Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 23
Pistlar úrPiilsinuin > Rótgróin snyrtistofa við Sjávargötuna í Njarðvík: Snyrtistofa Huldu 20 ára Snyrtistofa Huldu fagnar um þcssar mundir þcim tímamótum aö snyrtisto- fan hefur starfað í 20 ár. Eigandinn, Hulda Erla Pétursdóttir snyrtifræðingur, hefur rekið snyrtistofuna alla tíð að Sjávargötu 14 í Njarðvík þar sem hún býr. I fyrstu var snyrtistofan starfrækt í einu herbergi cn stækkaði ört og er nú á heilli hæö sem var hönnuð sérstaklega sem snyrtistofa af arkitekt og er stofan mjög vel tækjum búin. Fyrirtækið hefur farið vaxandi í áranna rás og er það þakkarvert og alls ekki sjálfgefið í dag, að sögn Huldu. Landslagið í þessari grein hefur breyst mikið á síðastliðnum 20 árum og segir Hulda að mest hafi breyst í kjölfar framfara í tækni og aukins tækjakosts. „Það eru auðvitað alltaf að koma fram nýjungar sem gera manni kleyft að ná mun betri árangri en hægt er með höndinni einni saman”. Hulda hefur ávallt verið fljót að tileinka sér allar helstu nýjungar bæði í tækjum og efnum og hefur verið leiðandi á landsvísu i þeim efnum. Frá árinu 1987 hefiir hún sótt Heimsþing snyrtifræðinga og undanfarin ár hefur hún einnig átt sæti í stjórn félags íslenskra snyrtifræðinga og hefur sá vettvangur meðal annars gert henni kleyft að fýlgjast enn betur með straumum og stefnum í greininni. „Eg er mjög þakklát öllum þeim viðskiptavinum sem hafa fylgt mér í gegnum árin og haidið tryggð við mig”, segir Hulda. „Margir þeirra eru orðnir mjög góðir vinir mínir og mér finnst alltaf jafn gaman að taka á móti þeim”. Nú eru starfandi með mér tveir reyndir snyrtifræðingar þær Kristín Jóna Hilmarsdóttir og Halldóra Sólbjartsdóttir. Hulda segist að lokum alls ekkert vera komin með leið á starfinu eftir árin 20. „Ég hef alltaf jafn gaman af snyrtifræðinni og ef ég mætti velja mér fag upp á nýtt þá yrði það svo sannarlega þetta fag” - það segir meira en mörg orð. Hvað er jóga? Allir geta stundað jóga. Jógastellingar þjálfa hvem líkamshluta, teygja og styrkja vöðva, liðbönd og liðamót, hrygg og stoðgrindina í heild. Þær hafa ekki einungis áhrif á ytra borð líkamans, vöðva og húð, heldur einnig líffæri, kirtia og taugakerfi, með öðrum orðum; áhrifa þeirra gætir alls staðar. Jógastellingar draga úr spennu, huglægri og Mkamlegri. Öndunaræf- ingamar efla líkamsstarfsemi, era slakandi og hressandi og skíra hug- ann. Námsmenn hafa m.a. fundið vel fyrir þessu þegar þeir era í námi og stunda jafhframt jóga. Læknisfræðirannsóknir staðfesta góð áhrif jógaiðkunar á líkamann fyrir alla aldurshópa; Slökunin sem fylgir æfingunum lækkar blóð- þrýstinginn, öndunaræfingamar og jógastöðumar hafa bætandi áhrif á gigtarsjúkdóma, æðakölkun, síþreytu, astma og margs konar hjarta- og æðasjúkdóma. Það er líka talið að iðkun jóga hægir á öldrun. Púlsinn ævintýrahús í Sandgerði er með sérstakan jógasal þar sem boðið er upp á margs konar jóga. Ef þú hefur einhveija reynslu afjóga þá eru eftirfarandi tímar í boði; Hathajóga eru alhliða æfingar sem henta langflestum. Hathajóga era grannæfingar sem allar aðrar út- færslur hafa sprottið út frá. Kripalujóga er ein þeirra útfærslna en þessir tímar henta fólki sem hefur ekki hreyft sig lengi eða langar lil að fara hægt og mjúklega af stað. í kripalujóga er mikil áhersla lögð á öndun. Kraftjógatímar henta þeim sem era í góðu formi og vilja hrað- ari yfirferð æfinga. Boðið er upp á byijendajóga með reglulegu milli- bili. Allir jógatímar innihalda öndunaræfingar og enda á slökun. Hvemig væri að skella sér í jóga? Draumaráðningar Hvað era draumar? Dreymir þig mikið? Langar þig að skilja betur draumana þína? Þá áttu erindi i Púlsinn ævintýrahús í Sandgerði næstkomandi sunnudagskvöld. Fyrsta fræðslukvöld vetrarins hefst einmitt þá, sunnudaginn 3. október, klukkan 20. Þar flytur Sigrún Gunnarsdóttir læknamiðill, forvitnilegt erindi sem hún kallar “Draumaráðningar - draumar eru andleg leiðsögn”. Hún fjallar um drauma og hvemig við getum nýtt skilaboð þeirra í daglegu lífi. Draumatákn verða útskýrð og draumar ráðnir á staðnum. Húsið opnar klukkan 19:40. Miðaverð er kr. 1.000. Allir hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir. TIL SÖLU RAÐHÚS Klettás 1 til 9, Reykjanesbæ 4. herbergja, 152 m2, með bílskúr Upplýsingar hjá fasteignasölum í Reykjanesbæ! Fasteignasölunni Ás s. 520 2600 og í síma 860 5400 Húsin eru seld á 3 byggingarstigum: 1. Fullkláruð að utan með frágenginni lóð 2. Tilbúin undir tréverk 3. Fullbúin VfKURFRÉTTIR I 40. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 30. SEPTEMBER 2004 123

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.