn jFRETTlRj % STYRKTARREIKNINGUR 0142-05-000300 kt:040603-3790 ■ - hennisegir Katrin en um tínia leit út fyrir að Allý myndi missa nokkrar tær. Þriðja stigs bruni á helmingi líkamans Allý var flutt á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja og þaðan beint á gjörgæsludeild Land- spítalans. Slysið varð á laugar- degi og þurfti að bíða fram á mánudag til að sjá hve Allý væri illa brunnin. A mánudeginum var tekin ákvörðun um að senda hana á sérstaka brunadeild Ríkisspítala Danmerkur í Kaupmannahöfn. „Þegar við komum út kom í ljós að bruna- sárin náðu yfir 50% líkamans og nær allur bruninn var þriðja stigs ” segir Katrín en þriðja stigs bruni er lifshættulegur. Á stofu í um 35 stiga hita Þegar Allý var komin til Kaup- mannahafbar var hún sett beint á sérstaka stofu sem er sótthreins- uð. „Þar var hún höfð nakin og óvafin með sárin opin. Hitinn á stofunni var um 35 gráður því það var verið að þurrka upp brunasárin, en einnig var verið að passa að líkaminn hennar væri ekki að hita upp húðina. Hún er bundin bæði á höndum og fótum svo hún geti ekki skaðað sig með þvi að klóra sér,” segir Katrín en foreldrarnir verða að klæðast sérstökum fötum til að vera hjá henni á stofúnni. „Þeir biðu í 14 daga til að sjá hvað mikið af hennar eigin húð myndi gróa. Það kom í ljós að það greri mjög lítið enda eru sárin mjög djúp allsstaðar.” / fjóra og hálfan tíma í aðgerð Fyrsta aðgerðin sem Allý fór í var mánudaginn 13. september. Sú aðgerð tók fjóra og hálfan tíma. I aðgerðinni var tekin húð af heilbrigðum hluta líkarna Allýjar og grætt á brunasárin. Hendurnar, handarbökin og andlitið voru einu staðimir sem húð var ekki tekin af. I aðgerð- inni missti Allý um 700 ml af blóði sem þykir ekki mikið. Læknarnir voru ánægðir með árangurinn. „Eftir aðgerðina fór hún á gjörgæsludeild og vaknaði þar samdægurs. Hún var tekin úr öndunarvélinni um kvöldið. Tveimur dögum eftir aðgerðina hækkaði hitinn. Hún átti erfitt með andardrátt og læknarnir héldu að hún væri komin með lungnabólgu. „Til allrar ham- ingju var hún ekki með lungna- bólgu,” segir Katrín og brosir. Syngur af og til Þó Allý sé ekki nema 15 mánaða gömul hefúr hún staðið sig vel. Læknarnir á danska sjúkrahús- inu segja hana mjög heilbrigða og að það komi þeim á óvart hve hress hún sé þrátt fyrir þessi erfiðu veikindi. „Hún syngur af og til fyrir okkur og læknanna og það kemur þeim á óvart. Hún grætur náttúrulega líka, fær krampa um allan líkamann og þolir matinn illa. Það er ýmislegt sem hefúr komið uppá og það er Húð af efri hluta líkama Allýjar var tekin og grædd á neðri hluta líkama hennar. Hendurnar, handarbökin og andlitið voru einu staðirnir þar sem húðin var ekki tekin af. Sýkingarhættan er mikil eftir aðgerð sem þessa. Allý gekkst öðru sinni undlr húðágræðsluaðgerð á mánudag. Sú aðgerð gekk vel. ýmislegt sem getur komið uppá. Hún er í lifshættu og mikið slö- suð,” segir Katrín og lítur á mynd af litlu hetjunni sinni. „Hún er algjör hetja þessi stel- pa.” Fáar hjúkrunarkonur séð verri bruna hjá barni Læknarnir á danska sjúkrahús- inu voru mjög áhyggjufullir vegna brunans. Katrin segir að fáar hjúkrunarkonur á sjúkrahús- inu hafí séð böm sem voru verr brunnin en Allý. „Þeir voru jafn- vel hissa á því að hún væri lif- andi. Ég spurði lækninn hvort hún væri í mikill hættu og hann sagði við mig að hann gæti ekki lýst hana úr lífshættu - það væri bara ekki hægt. Hann sagði hinsvegar við mig að þessi stelpa ætti eftir að ná sér því hún væri svo ofboðslega sterk. Guð hvað ég var glöð þegar hann sagði þetta,” segir Katrín og brosir. Greru fyrr en gert var ráð fyrir Rúmur hálfúr mánuður er síðan Allý fór í fyrstu aðgerðina á Tærnarfóru verstjjt brunanum, en ní§; komið í Ijóst að hægt verðuraðbjarganíu oghálfritá. % danska sjúkrahúsinu. Læknamir vora mjög ánægðir með árangur þeirrar aðgerðar. „Sárin á Allý eflir aðgerðina vora mun fljótari að gróa en læknamir gerðu ráð fyrir. Meira að segja ein af tásunum hennar hefúr gróið af sjálfsdáðum,” segir Katrín og það er mikill sigur því um tíma leit út fyrir að hún myndi missa nokkrar tær. Þurfti taka aðeins framan af einni tá A mánudaginn fór Allý í aðra aðgerð þar sem húð var aftur tekin af líkama hennar og grædd á aftari hluta líkamans. Sú aðgerð gekk vel og þurfti hún ekki að fara á gjörgæsludeild eftir þá aðgerð. í aðgerðinni kom í ljós að það tekst að bjarga níu og hálfri tá. Sýkingarhættan er mikil eftir aðgerðina og verður Allý í sóttlireinsuðu her- bergi á meðan sárin gróa. „Við skiptumst á að vera hjá henni. Fyrst vorum við hjá henni 24 tíma á sólarhring og það var gríðarlegt álag. Nú sitjum við hjá henni frá 8 á morgnana til 11 á kvöldin. Á nóttunni eru lækna- nemar hjá henni,” segir Katrín. Framhald í næstu opnu! VÍKURFRÉTTIR I 40.TÖLUBLAÐ2004 I FIMMTUDAGURINN 30. SEPTEMBER 2004 117

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.